Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2007, Blaðsíða 42

Ægir - 01.10.2007, Blaðsíða 42
2 K R O S S G Á T A V É L S T J Ó R A R Á þingi Norræna vélstjórasam- bandsins (NMF), sem er sam- nefnari meira 27.000 vélstjóra á Norðurlöndum og Félag vél- stjórnar- og málmtæknimanna á aðild að, í október sl., kom fram að mikill skortur er á vél- stjórum og framtíðarþörf fyrir nýliðun í stéttinni verður mjög mikil. Í samþykkt þingsins koma fram áhyggjur með stöðu mála, enda geti skortur á vél- stjórum leitt til þess að dregið verði úr kröfum um menntun og þjálfun vélstjóra. Í tilkynn- ingu frá Norræna vélstjóra- sambandinu kemur fram að þegar upp komi skortur á vél- stjórum megi búast við að dregið verði úr kröfum um menntun vélstjóra um borð í fiskiskipum, sem aftur geti mögulega leitt til þess að ör- yggið um borð minnki til muna. „Á útgerðarmönnum hvílir því mikil ábyrgð, ekki síst hvað varðar það að kynna stéttina, vekja áhuga á starf- inu og taka höndum saman um að fjölga nemum og ný- liðum í stéttinni. Skapa áhuga hjá ungu fólki bæði á mennt- uninni og störfunum að námi loknu. Í dag kýs mikill fjöldi vélstjóra að starfa ekki á sjón- um að loknu námi þess í stað við hin fjölbreyttustu störf sem bjóðast í landi að námi loknu. NMF horfir jákvæðum augum á allar tilraunir sem gerðar eru til þess að auka áhuga fyrir starfinu og hvetja unga vélstjóra til að gera vél- stjórastarfið að framtíðarstarfi sínu. NMF vill vekja sérstaka athygli á því að í íslenska fiskiskipaflotanum hafa kom- ið upp nokkur tilvik þar sem útgerðarmenn fiskiskipa hafa fækkað vélstjórum á grund- velli heimildar um tímabund- ið mannlaust vélarúm, en áfram látið vélstjórana standa vakt allan sólarhringinn. Af því tilefni tekur þingið skýrt fram að heimildin ein og sér er ekki forsenda til þess að fækka vélstjórum, þess í stað verður að reka vélarúmið án vaktar í allt að 12 klst á sól- arhring til þess að tilætlaður ávinningur náist. Þingið for- dæmir fækkun án breytinga á vaktstöðu þar sem með því er verið að rýra bæði öryggi skips og áhafnar,“ segir orð- rétt í tilkynningu frá Norræna vélstjórasambandinu. Norræna vélstjórasambandið: Áhyggjur af skorti á vélstjórum Norræna vélstjórsambandið hefur áhyggjur af því að mikill skortur sé á vélstjórum á sama tíma og framtíðarþörf fyrir nýliðun í stéttinni verður mjög mikil.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.