Víkurfréttir - 12.07.2012, Side 13
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 12. júLí 2012 13
›› Skötumessan 2012 í Garði:
STARFSSVIÐ
• Aðstoða starfsmenn deildarinnar við
ýmis dagleg störf svo sem við söfnun
og frágang tæknigagna er varða
viðvarandi lofthæfi flugvéla
• Umsjón með útgáfu og dreifingu á
ýmsum skýrslum deildarinnar
• Skrá og halda utan um fundagerðir
HÆFNISKRÖFUR
• Stúdentspróf eða sambærilegt
tæknipróf
• Mjög góð íslensku- og enskukunnátta
• Góð almenn tölvufærni í
Excel, Word og Autocad
• Frumkvæði, metnaður og
sjálfstæð vinnubrögð
• Góðir skipulagshæfileikar
• Mikilvægt að viðkomandi hafi áhuga
og einhverja þekkingu á tæknimálum
Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknir óskast fylltar út á
www.icelandair.is/umsokn eigi síðar en 22. júlí.
NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITA:
Unnar Sumarliðason – unnar@its.is
Steinunn Una – unasig@icelandair.is
STARFSMAÐUR Á SKRIFSTOFU Í VERKFRÆÐIDEILD
ICELANDAIR ÓSKAR EFTIR AÐ RÁÐA ÖFLUGAN STARFSMANN
Í TÆKNIÞJÓNUSTU FÉLAGSINS Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI
ZEDRA
Verslunarkjarnanum Fitjum Reykjanesbæ
Enn meiri verðlækkun á
Útsölunni
50 – 70 %
afsláttur
Verið velkomin
Sími 568-8585
Skötumessan 2012 verður haldin í Miðgarði, sal Gerðaskóla í Garði miðvikudaginn 18. júlí nk.
og hefst kl. 19:00. Að venju er gert ráð fyrir miklum
fjölda gesta til að borða hæfilega kæsta skötu, salt-
fisk, plokkfisk og tilheyrandi meðlæti. Eins og áður
er vegleg skemmtidagskrá þar sem fram koma
harmonikuunnendur af Suðurnesjum, Eyjabandið,
Siggi á Háeyri, Jón Berg og fl. gott fólk. List án
Landamæra flytja tónlistaratriði úr Brúðkaups-
nóttinni, Páll Rúnar Pálsson bassasöngvari frá
Heiði í Mýrdal, Árni Johnsen, Einar Mikael sýnir
ótrúlegar sjónhverfingar, Björn Björnsson fv. skóla-
stjóri fer með gamanmál, Jóhannes Kristjánsson
eftirherma og Guðni Ágústsson fv. ráðherra verður
veislustjóri. Þeir eiga eflaust eftir að herma hvor
eftir öðrum félagarnir þegar þeir fá þetta einstæða
tækifæri til að tala saman. Nú er tækifærið fyrir fólk
að sjá og heyra hvor nær Guðna betur, Guðni eða
Jóhannes. Það kemur í ljós á Skötumessunni 2012.
Eins og áður rennur hagnaður Skötumessunnar
að mestu til styrktar fötluðum einstaklingum og
félagasamtökum þeirra. Félagar frá íþróttafélagi
fatlaðra á Suðurnesjum NES og Knattspyrnufélag-
inu Víði hafa aðstoðað við framkvæmd messunnar
eins og starfsmenn frá Vinnuskólanum í Garði
sem hafa aðstoðað við að undirbúa Miðgarð fyrir
veisluna og vonandi verður svo áfram. Frá upp-
hafi hafa Fiskmarkaður Suðurnesja og Skólamatur
ehf. verið helstu stuðningsaðilar Skötumess-
unnar og engin breyting verður á því í ár og er
þeim enn og aftur þakkaður stuðningurinn.
Styrkir frá Skötumessunni 2011, voru afhentir á
Bessastöðum af forseta Íslands, þriðjudaginn 23.
ágúst 2011. Alls voru afhentir styrkir að upphæð
kr. 850.000 krónur og hlutu eftirtaldir aðilar styrk:
Íþróttafélagið NES, Á allra vörum, Jón Margeir
Sverrisson sundmaður í Kópavogi, Hallfríður
Reynisdóttir og sjálfboðaliðar á Garðvangi.
Styrkina fá þeir sem með einum eða öðrum
hætti sinna störfum fyrir sjúka og fatlaða.
Öllum þeim er tóku þátt í Skötumessunni í Garði
2011er þakkað fyrir stuðninginn, hvort heldur var í
framlögðu hráefni, framlagi í skemmtidagskrá og ekki
síður vinnu og hvatningu með margskonar stuðningi
við verkefnið. Helstu stuðningsaðilar 2011 voru:
Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, Skóla-
matur ehf, Axel Jónsson, Víkurfréttir, Fiskmarkaður
Suðurnesja, Sveitarfélagið Garður, Saltver ehf., H.
Pétursson fiskverkun í Garði, Íslenskir sjávarréttir,
Petrína Sigurðardóttir, Guðlaug Helga Sigurðardóttir,
Jóna Hallsdóttir, Theodór Guðbergsson, Ingunn
Pálsdóttir, Árni Johnsen, Halldór Einarsson, Henson,
Hreimur, Bjartmar Guðlaugsson, Raggi Bjarna og
Þorgeir Ástvaldsson, Kolfinna Baldursdóttir og fl.
Ágóði rennur til fatlaðra
barna og unglinga
Rúmlega 100 jarð-
skjálftar á Reykjanesi
Fram kemur á vef Veðurstofunnar, að rúmlega 100 jarðskjálftar hafi mælst á Reykjanesskaga í júnímánuði og um 20 á Reykjaneshrygg
í allt að 90 kílómetra fjarlægð frá Reykjanestá. Skjálftarnir voru á
stærðarbilinu -0,7 til 2,3, sá stærsti varð 7. júní á Reykjaneshrygg.