Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.07.2012, Page 14

Víkurfréttir - 12.07.2012, Page 14
FIMMTUDAGURINN 12. júLí 2012 • VÍKURFRÉTTIR14 Karlar og konur geta aldrei verið vinir því kynlífs-þátturinn flækist alltaf fyrir. Enginn karlmaður getur átt vinkonu sem honum finnst aðlaðandi án þess að girnast hana. Þrátt fyrir að hún hafi ekki áhuga á honum þá svífur kynlífsþátturinn yfir vin- skapnum sem þýðir að þetta gengur aldrei upp. Það er ein undantekning og hún er sú að þegar báðir aðilar eru í sambandi við aðra manneskju þá geta þau átt vini af hinu kyninu því þá er búið að losa um pressuna varðandi kynlíf. En samt eru ekki miklar líkur á að það gangi heldur því manneskjan sem þú ert í sambandi við veltir fyrir sér hvað vanti í sam- bandið ykkar sem kallar á að þú þurfir að eiga vin af gagnstæðu kyni og þegar það er gengið á þig og spurt út í þann vinskap þá eru miklar líkur á því að þú verðir ásakaður um að vera hrifin af vininum. Sem er þegar öllu er á botninn hvolft, líklega rétt, sem færir okkur aftur á byrjunarreit – karlar og konur geta aldrei verið vinir (samtal úr myndinni: When Harry met Sally). Stórkostleg kona er fallin frá. Nora Ephron er manneskjan á bak við myndir eins og Silkwood, When Harry Met Sally, Sleepless in Seattle, You´ve got mail, Julie & Julia o.fl. Ég hefði viljað hitta Noru og spyrja hana út í sam- skipti kynjanna en myndir hennar tóku á því málefni á skemmtilegan, áhugaverðan og raunsannan hátt. Nora lét hafa eftir sér að karlmenn kæri sig ekki um að eiga konur sem vini – því þeir eigi nóg af vinum, en konur vilji aftur á móti eiga karlmenn sem vini því ef þær gætu skilið þá betur væri lífið kannski ekki svona flókið. Hún var sjálf þrígift en mið eiginmaður hennar var rannsóknarblaða- maðurinn Carl Bernstein sem var annar þeirra sem svipti hulunni af Watergate-hneykslinu. Nora skrifaði bókina Heartburn, sem varð seinna að stórmynd með Jack Nicholson og Meril Streep en sagan er byggð á lífi þeirra Bernstein. Þau skildu þegar hann fór að halda við sameiginlega vinkonu sem Nora lýsir á skemmtilegan hátt í bókinni sem manneskju sem líkist gíraffa með ótrúlega stóra fætur. Persónulega finnst mér frábært að eiga karlmanns vini og hef ekki orðið vör við að kynlífsþátturinn hafi svifið, legið eða trónað á annan hátt yfir okkur og kæmi mér gjörsamlega á óvart ef þeir eru að hugsa um hvernig ég lít út á nærbuxunum þegar við ræðum verðlag á bensíni eða forsetakosningarnar. Þrátt fyrir sumarbústaðaferðir, matarboð, kaffi- húsaheimsóknir og langa göngutúra þá hafa mörkin alltaf verið á hreinu. Kannski þarf ég að taka Harry/Sallý umræðuna við þá og fá út úr því skorið í eitt skipti fyrir öll hvort Nora Ephron hafði lög að mæla. Bíðið – síminn hringir: -Anna mín, ætlar þú ekkert að fara að koma upp í sumarbústað til mín, búinn að bjóða þér 10x og aldrei kemur þú! -Jú elsku Jón, fer að koma að þessu. Er að klára grein um samskipti kynjanna og er að taka Harry/Sallý kenninguna fyrir: konur og karlar geta ekki verið vinir af því að kynlífsþátturinn flækist alltaf fyrir! Hei sjáðu okkur – ekki hefur þetta verið vandamálið! -Segðu Anna mín – þessi góði vinskapur til margra ára. Neibb, aldrei neitt vandamál hjá okkur og ég lít frekar á þig sem systur en kynveru! Mundi ekki hvarfla að mér að reyna við þig – ég ætti ekki annað eftir, hahaha- hahahaha (aðeins of löng hlátursgusa hér). -Hei Jón, svona áður en þú kafnar í eigin hláturrokum, ÞAKKA ÞÉR ÞÁ KÆRLEGA FYRIR að slengja þessu svona framan í mig. Ég áttaði mig nú alveg á því að þú værir ekki andvaka vegna drauma um mig og villtar kyn- lífsnætur en alveg óþarfi að gefa í skyn að ég sé bæði óaðlaðandi og ekki í það minnsta kynþokkafull! Sjáum bara til með þessa sumarbústaðaferð, hver nennir svo sem að fá feita og ljóta kerlingu í heimsókn til sín. Vertu blessaður, ég get ekki dílað við þetta akkúrat núna. Guð blessi minningu Noru Ephron! Þangað til næst – gangi þér vel. Anna Lóa Fylgstu með mér - http://www.facebook.com/Hamingjuhornid Þegar Harry hitti Sallý! Örn Ævar Hjartarson varð klúbbmeistari GS í tólfta sinn og endaði 72 holurnar á tveimur undir pari en mótinu lauk 7. júlí. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson og Sigurður Jóns- son sóttu þó hart að Erni á loka- hringnum en hann náði að sigra þó lokahringurinn hafi verið hans lakasti í mótinu. Guðmundur endaði tveimur höggum á eftir Erni og Sigurður þremur. Karen Sævarsdóttir vann í kvennaflokki eftir spennandi keppni við nöfnu sína Guðnadóttur. „Þetta var bara spennandi og skemmtilegt. Þeir Guðmundur og Sigurður þjörmuðu að mér. Sigurður vann fjögur högg af mér á fyrstu fimm holunum og síðan vann Guðmundur fjögur högg af mér á fjórum holum í seinni hring, frá 13. til 16. holu. Hann fékk síðan fugl á 17. holu en ég náði að svara því á sömu flöt þegar ég setti niður 3 metra pútt. Það munaði því miklu að hafa tvö högg í forskot fyrir lokaholuna. Það dugði,“ sagði Örn Ævar, sæll og glaður eftir tólfta sigurinn á meistaramóti GS. Karen Sævarsdóttir hefur ekki keppt lengi á meistaramóti GS en á þó nokkra titla. Hún var þremur höggum á eftir nöfnu sinni Guðna- dóttur fyrir lokahringinn og sá munur var orðinn fimm högg fyrir Guðnadóttur eftir fjórar holur á lokahringnum. Sú „gamla“ ef svo má segja, hélt áfram þó byrjunin hafi verið skrykkjótt og með fugli á 9. braut var hún komin í for- ystusætið með einu höggi. Það var mjög jafnt eftir það en Sævarsdóttir kláraði dæmið og lék lokahringinn á 76 höggum og vann með tveimur á 317 höggum. Karen Guðnadóttir var önnur og lék á 319 höggum. Spennandi keppni var í flestum flokkum. Veðrið lék við kylfinga og 150 manns nutu sín við golfleik. Félagar í Golfklúbbi Suðurnesja eru um 500 og því er það frábær þátt- taka að um þriðjungur félaga hafi verið með í meistaramótinu. Úrslit: Meistaraflokkur karla: Örn Ævar Hjartarson 286 Guðmundur R. Hallgrímsson 288 Sigurður Jónsson 289 Meistaraflokkur kvenna: Karen Sævarsdóttir 317 Karen Guðnadóttir 319 Rut Þorsteinsdóttir 342 1. flokkur karla: Hafliði M. Brynjarsson 307 Garðar K. Vilhjálmsson 310 Óskar Halldórsson 311 2. flokkur karla: Gísli Eiríksson 331 (eftir umspil) Jóhannes Ásgeirsson 331 Sigurður Albertsson 333 3. flokkur karla: Tómas Pálmason 342 Rúnar M. Sigurvinsson 349 Karl D. Magnússon 355 4. flokkur karla: Davíð Ö. Hallgrímsson 365 Kristinn A. Sigurðsson 372 Guðfinnur S. Jóhannsson 383 5. flokkur karla: Jón Guðbrandsson 401 Halldór Guðmundsson 416 1. flokkur kvenna: Elínora G. Einarsdóttir 341 Helga Sveinsdóttir 361 Laufey J. Jónsdóttir 363 2. flokkur kvenna: Þóranna Andrésdóttir 378 Elsa Lilja Eyjólfsdóttir 404 Karitas Sigurvinsdóttir 422 3. flokkur kvenna: Sigrún Haraldsdóttir 506 Eva D. Sigurðardóttir 538 70 ára og eldri karlar: Guðmundur R. Hallgrímsson 267 Sigurður Friðriksson 277 Jón Ólafur Jónsson 277 Drengir 13-14 ára: Róbert S. Jónsson 317 Haukur I. Júlíusson 329 Páll Orri Pálsson 349 Telpur 14 ára og yngri: Kinga Korpak 386 Strákar 12 ára og yngri: Birkir Orri Viðarsson 242 Kristján J. Marinósson 303 Sindri S. Gunnarsson 389 ›› Meistaramót Golfklúbbs Suðurnesja: Örn Ævar vann í tólfta sinn í Leirunni – Karen Sævars kvennameistari Örn Ævar og Karen, klúbbmeistarar GS 2012. Örn Ævar sæll og glaður með tólfta titilinn. Guð- mundur Rúnar Hallgríms- son og Sigurður Jónsson óska honum til hamingju eftir lokapúttið. Verðlaunahafar í öllum flokkum.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.