Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.2007, Qupperneq 10

Ægir - 01.10.2007, Qupperneq 10
10 okkur töluvert. Vegna geng- isskráningarinnar erum við að fá um 100 krónum minna fyr- ir kílóið af bleikjunni í Banda- ríkjunum en áætlanir okkar gerðu ráð fyrir. En eftir sem áður erum við ekki í vanda staddir hvað þetta varðar og ég hef fulla trú á því að geng- ið muni leiðréttast áður en langt um líður. En burtséð frá genginu háir okkur hvað mest núna að við höfum ekki getað fengið nógu mörg laxa- seiði í eldið. Við erum hér með seiðastöð, en þar er ekki framleiðslugeta fyrir þann seiðafjölda sem við þurfum. Þess vegna þurfum við að kaupa viðbótarseiði. Árin 2005 og 2006 var sett á sölu- bann á seiðum og við fengum engin seiði þá, sem þýðir að núna erum við í raun bara á hálfum afköstum í laxeldinu, sem er mjög bagalegt. Við lát- um hins vegar ekki deigan síga og um mitt ár 2009 sjáum við fram á að vera komnir í eðlilega framleiðslu á laxi. Í ár munum við framleiða um 250 tonn af laxi, en sam- kvæmt starfsleyfi okkar meg- um við framleiða 500 tonn af laxi og 200 tonn af bleikju. Sem þýðir með öðrum orðum að við erum í fullum afköst- um í bleikjunni en aðeins á hálfum afköstum í laxinum sem stendur.“ Kjöraðstæður til fiskeldis - Af hverju haldið þið áfram í laxeldinu á sama tíma og all- ar aðrar stöðvar eru hættar? „Við mörkuðum þá stefnu árið 2004 að við myndum halda sama dampi í laxinum og bæta bleikjunni við. Við höfum ekki horfið frá þeirri stefnumörkun. Laxeldi hér hefur gengið ágætlega og það hefur myndað það sem kalla má grunninn í þessu fyrirtæki. Hér hefur byggst upp mikil þekking á laxeldi í gegnum tíðina og í henni eru fólgin mikil verðmæti sem ástæðu- laust er að kasta frá sér þótt við séum núna að glíma við tímabundna erfiðleika vegna skorts á seiðum. Við höfum selt allan okkar lax á inn- anlandamarkaði, erum með fasta og trausta viðskiptavini sem við viljum þjóna sem best. Þetta eru fyrst og fremst vinnslur og fiskbúðir. Við fluttum ekkert út af laxi í fyrra, en útflutningurinn árið 2005 var 12 tonn og árið 2004 24 tonn. Með samdrætti í framleiðslu á laxi hér á landi á síðustu misserum hefur skapast mikið svigrúm á inn- anlandsmarkaði og við mun- um reyna að fylla upp í þann markað eins og við getum. Ég reikna með að innanlands- markaðurinn sé eitthvað á annað þúsund tonn og þó svo að við komumst í 500 tonna framleiðslu getum við ekki annað nema kannski um 40% af innanlandsmarkaði.“ - Sú staðreynd blasir þá við að Rifós er að verða eina lax- eldisstöð landsins? „Já, það er rétt. Ástæðan er kannski fyrst og fremst sú að hér eru kjöraðstæður til fisk- eldis. Eldið er í sjávarlóni og eitthvað af heitu vatni streym- ir út í lónið sem gerir það að verkum að hitinn fer aldrei jafn neðarlega og úti í sjó. Einnig streyma um nítján rúmmetrar á sekúndu af fersku vatni inn í lónið úr uppsprettu hér í botni lóns- ins. Ferskvatn er í efri lögum lónsins en saltvatn í neðri lögum. Við eigum ekki á hættu að fá sníkjudýr hingað inn eins og marglyttu vegna mikils útstreymis úr lóninu. Þessi skilyrði eru betri fyrir laxinn en víða annars staðar hér á landi en einkum eru þetta kjöraðstæður fyrir bleikj- una.“ Réttu megin við núllið Rekstur Rifóss hefur alltaf gengið vel og fyrirtækið verið rekið réttum megin við núllið. Hlífar segir að ekki þurfi að hafa um það mörg orð að Rif- ós sé ákaflega mikilvægt fyr- irtæki fyrir byggðarlagið, en í Kelduhverfi búa sem næst 100 manns og byggja að stærstum hluta á sauðfjárrækt. Fiskeldið er þar kærkomin viðbót. Núna eru 15 ársverk hjá Rifósi, bróðurpartur starfs- manna er úr sveitinni, en einnig frá Húsavík. Starfs- mennirnir skiptast á seiðaeld- isstöðina, matfiskeldið og slátrun, en slátrað er alla virka daga – til skiptis bleikju og laxi. Sem fyrr segir flytur Rifós út bleikju á Bandaríkjamark- að. Um er að ræða fersk bleikjuflök sem er pakkað í frauðkassa fyrir flug vestur um haf. Um 80% framleiðsl- unnar fara á Bandaríkjamark- að og einnig lítillega á mark- L A X E L D I Starfsmenn hjá Rifósi gera hér að laxi. Sláturhús Rifóss. Bæði laxi og bleikju er slátrað í hverri viku.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.