Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.07.2012, Síða 15

Víkurfréttir - 12.07.2012, Síða 15
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 12. júLí 2012 15 SUMARTILBOÐ Í GOLF FYRIR BÖRN OG UNGLINGA Golfklúbbur Suðurnesja býður öllum 14 ára og yngri (fædd ‘98 og síðar) að gerast meðlimir í golfklúbbnum án endurgjalds Með því að gerast félagi í GS veitist aðgangur að: - Heimasíðunni golf.is og forgjafarskráningu - Fríu eintaki af tímaritinu Golf á Íslandi - Sértilboði á sumarkorti á Jóel, 6 holu æfingarvöllur - Skipulögðum æfingum með golfkennara - Ódýrari bolta á æfingasvæði GS Tilboð þetta gildir aðeins í júlí og ágúst Golfklúbbur Suðurnesja hvetur foreldra og börn að nýta sér þetta frábæra tilboð Skráning í klúbbinn fer fram í golfverslun GS sími 421- 4103, eða með því að senda tölvupóst á gs@gs.is ATVINNA KENNARI ÓSKAST Kennari óskast í Myllubakkaskóla Staða kennara við Myllubakkaskóla er laus til umsóknar.     Starfssvið: • Kennsla á yngsta stigi   Menntunar- og hæfniskröfur: • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla • Metnaður til að taka þátt í framsæknu skólastarfi • Góð mannleg samskipti     Umsóknarfrestur er til 26. júlí nk. Upplýsingar veitir Eðvarð Þór Eðvarðsson verðandi skólastjóri í síma 842-5640. Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Reykjanesbæjar  http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf. AF STAÐ á Reykjanesið - Menningar- og sögutengd gönguhátíð í Grindavík, verður á sínum stað um verslunar- mannahelgina. Í tilefni af því að nú eru 100 ár frá því að hafist var handa við gerð akvegar til Grindavíkur verða gengnar nokkrar gamlar leiðir í og við Grindavík um verslunar- mannahelgina 3. - 6. ágúst. Föstudagur 3. ágúst: Mæting kl. 20 við tjaldsvæði Grindavíkur. Gengið verður með leiðsögn um Járngerðarstaðahverfi, gamla bæjarhlutann í Grindavík í 1-2 tíma. Fróðleikur í Flagghúsinu í lok göngu. Aðgangur ókeypis. Laugardagur 4. ágúst: Mæting kl. 11 við tjaldsvæði Grindavíkur. Genginn verður hluti af gömlu þjóðleiðinni milli Grindavíkur og Voga, Skógfell- astígur. Til baka verður farinn hestaslóði. Gangan tekur um 3-4 tíma. Svæðið býður upp á stór- brotna náttúru, jarðfræði og sögu. Gott er að hafa með sér nesti og vera í góðum skóm. Þátttöku- gjald kr. 1000. Frítt fyrir börn. Í lok göngu verður boðið upp á heilgrillað lamb á teini í Salt- húsinu. Verð kr. 3.100. Sunnudagur 5. ágúst: Mæting kl. 11 við golfskálann í Grindavík. Genginn verður hluti af gömlu þjóðleiðinni milli Grindavíkur og Hafna, Presta- stígur frá Húsatóftum í Eldvörp og Árnastígur til baka. Gangan tekur um 3-4 tíma. Svæðið býður upp á stórbrotna náttúru, jarðfræði og sögu. Gott er að hafa með sér nesti og vera í góðum skóm. Þátttöku- gjald kr. 1000. Frítt fyrir börn. Mánudagur 6. ágúst: Mæting kl. 11 við bílastæði Bláa lónsins - Gengið með leiðsögn um hluta af gömlu þjóðleiðinni milli Grindavíkur og Njarðvíkur, Skipsstígur og með hlíðum Þor- bjarnar til baka. Gangan tekur um 3-4 tíma. Svæðið býður upp á stórbrotna náttúru, jarðfræði og sögu. Gott er að hafa með sér nesti og vera í góðum skóm. Þátttöku- gjald kr. 1000. Frítt fyrir börn. Boðið er upp aðgangseyri, 2 fyrir 1 í Bláa lónið í lok göngu. Leiðsögumaður í ferðum er Sigrún Jónsd. Franklín, gsm 6918828. Nánar upplýsingar um ferðir og/ef um breytingar er að ræða má sjá á www.grindavik.is og facebook „sjf menningarmiðlun". Gönguhátíð í Grindavík um verslunarmannahelgina Logi Gunnarsson landsliðs-maður úr Njarðvík mun færa sig um set í atvinnumennskunni og leika í Frakklandi á næsta tímabili. Logi hefur gert samning við lið Angers sem er lítil borg suðvestur af París. Logi hefur verið í Svíþjóð síðustu tvö tímabil með Solna Vikings og var með tilboð í höndunum um að halda áfram í Svíþjóð. „Angers er flottur klúbbur sem ég þekki ágætlega frá því ég var í Frakklandi hér um árið,“ sagði Logi í spjalli við Karfan.is. Angers er í NM1 deildinni í Frakk- landi sem er þriðja efsta deild og ætla má að sú deild sé sterkari en sú sænska. Logi átti einnig í við- ræðum við lið á Ítalíu en þegar allt kom til alls þá var það Frakkland sem varð ofan á. „Ég tel mig eiga mörg góð ár eftir og vil vera í atvinnumennskunni eins lengi og skrokkurinn leyfir,“ sagði Logi ennfremur við Karfan.is Vegna opnunar á Húsatóftavelli í 18 holur kemur fram á heimasíðu GG að kylfingar eru þó beðnir um að sýna umburðarlyndi gagnvart nýju brautunum þar sem spretta á þeim hefur ekki verið samkvæmt væntingum og áætlunum vegna mikilla þurrka síðustu vikur. Vegna þessa verða leyfðar færslur á sáðu svæði á brautum 5, 6, 7, 8 og 18 (þrjár þeirra eru par 3 holur). Um helgina verður upphafsteigur á 18. braut þar sem leikið verður frá gamla skálanum. Nýi skálinn verður síðan tekinn í notkun um og eftir helgi. Samhliða þessu verður tekin upp rástímaskráning á golf.is. Félagar í GG hafa 3ja daga fyrirvara á skráningu á meðan aðrir gestir hafa dags fyrirvara. Með þessu hverfur óvissa fyrir gesti Húsatóftavallar varðandi bókanir á völlinn og betri yfirsýn með skráningum og umferð um völlinn. Kylfingar sýni umburðarlyndi gagnvart nýju brautunum Logi til Frakklands Það er allt á uppleið hjá Grindavík eftir brösugt gengi í Pepsi-deildinni í karlaknattspyrnunni í sumar. Liðið vann sinn fyrsta leik í síðustu viku þegar heimamenn í Grindavík fóru með 2:0 sigur af lánlausum Valsmönnum. Þá eru Grindvíkingar einnig komnir í undanúrslit Borgunarbikarsins, sem er bikarkeppni KSÍ eftir 0:3 sigur á Víkingi á sunnudagskvöld. Meðfylgjandi mynd er úr sigurleik Grindvík- inga gegn Valsmönnum og hér er engu líkara en karate-hetja sé að taka glæsistökk. Fyrsti sigurinn og komnir í undanúrslit bikarsins

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.