Víkurfréttir - 12.07.2012, Síða 10
FIMMTUDAGURINN 12. júLí 2012 • VÍKURFRÉTTIR10
›› FRÉTTIR ‹‹
Á Náttúrustofu Reykjaness hefur
helsta verkefnið undanfarin ár
verið fuglarannsóknir og rann-
sóknir á lífríki fjöru. Gróðurfar
heyrir einnig undir stofuna og
segir Gunnar Þór að það sé eitt af
verkefnunum að skrá plöntur og
gróður sem ekki hafi áður fundist
á svæðinu. Þá er tekið við upplýs-
ingum um náttúrufar og stunduð
almenn náttúrufarsvöktun sem
er útbreiðsla og fjöldi lífvera.
Verkefnin eru viðamikil en starfs-
fólkið fátt og það þarf að halda
vel utan um allar skráningar.
Upp úr 1990 var gerð úttekt á
10x10 ferkílómetra reitarskala á
Reykjanesskaga á útbreiðslu varp-
fugla. Gunnar segir að þessari
úttekt hafi ekkert verið fylgt eftir
og því sé nauðsynlegt að gera
aðra úttekt til að fá samanburð.
Gunnar segist þó vita að miðað
við þessa könnun sem gerð var
upp úr 90, þá hafi orðið töluvert
miklar breytingar. Þá eru bæði
tegundir eins og starri sem hefur
dreift sér og ýmsar andartegundir
eru komnar sem ekki voru áður.
Þá eru einnig dæmi þess að
tegundum hafi fækkað og þá hjá
sendlingum og snjótittlingum.
Gunnar hefur á síðustu árum
fylgst með ástandi kríunnar sam-
hliða rannsóknum á sílamávi og
segist hann sjá ótrúlega margt
svipað þar. Þegar það gengur vel
hjá kríunni, þá gengur einnig
vel hjá mávinum. Þessir tveir
fuglar eiga sér samnefnara
sem við teljum vera sandsíli.
Á vorin veiðir Náttúrustofa
Reykjaness nokkuð af sílamávi
til rannsókna og merkinga. Í vor
var mönnum ljóst að mávurinn
var í betra líkamsástandi en
oft áður. Þá virðist sem varpið
Endurgreiðsla
kostnaðar
vegna tann-
lækninga
barna hækkar
tímabundið
- Hækkunin gildir frá
1. júlí til næstu áramóta.
Tímabundnar úrbætur
fyrir tannheilsu barna.
Tannheilsa barna hefur verið þó nokkuð í umræðunni
og vaxandi áhyggjur af tann-
heilsu barna, sérstaklega þeirra
barna sem búa við efnahagslegar
þrengingar og fátækt. Rekja má
þessar áhyggjur m.a. til deilu um
gjaldskrá vegna tannlækninga
sem ríkið hefur ekki samþykkt að
taka mið af við útreikninga sína
um endurgreiðslur, en einnig
til þeirrar kaupmáttarrýrnunar
og kjaraskerðinga sem heimili
landsins hafa orðið fyrir í kjölfar
efnahagshruns fjármálakerfisins
á Íslandi 2008.
Í reglugerð um þátttöku sjúkra-
trygginga er kveðið á um 75%
greiðsluþátttöku vegna tannlækn-
inga barna og er þá miðað við hina
opinberu gjaldskrá Sjúkratrygginga
Íslands. Ef gjaldskrá tannlæknis
er hærri en opinbera gjaldskráin
greiðir sjúklingurinn mismuninn
sem skýrir að endurgreiðsla raun-
kostnaðar hefur verið mun lægri en
nemur 75% frá því að samningar
hins opinbera við tannlækna féllu
úr gildi.
Með núverandi hækkun á endur-
greiðslu kostnaðar Sjúkratrygginga
Íslands er áætlað að hlutfall endur-
greiðslu raunkostnaðar hækki úr
tæpum 42% í að meðaltali í 62,5%.
Getur hér munað nokkru fyrir
pyngju heimilanna og eru foreldrar
hvattir til að kynna sér þessar breyt-
ingar.
Gunnar Þór HallGrímsson er forstöðumaður náttúrustofu reykjaness sem staðsett
er á Fræðasetrinu í sandgerði. stofan er ekki stór, því þar starfa einungis tveir starfs-
menn. náttúrustofa reykjaness á hins vegar í góðu samstarfi við aðrar stofnanir í hús-
inu þannig að samlegðaráhrif eru mikil. náttúrustofa reykjaness er ein af sjö náttúru-
stofum sem dreifðar eru hringinn í kringum landið. stofurnar eru í eigu sveitarfélaga
á sínu svæði en reknar með stuðningi frá ríkinu og starfa eftir lögum sem gilda fyrir
náttúrufræðistofnun íslands og þessar náttúrustofur. Hlutverk náttúrustofu reykjaness
er að skrá og skoða náttúrufar á sínu svæði sem er reykjanesskaginn.
›› Náttúrustofa reykjaNess
Krían og
sílamávurinn
haldast í
hendur
Sumarlestur
á bókasafn-
inu í Garði
Le s t r a r á t a k n e m e n d a Gerðaskóla hófst í byrjun
júní á Bókasafninu í Garði og
stendur yfir frá júní - ágúst-
loka. Átakið fór vel af stað, enn
er nægur tími til að hefja þátt-
töku.
Við viljum hvetja foreldra til að
koma með börnunum á bóka-
safnið og aðstoða þau við val á
bókum og styðja þau þannig í
þessu skemmtilega verkefni.
Nánari upplýsingar gefur
bókavörður á opnunartíma
safnsins sem er opið: Mánudaga
– Fimmtudaga frá kl. 15.00 –
18.00. Opið í allt sumar!
Víkurfréttir hafa flutt ritstjórnarskrifstofur
blaðsins að Krossmóa 4 í Reykjanesbæ