Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2007, Blaðsíða 27

Ægir - 01.10.2007, Blaðsíða 27
27 arinnar, svo sem bræðslu, frystingu og niðurlagningu, og ýmsum þáttum sem henni tengdust. Þar, eins og í veið- unum, urðu breytingarnar ör- ar, en mestu máli skipti að ta- kast skyldi að koma skipulagi á sölumál saltsíldarinnar. Sagt er frá aflaskipum og aflakóng- um og skráðir annálar síld- arsögunnar. Þar er ennfremur að finna tölfræði, skrár og fleira efni. Ánægður með útkomuna „Ég hef viljað orða það svo að þetta séu sex kíló af sögu- legum fróðleik. Að mínu mati er hér um stórvirki að ræða og þegar upp er staðið er ég ánægður með hvernig til hef- ur tekist,“ segir Einar Matth- íasson hjá Nesútgáfunni, sem gefur bækurnar út. Nesútgáf- an kom að verkinu í byrjun þessa árs, en lengi vel var Fróði með verkið á sinni könnu, en eftir að sú útgáfa lagði upp laupana var verk- efnið í uppnámi þar til Nes- útgáfan, sem síðustu ár hefur einbeitt sér að útgáfu lista- verkabóka, tók það að sér. Í vinnslu í meira en tuttugu ár Hreinn Ragnarsson, sagnfræð- ingur á Laugarvatni, hefur rit- stýrt bókunum á síðari stig- um, en Steinar J. Lúðvíksson ritstýrði verkinu framan af. Hreinn skrifaði á sínum tíma Cand Mag ritgerð í sagnfræði- námi sínu við Háskóla Íslands um sögu síldveiða og – vinnslu við Ísland frá alda- mótunum 1900 til um 1935. Ritgerðinni skilaði Hreinn ár- ið 1980 og fjórum árum síðar kom Gunnar Flóvenz hjá Síld- arútvegsnefnd að máli við Hrein og fól honum að hefja vinnu við öflun heimilda vegna ritunar síldarsögu Ís- lands. Síðan hefur verið unn- ið að verkinu með hléum – sem sagt á þriðja áratug. Í það heila skrifar Hreinn sem næst helming texta þessa rit- verks. Hreinn segist einstakt lán að Einar í Nesútgáfunni skyldi hafa komið að verkinu á síð- ari stigum og leitt það til lykta á þennan hátt. „Einar er fram- úrskarandi fagmaður og hefur lagt mikla alúð í þetta verk. Hann á mikinn heiður skilið,“ segir Hreinn og er afar sáttur við útkomuna. Það þarf ekki að hafa um það mörg orð hversu mik- ilvæg síldin hefur verið ís- lenskri þjóð – bæði efnahags- lega og ekki síður menning- arlega, ef svo má að orði komast. Það segir sína sögu að á einu ári á sjöunda áratug síðustu aldar námu útflutn- ingstekjur Íslendinga af síld um 44% af útflutningstekjum þjóðarinnar. Hreinn segist hafa tekið saman efni í fyrirlestur sem hann hélt á vegum Vitafélags- ins um tengsl íslenskrar menningar og síldarinnar. „Ég hélt satt best að segja að þetta væri ekki eins mikið og raun ber vitni. En staðreyndin er sú að síldin kemur mjög mik- ið fyrir í bókmenntum, mynd- list, leiklist, myndlist og fleiri listformum. Til samanburðar virðist fara lítið fyrir loðnu eða kolmunna í dægurlaga- textum nú til dags,“ segir Hreinn Ragnarsson. Mikill menningarviðburður „Ég vil segja að Einar Matth- íasson hjá Nesútgáfunni hafi staðið sig hreint frábærlega við útgáfu þessara bóka. Það er ekki auðvelt að koma að svona verki löngu eftir að það hefst, en hann hefur leyst það afar fagmannlega. Það sem að mér snýr er ég mjög ánægður með,“ segir Birgir Sigurðsson, einn höfunda texta bókarinnar. „Það má segja að ég hafi tekið að mér að skrifa um mannlega þátt síldarbransans og efnahagsleg áhrif þeirra. Ég skrifaði líka um sögulegan bakgrunn síld- veiðanna, að því marki sem það er unnt. Sá kafli verður þó seint tæmdur. Fjallaði einnig um hvernig síldin breytti kjörum fólks og lífi,“ segir Birgir, en hann skrifaði á sínum tíma bókina „Svartur sjór af síld“, þar sem fjallað var á lifandi og skemmtilegan hátt um síldveiðarnar og áhrif þeirra á þjóðlífið. „Nei, ég ólst ekki upp í þessu andrúms- lofti, enda er ég uppalinn hér í Reykjavík. En sextán ára gamall fór ég þó á síld á Sæ- felli RE. Á þessum tíma var mikið um það að ungir menn færu á síld og ég var þar eng- in tilviljun. Þetta sumar var mér mikilsvert og ég fékk brennandi áhuga á þessum tíma, sem síðar varð til þess að ég skrifaði „Svartur sjór af síld“ árið 1989,“ segir Birgir. Hann er mjög ánægður með þetta rit er komið út og segir það mikinn heimilda- sjóð um síldveiðar –og vinnslu. „Að mínu mati hefur verið staðið hér vel að verki og útgáfa þessara bóka er tví- mælalaust mikill menning- arviðburður,“ segir Birgir Sig- urðsson. Stórmerkilegur dagur Nesútgáfan hefur veitt Ægi góðfúslegt leyfi til þess að birta eftirfarandi kafla úr bók- inni, sem er úr fyrsta bindinu og skrifaður af Birgi Sigurðs- syni. Kaflinn ber yfirskriftina Stórmerkilegur dagur. Einnig fékk Ægir leyfi Nesútgáfunnar til birtingar þeirra mynda úr S Í L D A R S A G A N Það er ekkert kynslóðabil í síldinni. Myndin er tekin á Akranesi á fjórða áratug 20. aldar. Síldarstúlka á sjöunda áratuginum. Ein leysir aðra af hólmi í tímans rás. En þó er hún í raun alltaf hin sama: SÍLDARSTÚLKAN með stórum stöfum og greini.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.