Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2007, Síða 32

Ægir - 01.10.2007, Síða 32
32 þessara skipa dróst síðan aft- ur saman. Vegna þess hversu brýnt var að endurnýja íslenska fiskiskipastólinn var ráðist í smíði 50 stálskipa í Austur- Þýskalandi fyrir Íslendinga á árunum 1956 til 1967. Þessi skip voru smíðuð samkvæmt smíðalýsingum Hjálmars R. Bárðarsonar. Öll þessi skip reyndust vel til veiða og ágæt sjóskip. Þau áttu drjúgan hlut í atvinnuuppbyggingu víða um land. Enn skal aðgát höfð á sjó! Í lokaorðum bókar sinnar segir Hjálmar, sem er 89 ára að aldri: „Ef litið er til baka til þess tímabils sem hér er rakið í þróun íslenskra fiskiskipa á nokkrum fyrstu áratugunum eftir síðari heimsstyrjöldina, þá er greinilegt að margt er orðið verulega breytt. Þó er náttúran söm við sig, og allt það sem hér er sagt varðandi stöðugleika skipa, sjóhæfni, veðurfar, sjólag og siglingu er sígilt. Nú á árinu 2007 eru litlu drekkhlöðnu síldveiði- skipin með síldarfarm á opnu þilfari algerlega horfin. Slétts- úðuðu tréfiskiskipin, sem einu sinni voru dæmigerðir landróðrarbátar 30-100 brúttó- rúmlestir eru varla til lengur nema á minjasöfnum og ein- staka bátar sem notaðir eru til hvalaskoðunarferða fyrir túr- ista. Síldveiðiskipin eru orðin tveggja þilfara skip, sum stærri en togararnir voru áður og skuttogarar og fjölveiði- skip eru sum hver fullkomin verksmiðjuskip, sem fullvinna aflanna í neytendapakkning- ar. Í stað gömlu gerða land- róðrabátanna eru nú víða komnir hraðskreiðir plastbát- ar, margir um 15 brl. og sum- ir yfirbyggðir svo nánast öll vinna fer fram í skjólgóðu rými. En einmitt vegna þess- ara miklu breytinga á fiski- skipum og búnaði þeirra er fróðlegt að líta um öxl og minnast liðinna áratuga. Muna skal þó enn að aðgát skal höfð á sjó.“ N Ý B Ó K Góð þjálfun í þýsku „Á austurþýsku skipasmíðastöðvunum var fastmótað skipu- lag. Allt var nákvæmlega teiknað á vinnuteikningum á teiknistofunni, þannig að enginn starfsmaður sem átti að vinna verkið á smíðastað þyrfti að tefja sig á því að hugleiða hvernig skyldi gera hlutina. Það hvíldi þannig mikil ábyrgð á tæknimönnum stöðvanna, og þar voru starfandi margir ágætlega menntaðir menn í ýmsum sérgreinum. Ef um vafa- atriði var að ræða var það tekið til ákvörðunar á fundum með okkur Íslendingunum. Á þessum fundum sátum við oftast Gunnar Friðriksson og ég, en stundum líka Eggert Kristjánsson lögfræðingur, sem var framkvæmdastjóri fyr- irtækisins Desa. Ef um fjármál var að ræða var stundum töl- uð enska, en um tæknimál var alltaf rætt á þýsku, því tækni- mennirnir voru yfirleitt ekki færir um að nota ensku. Þessir fundir á skipasmíðastöðvunum urðu þannig einhver besta þjálfun mín í þýsku sem á varð kosið.“ Austur-þýsku stálfiskiskipin „Ekkert virtist því til fyrirstöðu að fá smíðuð stálfiskiskip í Austur-Þýskalandi, sem að gæðum jafnist á við það sem annarsstaðar fékkst. Hinsvegar voru skipagerðir þær, sem þá (1956) voru smíðaðar í Austur-Þýskalandi ekki hentugar ís- lenskum staðháttum, og myndi þurfa að leggja fram tölu- verða vinnu af beggja aðila hálfu til að ganga frá málum þannig að allt yrði að okkar vilja. Austur-Þjóðverjar höfðu tjáð sig reiðubúna til að smíða skip að okkar ósk eftir ís- lenskum teikningum, en vegna fjöldaframleiðsluaðferðar þeirra við smíðina, hentaði þeim best að minnst 10 skip yrðu smíðuð eins. Þyrfti því að samræma íslenskar óskir um stærð og búnað skipanna, þannig að þau yrðu sem flest eins.“ Togskipið Guðmundur Péturs ÍS 1, fyrsta skipið af gerð HRB-42, við komuna til Reykjavíkur. Mynd: Hjálmar R. Bárðarson. Hér er Eldborg GK 13 eftir sjósetningu í Slippstöðinni á Akureyri 22. júlí 1967.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.