Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.2007, Qupperneq 20

Ægir - 01.10.2007, Qupperneq 20
20 „Fiskneysla hefur aukist hröð- um skrefum á undanförnum árum sem helst í hendur við sífellt aukna vitund almenn- ings fyrir hollustu. En fólk í dag gerir kröfur um annað og meira en bara saltfisk og soðningu, enda þótt slíkt standi alltaf fyrir sínu. Með auknum ferðalögum landans erlendis hafa hverskonar salt- fiskréttir sem matbúnir eru á framandi máta slegið í gegn og lasange með ýsu er einnig orðið mjög vinsælt í verslunum okkar,“ segir Ólafur Tryggva- son, markaðsstjóri Fiskisögu. Fiskisaga er nýtt og áber- andi fyrirtæki sem hefur vax- ið hröðum skrefum á und- anförnum misserum, en undir þess merkjum eru reknar ell- efu fisk- og sælkerabúðir á höfuðborgarsvæðinu. Fyr- irtækið er í eigu fárfestinga- félagsins Nordic Partners. Fiskur, kjöt og ostar “Hugmyndin með stofnun Fiskisögu var að skapa nýj- ung á íslenskum matvöru- markaði og vera í fremstu röð,” segir Ólafur Tryggva- son. „Þannig fóru eigendur fyr- irtækisins á stúfana og keyptu nokkrar fiskbúðir hér á Reykjavíkursvæðinu. Í fram- haldinu keyptum við Gallerí Kjöt við Grensásveg og Osta- búðina við Bitruháls fyrr á þessu ári. Við munum áfram keyra á þessum vörumerkjum en hugmyndafræðin er sú að verslanir okkar verði í fyll- ingu tímans heildstæðar sæl- kerabúðir þar sem fáist gæða- kjöt, fiskmeti og úrvalsostar. Nú þegar eru verslanir okkar við Höfðabakka og Grens- ásveg í Reykjavík reknar með þessum hætti og senn bætist verslunin við Sundlaugaveg í hópinn. Þær verslanir sem við höfum opnar nýjar á þessu áru eru við Tjarnarvelli í Hafnarfirði og Búðakór og Dalveg í Kópavogi, en við þá síðastnefndu erum við með veitingastaðinn Eldhúsið.” Þorskurinn í hávegum Ólafur Tryggvason segir mat- vörumarkaðinn á höfuðborg- arsvæðinu hafa breyst mikið á undanförnum misserum. Lágvöruverðsverslanir á borð við Bónus og Krónuna hafi valdið straumhvörfum í versl- unarháttum. „Margir fara í lágvöruverðverslanirnar og kaupa þar ýmiskonar þurr- vöru og slíkt, en fara síðan í sérverslanir og kaupa þar F I S K B Ú Ð I R Fisk­isaga er stórveldi með ellefu verslanir á höfuðborgarsvæðinu: Sjávarfang fyrir sælkerana Fjárfestingafélagið Nordic Partners sem á og rekur Fiskisögu kemur víða við. Fyrirtækið er einn stærsti eigandi fasteigna í Lettlandi. Raunar er félagið býsna umsvifamikið þar í landi; rekur gríðarstóra kex- og kökuverksmiðju en kemur einnig að framleiðslu sælgætis, drykkjarvara og annara tilbúinna matvæla. Sömuleiðis hefur félagið komið að sambærilegum verkefnum í Póllandi og Lettlandi. Aðaleigendur Nordic Partners eru fjórir, það er Gísli Reyn- isson sem forstjóri, en hinir eru Jón Þór Hjaltason, Bjarni Gunnarsson og Lettinn Daumant Vitols. Það eru þessir kapp- ar sem keyptu danska hótelkeðju í september sl., m.a. hið fræga Hotel D´Angleterre við Kóngsins Nýja torg í Kaup- mannahöfn, auk þess sem þeir eiga og reka veitingastaði og lúxusíbúðir í borginni við Eyrarsund. Viðfangsefni Nordic Partners eru því, með öðru, Englahótelið við Eyrarsund og íslenskur fiskur. Englahótel og íslenskur fiskur Hotel D´Angleterre í Kaupmannahöfn. Sömu eigendur að því og Fiskisögu. Mynd: -sbs „Kröfur um annað og meira en bara saltfisk og soðningu,“ segir Ólafur Tryggvason markaðsstjóri Fiskisögu.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.