Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2007, Blaðsíða 19

Ægir - 01.10.2007, Blaðsíða 19
1 S A G A N af menningarlegum toga meðal innlendra og erlendra ferðamanna, að þeim for- sendum gefnum að uppbygg- ingaráætlanir sem lagðar hafa verið fram standist. „Unnið verður markvisst að því með því að vanda til verks alveg frá byrjun og vinna vel að markaðssetningu staðarins innanlands sem utan.“ Áfangaskipt uppbygging Í viðskiptaáætlun, sem unnin var af Kristínu Sóleyju er gert ráð fyrir að uppbyggingin á Gásum verði áfangaskipt. Í fyrsta áfanga verði Gása- kaupstaður gerður aðgengi- legur. Leið um fornleifarnar á Gásum verði mörkuð. Gengið verði þannig frá uppgraft- arsvæðinu að hluti af búða- leifunum verði hafður sýnileg- ur. Sett verði upp upplýsinga- skilti og frá svæðinu þannig gengið að gestir geti á sem auðveldastan hátt sett sig í þau spor hvar járnsmiðjan hafi verið, hvar brennisteinn- inn var hreinsaður og hvar matur og verslunarvörur voru geymdar, svo dæmi séu tekin. Í öðrum áfanga verði kom- ið upp svokölluðu tilgátu- svæði, þ.e.a.s. myndað lítið “þorp” á svæðinu eins og sér- fræðingar sjá fyrir sér að hafi verið á Gásum á miðöldum. Handverksfólk verði á svæð- inu íklætt klæðnaði með skír- skotun til miðalda. Gestir sem koma á svæðið geti sett sig inn í hvernig fólk klæddist á þessum tíma, hvernig fólk skemmti sér á þessum tíma, hvernig járn- smíðin fór fram, hvernig hreinsun á brennisteininum var háttað o.s.frv. Í þriðja áfanga sér Kristín Sóley ásamt samstarfshópi verkefnisins fyrir sér bygg- ingu þjónustuhúss á svæðinu þar sem verði sett upp upp- lýsandi sýning um Gásakaup- stað. Þar yrði einnig veitinga- sala, minjagripaverslun, fjöl- nota salur o.fl. Leitað til áhugasamra fjárfesta Hér er um stór og metnaðar- full áform að ræða, sem ljóst er að kosta munu umtalsverða fjármuni. Í viðskiptaáætluninni er gerð gróf kostnaðaráætlun, sem tekur mið af upplýsing- um sérfræðinga um kostnað við einstaka verkþætti. Heild- arkostnaður vegna uppbygg- ingarinnar á Gásum er í þess- ari áætlun talinn vera um 330 milljónir króna, auk þess sem leggja þurfi töluverða fjármuni í rekstur verkefnisins fyrstu árin. Horft er til þess að ríkið komi að verkefninu og það sama má segja um sveitarfé- lög í Eyjafirði, en ljóst er að verkefnið mun einnig þurfa að treysta á að fá þolinmótt fjármagn frá fjárfestum til þess að ná endum saman. Kristín Sóley væntir þess að unnt verði að fá áhugasama fjár- festa og/eða styrktaraðila að þessu spennandi verkefni og auglýsir hér með eftir slíkum aðilum til samstarfs. Spennandi nýjung í flóru íslenskrar menningar Í lokaorðum Kristínar Sóleyjar í „Gásir – lifandi miðalda- kaupstaður“ segir orðrétt: „Ljóst er af rannsóknum í ferðamálafræðum að áhugi fólks á menningu og sögu er mikill og að fjöldi ferðamanna eykst með hverju árinu sem líður. Þörf er á fjölbreyttri af- þreyingu, ekki bara á Norð- urlandi heldur landinu öllu, til þess að dreifa álaginu ef heldur fram sem horfir hvað varðar fjölda erlendra ferða- manna sem koma til landsins. Með því er verið að koma í veg fyrir að náttúrulegum, félagslegum og menning- arlegum þolmörkum ákveð- inna svæða verði náð. Nú er tækifæri til þess að byggja upp þennan mikla sögustað hérna í Eyjafirði þar sem m.a. afstaða ríkisins til menning- artengdrar ferðaþjónustu er jákvæð sem sjá má í áherslum þess á kynningu landsins á erlendri grundu. Hugmyndirnar að upp- byggingunni eru mótaðar til þess að vernda fornleifarnar og miðla með skemmtilegum og fróðlegum hætti sögu og náttúru staðarins á faglegan hátt þar sem m.a. niðurstöður rannsóknaverkefnisins um Gásir eru nýttar við uppbygg- inguna og sannleiksgildið vegur þungt. Viðburðir þeir sem fram hafa farið á Gásum sýna svo ekki verður um villst að íbúum í héraðinu og inn- lendum jafnt sem erlendum ferðamönnum þykir þetta spennandi nýjung í flóru ís- lenskrar menningar og sem nýr afþreyingarmöguleiki í Eyjafirði/Norðurlandi/Íslandi. Sérstaða staðarins eru ein- stakar fornleifar og miðlun miðaldatímabils Íslandssög- unnar, með skýrri skírskotun í verslun, viðskipti, iðnað og handverk þar sem áhersla er m.a. lögð á sviðssetningu á miðaldalífinu eins og það er talið hafa verið á Gásum. En lifandi miðlun menningararfs- ins er tiltölulega nýtt kynn- ingarform sem dregið hefur til sín fjölda áhorfenda.” Hér má sjá Gásasvæðið við vestanverðan Eyjafjörð úr lofti. Svæðið hefur í tímans rás tekið nokkrum breytingum. Kraftur sjáv- arins hefur gengið á landið og breytt ásýnd þess. Mynd: Hörður Geirsson. Gásakaupstaður hugsanlega um 1300. Teik­ning: Gagarín.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.