Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2007, Blaðsíða 29

Ægir - 01.10.2007, Blaðsíða 29
2 urinn 1902–1903 var harður og langur. Fyrstu dagana í febrúar kom hafísinn og spennti norðurströndina hel- greipum þar til í apríllok. Þá fór að grisja í hann, og hann fór að lóna frá ströndinni. Hákarlaskúturnar fóru að leggja út, því að þær höfðu lengi beðið færis. Og þeim tókst að smeygja sér áfram norðvestur á bóginn til mið- anna. Þá bar það til tíðinda í Siglufirði fyrstu daga maí mánaðar, að allstóru seglskipi var beitt hér inn á fjörðinn. Enginn bar kennsl á skip þetta, og það kom öllum að óvörum. Enginn vissi nein deili á erindum þess. Skipið var fullfermt, og hár búlki var á þilfarinu. Er inn kom á fjörðinn, dró skipið að hún norska fánann með sænska sambandsmerkinu. Það lagð- ist fyrir akkeri þar fram af, sem nú er elzta síldarverk- smiðja ríkisins, S. R. 30. Nafn skipsins var Cambria. Það var hlaðið trjáviði. Það var efni í fyrstu síldarsöltunarstöð Siglu- fjarðar, fyrstu síldarbryggjuna, fyrsta síldarsöltunarpallinn og fyrsta síldarsöltunarbirgðahús- ið.“ Þetta var byrjunin. Síðar var von á skipi með síldarafla: „Hugir bæjarbúa voru hlaðnir ofvæni. Margs konar lausa- fregnir og kviksögur gengu manna á milli um allt þetta, sem í vændum var. Einn hafði heyrt þetta, annar hitt. En allir þóttust vita talsvert – og meira en lítið sumir. En að veiða síld úti á reginhafi. Nei, það var ekki vert að leggja mikinn trúnað á slíkt. Mönn- um var svo sem vel kunnugt um það, að síld var veidd í landnætur eða lása og lagnet. Það var svo sem hægðarleik- ur. En að hægt væri að hand- sama síldina af stórskipum úti á yztu miðum og langt þar fyrir utan. Æ, nei, það var ekki vert að leggja mikinn trúnað á slíkt. Það náði engri átt.“ Lýsing Ole á þessum at- burði er svo lifandi að lesandi með heilbrigt ímyndunarafl hugsar: Já, svona hlýtur þetta að hafa verið. – Frásögn hans af því þegar þetta fyrsta síld- arskip kemur loks til Siglu- fjarðar 8. júlí 1903 er jafntrú- verðug: „Allir vilja fagna sem bezt hinu komandi skipi. Menn flykkjast niður á mal- arkamb og niður á hina nýju bryggju og pallinn upp af henni. Skipið mjakast of- urhægt inn fjörðinn og varpar akkerum fram undan nýju bryggjunni. Báti er skotið út frá skipinu, sem ber nafnið Marsley. Báturinn rennir að bryggju. Skipstjórinn stígur á land. Um það voru allar kon- ur, er þarna voru staddar, sammála, að skipstjórinn, sem þarna kom neðan bryggjuna, væri langfallegasti Norðmað- urinn, sem nokkru sinni hefði fótum stigið á siglfirzka grund. Hann var um þrítugt, hár og íturvaxinn, ljós yfirlit- um og norænn á svip. Hann hét Ole Myrset. En þarna á malarkambinum voru saman komnir því nær allir íbúar Siglufjarðarþorps, ungir og gamlir, enda var nú fólks- fjöldinn ekki mikill í þá daga. Allir vildu fagna og heilsa hinu nýja skipi … og það er byrjað samstundis. Allt kemst á flug og ferð kringum nýju bryggjuna. Þar er margt af starfsfúsum Siglfirðingum, ungum og gömlum, konum og körlum. Það er engu líkara en hið nýkomna skip spúi úr sér tunnunum, ýmist tómum eða fylltum af salti. Óslitinn tunnustraumur liðast upp eftir bryggjunni, og snjóhvítir stafl- ar tómra tunna, og salttunnuf- lekkir, þjóta upp, ofan við söltunarpallinn. Og er þannig hafði gengið um stund, hófst sá starfinn, sem mest var um verður: Fyrsta hafsíldin, sem veidd var á djúpmiðum, er affermd til söltunar á Siglu- firði.“ Ole Tynes þekkti alla þá sem lifðu þennan atburð. Hann endar frásögn sína af þessum sögulega og umskap- andi degi þannig: „Klukkan eitt miðnættis er fyrsta siglf- irzka hafsíldin komin í salt. Fólkið er að hætta og þvo sér og þrífa sig. Þá kemur skip- stjórinn með tvær litlar skjóð- ur. Hann ber sína í hvorri hendi. Hann sezt á tóman síldarstamp og hefur hreina S Í L D A R S A G A N  4 To nn 18 68 18 69 18 70 18 71 18 72 18 73 18 74 18 75 18 76 18 77 18 78 18 79 18 80 18 81 18 82 18 83 18 84 18 85 18 86 18 87 18 88 18 89 18 90 18 91 18 92 18 93 18 94 18 95 18 96 18 97 18 98 18 99 19 00 19 01 19 02 19 03 19 04 19 05 19 06 19 07 19 08 19 09 19 10 19 11 20.000 19.000 18.000 17.000 16.000 15.000 14.000 13.000 12.000 11.000 10.000 9.000 8.000 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 Saltsíldarútflutningur 1868–1911 Heimildir: Hagstofa Íslands var stofnuð 1912 og hefur allt síðan þá gefið reglulega út verslunarskýrslur sem eru meginheimildir allra taflna sem sýna útflutning eftir stofnun hennar. Fyrir daga Hagstofu var skýrslugerð lausari í böndum og birtust skýrslurnar í ýmsum ritum sem hér segir: 1849 og 1855–1872: Skýrslur um landshagi á Íslandi. 1873–1875: Stjórnartíðindi fyrir Ísland, B - deild 1876–1897: Stjórnartíði di fyrir Ísland, C - deild. 1898–1907: Landshagsskýrslur fyrir Ísland. 1908–1911: Verslunarskýrslur Íslands. Skýrslur um útflutning voru heldur ónákvæmar fyrstu ár síldveiðanna en venjulega var reynt að leiðrétta heildartölur eftir á. Útflutningsgjald var lagt á síld frá og með 1882 og frá 1886 var útflutningsgjaldarei ningur birtur sem leiðrétting á verslunarskýrslunum. Árin 1905–1910 fór eitthvað úrskeiðis hvað varðar útflutningsgjaldareikninginn og birtust þar rangar tölur. Þær voru loks leiðréttar í formála fyrstu verslunarskýrslna Hagstofunnar, þ.e. 1912. Loks má geta þess að útflutningstala saltsíldar árið 1883 er fjarri öllu lagi í verslunarskýrslunum en er leiðrétt hér samkvæmt heimildum í blöðum þess árs og heimildum norsku hagstofunnar sem birtust í bók Kari S. Hovlands, Norske seilskuter på Islandsfiske. Heimildir eru því sem hér segir: 1868–1882: Verslunarskýrslur 1883: Aðrar heimildir, einkum norskar. 1884–1885: Verslunarskýrslur. 1886–1904: Útflutningsgjaldareikningur 1905–1911: Formáli Verslunarskýrslna 1912. Gert er ráð fyrir 85 kg í hverri tunnu þar sem umreikna þurfti.  Þ ús un d to nn 800 750 700 650 600 550 500 450 400 350 300 250 200 150 100 50 0 19 42 19 43 19 44 19 45 19 46 19 47 19 48 19 49 19 50 19 51 19 52 19 53 19 54 19 55 19 56 19 57 19 58 19 59 19 60 19 61 19 62 19 63 19 64 19 65 19 66 19 67 19 68 19 69 19 70 19 71 19 72 19 73 19 74 19 75 19 76 19 77 19 78 19 79 19 80 19 81 19 82 19 83 19 84 19 85 19 86 19 87 19 88 19 89 19 90 19 91 19 92 19 93 19 94 19 95 19 96 19 97 19 98 19 99 20 00 Heimildir: Útvegur 1993, Hagstofa Íslands. Síldarafli Íslendinga 1942–2000 Óskar Halldórsson á síldarplani sínu á Siglufirði. Hann var einn af helstu braut- ryðjendum síldarvinnslunnar og frumkvöðull Síldarverksmiðja ríkisins. Þjóðsagna- persóna í lifanda lífi, alltaf með eitthvað nýtt á prjónunum og iðulega skrefi á undan öðrum mönnum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.