Víkurfréttir - 12.07.2012, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGURINN 12. júLí 2012 • VÍKURFRÉTTIR8
Kirkjunni hefur oft verið breytt
í gegnum tíðina en þær inn-
réttingar sem nú eru í henni
eru frá lokum 7. áratugarins og
eru eftir teikningum Ragnars
Emilssonar arkitekts.
Meðal þess sem gert var má nefna
að söngloftið, sem var úr tré, var
rifið burt. Nýja söngloftið er eins
stórt og framast er kostur vegna
gluggaskipunar, bogadregið að
framan og steinsteypt, nema
hvað ofan á bogadreginni stein-
bríkinni er eikarhandrið.
Þá voru nýjar grátur og predik-
unarstóll smíðuð í stíl við vegg-
þiljurnar. Í kirkjuna komu nýir
bólstraðir kirkjubekkir. Þeir
voru að stærstum hluta gjöf frá
Systrafélagi Keflavíkurkirkju,
sem stofnað var 12. mars 1965.
Einnig voru allar hurðir endur-
nýjaðar nema útihurðirnar.
Lýsingu kirkjunnar var ger-
breytt. Sett var upp tvöföld röð af
ljósakrónum, fjórar í hvorri röð.
Gömlu ljósakrónurnar þrjár, sem
aflagðar voru við stækkunarfram-
kvæmdirnar, voru svo settar upp
að nýju fyrir jólin 1974. Kirkjan
var svo endurvígð árið 1967.
Fyrsta steinda glerlistaverkið
sem kirkjan eignaðist er í hring-
glugganum á framhlið kirkjunnar.
Verkið er enskrar gerðar frá 1968.
Steindu gluggana í kirkjuskipinu
og kór kirkjunnar teiknaði
Benedikt Gunnarsson listmálari.
Þeir voru gerðir í Þýskalandi í
samráði við Benedikt og voru
settir í kirkjuna árið 1977.
Breytingin á kirkjunni á þessum
tíma var mjög róttæk og breytti
algjörlega svip Keflavíkurkirkju
að innan. Fyrir breytingarnar
var oft talað um það að Kefla-
víkurkirkja væri ein fallegasta
kirkja landsins að innan. Fyrir
þessar breytingar þótti kikjan
svo stílhrein og að birtan flæddi
inn um gluggana. Breytingarnar
voru hins vegar barn síns tíma.
Nú er sem sagt vilji til þess innan
Keflavíkurkirkju að hverfa aftur
til upprunalegs útlits og er í
gangi vinna sem miðar að því að
finna liti sem notaðir voru þegar
kirkjan var vígð 1915. Helstu
breytingar verða þær að panell
fer af veggjum, gráturnar við alt-
arið verða í upprunalegu útliti,
gamli predikunarstóllinn verður
færður í upprunalegt útlit, skipt
um gólfefni í kirkjunni og bekkir
færðir í upprunalegt horf en hafðir
þægilegir að sitja á. Þá munu
steindir gluggar verða teknir úr
kirkjunni og sett í hana venjulegt
gler til að hleypa inn náttúrulegu
ljósi. Þá verður upprunalegur litur
settur á ramma altaristöflunnar
og upprunalegi predikunar-
stóllinn fær sinn sess að nýju.
Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir,
formaður sóknarnefndar
Keflavíkurkirkju, sagði í samtali
við Víkurfréttir að nauðsynlegt
viðhald væri aðkallandi og því
yrði tækifærið notað til að koma
kirkjunni í upprunalegt útlit.
Meirihluti bæjarráðs Reykja-nesbæjar vísaði í liðinni
viku tillögu fulltrúa Samfylkingar
frá um að gerð verði sjálfstæð
úttekt á fyrirliggjandi samnings-
drögum við Eignarhaldsfélagið
Fasteign og fjárhagslegum skuld-
bindingum. Vísað var til þess að
vinnan stendur enn.
Í bókun fulltrúa Samfylkingar
segir að það sé miður að meirihluti
bæjarráðs Reykjanesbæjar skuli
ekki samþykkja tillögu bæjarfull-
trúa Samfylkingarinnar sem vísað
var til bæjarráðs af bæjarstjórn
þann 26. júní sl. Í henni var lagt
til að bæjarráð sameinist um að
ráða óháðan sérfræðing, sem ekki
hefur starfað fyrir Eignarhalds-
félagið Fasteign né Capacent, og feli
honum að gera sjálfstæða úttekt á
fyrirliggjandi samningsdrögum og
fjárhagslegum skuldbindingum.
Niðurstöðurnar yrðu síðan kynntar
fyrir bæjarstjórn áður en til endan-
legrar staðfestingar bæjarstjórnar
kemur á samningi Reykjanesbæjar
við EFF. „Ljóst er að afdrif EFF
mun hafa áhrif á fjárhag bæjarins
til langrar framtíðar næstu árin
og því eðlilegt að íbúar bæjarins
verði upplýstir um málið og sé gefið
tækifæri á að tjá skoðun sína.“
Framkvæmda-
leyfi fyrir 18 holu
golfvelli á Vatns-
leysuströnd
Umsókn Golfklúbbs Vatns-leysustrandar um fram-
kvæmdaleyfi til
uppbyggingar 18
holu golfvallar á
landi ofan Vatns-
l e ysustr and ar-
vegar var tekin
fyrir í bæjarráði
Sveitarfélagsins
Voga í vikunni.
Bæjarráð samþykkir veitingu
framkvæmdaleyfisins í samræmi
við bókun nefndarinnar.
Í dag rekur Golfklúbbur Vatnsleysu-
strandar 9 holu golfvöll að Kálfa-
tjörn.
Steypa kantstein
í Grindavík
Sumarið er tími ýmissa fram-kvæmd a. G angstíg agerð
verður fyrirferðamikil í Grindavík
í sumar og meðal annars verður
settur kantsteinn víða áður en
gangstéttarnar verða lagðar.
Myndin var tekin við tjaldsvæðið
í Grindavík þar sem var verið að
steypa kantstein í blíðskaparveðri,
segir á vef Grindavíkurbæjar.
Kirkjan færð í upprunalegt
horf fyrir 100 ára afmælið
KeFlaVíKurKirKja fagnar 100 ára afmæli árið 2015 og til að fagna þeim tímamótum er spennandi
starf komið í gang innan kirkjunnar sem m.a. miðar að því að færa kirkjuna í upprunalegt form,
svo langt sem hægt er að fara með það verkefni miðað við nútíma þarfir og af því að kirkjan sjálf
hefur stækkað í báða enda, ef svo má að orði komast. Þannig er komið nýtt anddyri á kirkjuna og
KÓriNN (sem er svæðið í kringum altarið) er einnig í síðari tíma viðbyggingu.
›› FRÉTTIR ‹‹
„Eðlilegt að
íbúar verði
upplýstir“
Sr. Erla Guðmunds-
dóttir, Ragnheiður Ásta
Magnúsdóttir formaður
sóknarnefndar og Sr. Skúli
S. Ólafsson sóknarprestur
Keflavíkurkirkju. Í fangi
hans situr sonur hans, Guð-
jón Ingi Skúlason.
Ásýnd innandyra á eftir að verða allt önnur
eftir að breytingum lýkur.