Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2007, Blaðsíða 16

Ægir - 01.10.2007, Blaðsíða 16
1 S A G A N Sérstaða GásakaupstaðarÞað sem er sérstakt við Gásakaup- stað er að hann er best varð- veitti miðaldakaupstaður á Ís- landi og þótt víðar væri leit- að. Hliðstæður má finna í Skandinavíu, við Eystrasalt, í Rússlandi og á Bretlandseyj- um. Gásakaupstaður var veigamesti kaupstaður á Norðurlandi á miðöldum og rannsóknir hafa sýnt að þar var verslað allt fram á 16. öld. Þar fór fram bæði inn- og út- flutningur og verslað var með dýra vöru á borð við brenni- stein og fálka. Á Gásum fór fram bæði handverk og iðn- aður þar sem brennisteinn var hreinsaður og smíðað var úr járni og kopar. Síðast en ekki síst var Gásakaupstaður komu- og brottfararstaður. Gásir eru friðlýstar og í umsjá Fornleifaverndar rík- isins. Árósar Hörgár eru á náttúruminjaskrá og sömu- leiðis votlendi vestan Gáseyr- ar. Stærsta sjávarfitjagróð- ursvæði í Eyjafirði er á svæð- inu og plöntur af válista, maríulykil og flæðalófót, er þarna að finna. Afar fjölskrúð- ugt fuglalíf er á svæðinu. Fyrstu ritaðar heimildir frá 1162 „Fyrstu ritaðar heimildir um Gásakaupstað eru frá 1163,“ segir Kristín Sóley Björnsdótt- ir, verkefnisstjóri svokallaðs Gásaverkefnis. „Talið er að Gása sé fyrst getið 1163 í Sturlungu þegar sagt er frá því að Ari Þorgeirsson, faðir Guðmundar biskups góða, kom á knörr frá Noregi að Gásum. Heimildir um Gásir er að finna í ýmsum söguleg- um heimildum s.s. Biskupa- sögum, annálum Íslendinga- sögum, þar sem greint er frá utanferðum frá Gásum og kaupmenn og biskupar séu að koma að Gásum. Verslunarstaðir voru gjarn- an í nálægð við þingstaði og þingstaðurinn hér á þessum tíma var í Vaðlaheiðinni – Vaðlaþing. Hugsanlegt er að það hafi verið persónulegur ávinningur Guðmundar dýra, sem bjó í Öxnadal, að verslun hófst á Gásum og einnig hafði það sitt að segja að skipalægi var gott á Gásum Síðar er talið að skriðuföll í Hörgárdal og framburður úr Hörgá hafi gert það verkum að skipalægi breyttist mjög til hins verra. Á 14. öld jókst einnig gildi sjávarfangs í út- flutningi og verstöðvar risu fyrir vestan og sunnanlands. Fjarlægð frá þeim kann að hafa dregið úr siglingum að Í síðasta Ægi var greint frá ráðstefnu í Reykjavík um strandminjar, þar sem margt athyglisvert bar á góma. Meðal annars var rætt um fornleifauppgröft við sjávarsíðuna, sem óhætt er að segja að sé óplægður akur hér á landi. Á ráðstefnunni var m.a. vitnað til þess merka verkefnis sem hefur verið í gangi undanfarin ár og felst í því að grafast fyrir um og skýra út miðaldakaupstaðinn að Gásum við vestanverðan Eyjafjörð – 11 kílómetrum norðan Akureyrar. Í sama blaði var greint frá öðrum stórmerkum fornleifaupp- greftri á Vestfjörðum, nánar tiltekið á Ströndum, þar sem sjónum er beint að hvalveiðum Baska á öldum áður. En hér og nú skal gerð grein fyrir Gásakaupstað og stórhuga hugmyndum um uppbyggingu þar á næstu árum. Svona geta menn sér til að þorp í miðaldakaupstaðnum á Gásum hafi í stórum dráttum litið út. Teik­ning: Þórhallur Kristjánsson. Miðaldakaupstaður endurvakinn á Gásum – samk­væmt stórhuga hugmyndum sem fyrir liggja – Gásir við vestanverðan Eyjafjörð eru í hópi merk­ustu minjastaða á landinu

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.