Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2008, Blaðsíða 8

Ægir - 01.01.2008, Blaðsíða 8
8 V E S T M A N N A E Y J A R Útvegsbændur í Vestmanna- eyjum voru í einu lagi útnefnd- ir „Maður ársins 2007“ í Eyjum, en bæjarblaðið Fréttir stóð fyrir valinu. Í forsendum fyrir valinu sagði að útgerð- armenn hafi sýnt það í verki á liðnu ári að þeir tryðu á fram- tíð Vestmannaeyja m.a. með markvissri endurnýjun fiski- skipastólsins í Eyjum. Sex skip til Eyja á árinu Orðrétt segir í rökstuðningi Frétta: „Ekki treystum við okkur til að taka einn útgerð- armann út úr og niðurstaðan er að útvegsbændur í Vest- mannaeyjum eru Eyjamaður ársins 2007. Forsendurnar ættu að vera öllum kunnar. Hingað komu m.a. sex ný skip á árinu, Guðmundur, Vestmannaey, Bergey, Gull- berg, Álsey og loks Dala Rafn. Þá eru a.m.k. þrjú skip í smíð- um fyrir Eyjamenn.“ Við þetta tækifæri voru út- gerðarmönnunum Bjarna Sig- hvatssyni og Leifi Ársælssyni afhentar sérstakar viðurkenn- ingar fyrir þeirra framlag til samfélagsins í Eyjum. Einnig fékk Margrét Lára Viðarsdóttir, fótboltakonan knáa úr Eyjum, dótturdóttir Bjarna Sighvats- sonar, viðurkenningu fyrir að hafa verið útnefnd sem Íþróttamaður ársins 2007 af samtökum íþróttafréttamanna. Gjöfult ár Við þetta tækifæri sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum m.a.: „Vestmanna- eyjar eru sannarlega útgerð- arbær og ég er stoltur af þeirri nafnbót. Við skörum fram úr á sviði veiða og vinnslu. Sjó- menn okkar, landvinnslufólk og útgerðarmenn hafa fyrir löngu skipað sér sess í huga landsmanna allra fyrir útsjón- arsemi, dugnað og þor á sviði sjávarútvegs. Það er staða sem við eigum að verja og vera stolt af. Það eru mikil forrétt- indi fyrir okkur Eyjamenn að eiga jafn öfluga útgerðarmenn og hér eru. Slíkt er ekki sjálf- gefið og mörgum byggðarlög- um hefur beinlíns blætt vegna þess að atvinnulífið hefur ekki náð að laga sig að breyttum aðstæðum. Hér í Eyjum spila menn hinsvegar sókn þegar þörf er á og nú er þörf á sókn í sjávarútvegi. Árið 2007 var okkur gjöfult. Fiskveiðifloti okkar Eyjamanna var að stóru leiti endurnýjaður og hef ég stundum haft það að gamni að Vestmannaeyjabær sé eina sveitarfélagið á landinu sem er með sérstakan lið í bók- haldinu sem heitir „blóm vegna móttöku á nýju skipi.“ Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 var gert ráð fyrir frekari aukn- ingu útgjalda þessa liðar þannig að enn hvet ég útgerð- armenn til dáða, okkur öllum til farsældar.“ Þráður sem aldrei má slitna Og Elliði hélt áfram: „Vest- mannaeyjabær hefur metnað til að halda stöðu sinni sem leiðandi aðili í þjónustu við íslenskan sjávarútveg. Milli bæjarfélagsins, íbúa og at- vinnulífsins er þráður sem aldrei má slitna ef ekki á illa að fara. Það hefur verið há- bölvað að fylgjast með því hvernig ákveðnir aðilar - Útvegsbændur í Eyjum voru útnefndir „Eyjamaður ársins 2007“ í Eyjum: Hér spila menn sókn! - segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum Fréttir útnefndu útvegsbændur í Eyjum í einu lagi „Eyjamaður ársins 2007“. Hér eru nokkrir fulltrúa sjávarútvegsfyrirtækja í Eyjum með sínar viðurkenningar. Hér spila menn sókn, sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, meðal annars.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.