Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2007, Blaðsíða 38

Ægir - 01.10.2007, Blaðsíða 38
3 F R É T T I RL A X V E I Ð I veiðibati varð í Aðaldalnum og vonast menn til þess að ýmiss konar verndunar- aðgerðir muni á næstu árum skila ánni fyrri frægð. Sum- arveiðin varð tæpir 1180 lax- ar en það er þó ekki mikið yfir meðaltali síðustu tíu ára. Í Þistilfirðinum eru nokkr- ar skemmtilegar laxveiðiár og nægir þar að nefna Sval- barðsá, Sandá og Hafralónsá. Árangurinn í sumar var við- unandi og til marks um það má nefna að 260 laxar veidd- ust í Sandá sem er nánast sami afli og tvö árin þar á undan. Af einhverjum ástæð- um virðast Þistilfjarðarárnar ekki ná sama flugi og Vopna- fjarðarárnar, sem þó eru ekki langt undan, og meðal skýr- inga sem nefndar hafa verið er að mikil þorskgengd hefur verið í Þistilfirðinum mörg undanfarin ár og vel má vera að þorskurinn hafi höggvið skörð í gönguseiðastofna ánna. Einhverjar albestu lax- veiðiár landsins eru í Vopna- firði og þær eru jafnframt á góðri leið með að verða þær dýrustu. Í Selá veiddust 2225 laxar og þótt það sé tæplega 500 löxum minna en árið á undan þá er þetta frábær út- koma og vel yfir meðaltali síðustu tíu ára. Veiðin í Hofsá var einnig góð þótt áin dali um tæplega 600 laxa á milli ára. Mikil laxgengd hefur ver- ið í báðar árnar síðustu sum- ur og ljóst er að hægt væri að auka veiðina til muna ef ekki væru settar skorður við þeim fjölda laxa sem veiðimenn mega hafa með sér heim. Austurland Víkur þá sögunni austur og suður í Breiðdal. Þar hefur fiskræktarátak skilað ágætum árangri og veiðin í sumar var góð þótt ekki næðist að jafna árangur síðasta árs. Veiðin er samt langt fyrir ofan tíu ára meðaltal. Góður gangur var í laxveiðinni í Laxá í Nesjum í Hornafirði en þar veiddust 182 laxar þótt áin yrði ekki laxgeng fyrr en komið var fram í september. Suðurland Á Suðurlandi er það fyrst og fremst hin stórkostlega veiði í Rangánum sem vekur athygli og er þá sama hvort miðað er við heildartölu VMST eða veiðitölur LV. Eystri-Rangá bætti sig um hvorki meira né minna en rúmlega 5000 laxa á milli ára og í Ytri-Rangá/ Hólsá var aukningin rúmlega 2100 laxar en þó var sett veiðimet í ánni sumarið 2006. Af öðrum ám á Suðurlandi vekur athygli að veiðin var döpur í Stóru-Laxá eftir met- veiði 2006. Viðvarandi vatns- leysi er talin helsta skýringin. Góð veiði var á Iðu í Hvítá sem og uppi í Tungufljóti þar sem ræktunarátak hefur verið í gangi. Ljóst er að bæði veiðisvæði njóta þess árang- urs sem Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur náð með uppkaupum netalagna í Hvítá og Ölfusá. Það gerir einnig Sogið en þar tók veiðin mik- inn kipp í sumar og hefur ekki verið betri í um tvo ára- tugi. Við Breiðdalsá. Mynd: Jón Ársælsson Fengsælir veiðimenn við Ytri-Rangá, þar sem óhætt er að segja að hafi verið mokveiði sl. sumar. Mynd: Jón Ársælsson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.