Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.07.2012, Side 12

Víkurfréttir - 12.07.2012, Side 12
FIMMTUDAGURINN 12. júLí 2012 • VÍKURFRÉTTIR12 Í grein í VF 14. júní sl. svarar Baldur Þ. Guðmundsson for- maður stjórnar DS grein minni u m f j á r m á l D v a l a r h e i m i l - anna á Suður- nesjum sem birtist í sama blaði viku f y r r. Um r æ ð a ok kar Baldurs hefur snúist um rekstrarvanda DS og 17 milljóna króna lífeyrissjóðs- greiðslu vegna lífeyrissparnaðar framkvæmdarstjóra DS. Að mínu mati gætir nokkurs mis- skilnings í máli stjórnarformanns- ins. Í gagnrýni sinni á málflutning minn blandar hann saman tveimur hliðum á málum. Annars vegar hvort krafa um 17 milljónir í líf- eyrissjóð framkvæmdarstjóra DS sé lögmæt og hins vegar hvernig fjármagna eigi kröfuna. Í greininni minni var ég fyrst og fremst að fjalla um fjármögnun kröfunnar en ég hef hvergi tekið afstöðu til lögmæti hennar. Baldur fullyrðir að það sé rangt hjá mér að stjórn DS hafi hafnað kröf- unni, einnig telur hann rangt að fjárhagsnefnd Sambands sveitar- félaga á Suðurnesjum hafi auka- framlag vegna hennar. Baldur telur einnig rangt hjá mér að ríkið hafi hafnað kröfunni auk þess sem hann telur rangt að stjórn SSS stað- festi höfnun fjárhagsnefndarinnar. Í grein Baldurs segir orðrétt „Málið var kynnt í stjórn DS sl. haust og var afgreitt á fundi 15. sept. 2011. Hvorki ríkið, fjárhagsnefndin eða stjórn SSS hafa fengið málið sér- staklega til umfjöllunar þannig að ég fæ ekki séð hvernig tilgreindir aðilar gátu hafnað því.“ Um þetta vil ég segja eftirfarandi: Á fundi DS 15. september 2011 er málið afgreitt eins og Baldur bendir á. Það segir hins vegar ekki alla sög- una því jafnframt er samþykkt að vísa afgreiðslu málsins til úrvinnslu fjárhagsnefndar SSS hvað varðar fjármögnun eftirstöðva. Þannig samþykkti stjórnin ekki að taka fé af daggjöldum hjúkrunarheimil- anna til að greiða lífeyriskröfuna heldur samþykkti að greiða hana með aukaframlagi frá Sambandi Sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS). Á fundi Fjárhagsnefndar SSS 22. nóvember 2011 var Finnbogi Björnsson framkvæmdarstjóri DS gestur fundarins. Finnbogi kynnti fundarmönnum fjárhagsáætlun DS vegna ársins 2012 og óskaði eftir að sveitarfélögin leggi til kr. 74.700.000,- auk greiðslu vegna uppsafnaðra lífeyrisréttinda fram- kvæmdastjóra. Í afgreiðslu erindisins lagði Fjár- hagsnefndin til að sökum árferðis hjá sveitarfélögunum á Suður- nesjum verði framlög til DS 2012 þau sömu og 2011. Á sama fundi fjárhagsnefndar kynnti Finnbogi að ríkið hefði fyrir sitt leyti hafnað því að veita DS aukaframlag vegna lífeyrisskuldar- innar. Höfnunin var byggð á því að laun Finnboga voru hærri en annarra í sambærilegri stöðu hjá ríkinu og því ættu sveitarfélögin sem sömdu við framkvæmdarstjór- ann um laun að greiða skuldina. Ég hef þær upplýsingar frá aðalmanni Sveitarfélagsins Voga í stjórn DS að framkvæmdarstjórinn hefði gert grein fyrir málinu á sama hátt í stjórn DS. Á fundi stjórnar SSS þann 5. desember 2011 var fjárhagsáætlun SSS og samanrekinna stofnana og fyrirtækja sveitarfélaga á Suður- nesjum 2012 samþykkt. Einnig voru samþykktar tillögur fjárhags- nefndar SSS eins og þær birtast í fundargerðum nefndarinnar. Þar með tók stjórn SSS undir höfnun fjárhagsnefndar á aukaframlagi til DS vegna þeirra liða sem fram- kvæmdarstjórinn hafði kynnt fyrir fjárhagsnefnd. Um meint þekkingarleysi mitt, dómhörku og tortryggni sem Baldur greinir í fyrirspurnum mínum vil ég segja eftirfarandi: Ég sat alla fundi fjárhagsstjórnar SSS árið 2011 fyrir hönd Voga ásamt bæjarstjórum annarra sveitarfélaga á Suðurnesjum. Ég sat fundinn 22. nóvember þar sem framkvæmdar- stjóri DS kynnti kröfuna um upp- söfnuð lífeyrisréttindi sín og bar fram ósk um að SSS fjármagnaði umræddar lífeyrisgreiðslur. Ég tók þátt í umræðu um málið og studdi höfnunina. Ég sit einnig í stjórn SSS með öðrum forsetum bæjar- stjórna á Suðurnesjum þar sem af- greiðsla fjárhagsnefndarinnar var staðfest. Ég er einnig varamaður í stjórn DS og hef lagt áherslu á að setja mig vel inn í þau mál sem þar eru á dagskrá. Ég efast því um að nokkur sveitarstjórnarmaður á Suðurnesjum þekki eins vel til þessa máls og ég. Ég vil að lokum taka heilshugar undir með Baldri þegar hann segir að spennandi tímar séu framundan í öldrunaþjónustunni og við ættum öll að einbeita okkur að því að koma hjúkrunarheimilum á svæðinu í gott horf. Gagnrýnar spurningar, aðhald og opin umræða er að mínu mati skref að því markmiði og vona ég að formaður stjórnar DS deili með mér því sjónarmiði. Inga Sigrún Atladóttir forseti bæjarstjórnar í Sveitarfélaginu Vogum Fjölbreytt og regluleg hreyfing er vissulega þáttur sem við ættum að tileinka okkur sem hluta af heilbrigðum lífsstíl. Engin ein tegund hreyfingar hentar öllum og klárlega er mikilvægt að finna hreyfingu við hæfi sem er í senn fjölbreytt og skemmtileg. Ef við tökum skokk sem dæmi þá komu nýlega í ljós áhugaverðar niðurstöður úr danskri rann- sókn á vegum Copenhagen City Heart Study. Rannsóknin hefur verið gerð á yfir 20.000 þátttakendum á aldrinum 20 til 93 ára og staðið yfir í rúmlega þrjá áratugi. Eftir að hafa fylgst með þessu fólki sem skokkar reglulega og hvaða áhrif það hefur á heilsuna komust rann- sakendur að því að karlkyns skokkarar framlengdu líf sitt um 6 ár og kvenkyns skokkarar um 5,5 ár. Áhrifin voru mest hjá þeim sem skokkuðu 1-2,5 klst. á viku á hægum og jöfnum hraða. Fyrir utan áhrif á lang- lífi, komu einnig í ljós að auki önnur heilsubætandi áhrif þess að skokka eins og t.a.m. lækkun kólesteróls, lækkun blóð- þrýstings, betri stjórn þyngdar, andleg vellíðan, lækkun á bólguvísum, sterkara ónæmis- kerfi og aukin beinþéttni. Þessar niðurstöður ættu að vera okkur góð hvatning til þess að gera hreyfingu að mikilvægum þætti í okkur daglega lífsstíl. Nú er bara að reima á sig skóna og finna vellíðunina og lífskraftinn sem fylgir því að hreyfa sig! Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/ grasalaeknir.is www.facebook.com/grasalaeknir.is Víkurfréttir eru fluttar í Krossmóa 4 í Reykjanesbæ ›› Inga Sigrún Atladóttir skrifar um málefni DS: ÝMISLEGT Tek að mér allskonar viðgerð- ir á bílum, sláttuvélum. Er með greiningartölvu til að bilanagreina margar tegundir bíla. Vanur mað- ur, 20 ára reynsla, sanngjarnt verð! Uppl. S: 864 3567. ÓSKAST Íbúð óskast! Kennari við Akurskóla óskar eftir íbúð til leigu. Helga sími 869 8136. Vantar íbúð! Manneskja frá Egilsstöðum óskar eftir 2ja til 3ja herbergja íbúð til leigu í Keflavík eða Njarðvík sem allra fyrst. Sími 661 7476. 2 Fimmtudagurinn 14. apríl 2011VÍKURFRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0000 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS TIL LEIGU D.IBSEN ehf. bÍlastofa davÍÐs ALLAR ALMENNAR BÍLAVIÐGERÐIR Grófin 7 e-mail: dibsen@mitt.is Sími: 421-1415 SUÐURNES Helguvík - Berghólabraut 27 Komdu með öll raftæki, brotajárn og málma til okkar í Helguvík! Við borgum þér fyrir flesta málma. - Skilum betur til baka Fáðu pening fyrir gamla bílinn þinn. Farðu með hann til Bílastofu Davíðs, Grófinni 7 eða hringdu í 421-1415 og við sækjum hann. Hringrás smáauglýsing 1a.indd 1 5/30/12 2:36:11 PM TIL SÖLU Fellihýsi Coleman Cheyenne árg. 2000 með sólarsellu, markísu, tveimur gaskútum, ísskáp, heitu og köldu vatni, ferðaklósetti og hljómtæki. Vel umgengið og alltaf geymt inni á veturna. Engin skipti. Verð 950.000,- Upplýsingar í síma 846 4181 og 857 6339. VW Transporter ´85 húsbíll. Nýskoðaður. Reimo hús, dísel og skattlaus. Verð 500.000 kr. Sími 421 3596 eða 865 5933. 896 0364 Raflagnir & viðgerðir Þvottavélaviðgerðir Til leigu. 2ja herbergja íbúð í Keflavík ca. 65m². Leiga 75 þús + rafmagn. Laus strax. Upplýsingar gefur Gunnar 868 4479. 2-3ja herbergja parhús til leigu 2-3ja herbergja parhús í Keflavík til leigu. Gæludýr leyfð. Upplýsingar í síma 848-6475 e. kl. 16:00. Til leigu. 114m² 4ra herbergja íbúð í Keflavík til leigu. 95 þús. + rafmagn. Laus strax. Upplýsingar gefur Gunnar 868 4479. Snyrtirvörur - Undirfatnaður - Sportfatnaður BOUTIQUE Hafnargata 54 AFMÆLI 60 árA AFMÆLI Sigtyggur Pálsson verður sextugur í mánuðinum. Af því tilefni ætla þau hjónin að taka á móti vinum og vandamönnum heima hjá sér laug- ardaginn 14. júlí frá klukkan 19:00. Fjölskyldan 40 árA Föstudaginn 13. júlí mun Jón Axelsson fagna 40 góðum árum á „Tveimur vitum“ við Garðskagavita kl. 19:00. Vinir og vandamenn eru hjartanlega velkomnir. ÞJÓNUSTA Ekki láta þetta fram hjá þér fara. Mössun og djúphreinsun á sætum og gólfi, fólksbíll 14.000 kr., jeppi 15.000 kr. Alþrif með bóni, lakk- hreinsun, djúphreinsun á sætum og gólfi, fólksbíll 8.500 kr., jeppi 9.000 kr. Mössun fólksbíll 9.000 kr. Jeppi 10.000 kr. Stærri jeppi 12.000 kr. Alþrif með bóni, fólksbíll 5.000 kr. Jeppi 6000 kr. Stærri jeppinn 7000 kr. ÞrIF - ÞrIF - ÞrIF Tek að mér heimilis- og flutnings- þrif í Reykjanesbæ og nágrenni. Upplýsingar í síma 846 9908. Skokk og langlífi Enn um málEfni DS vf.is Þú gengur frá kaupum á smáauglýsingum með því að fara inn á vf.is

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.