Ægir - 01.01.2008, Blaðsíða 33
33
Jarteikn ehf (Mode Slurry-Ice Systems) hefur á undanförnum
árum sérhæft sig í þróun og markaðssetningu á strokkum til
framleiðslu á ískrapa. Sölunni fylgir ráðgjöf í notkun á ís-
krapa, val á búnaði og þjónusta við kerfin.
Samstarfsaðili við smíði og sölu fullbúinna lausna á Íslandi
er Kæling ehf, en erlendir samstarfsaðilar eru m.a. Gea-
Grenco í Hollandi, Skogland A/S í Noregi, Teknotherm í USA
og Slurry-Ice Systems í Skotlandi.
Meðal þeirra skipa sem Jarteikn og Kæling hafa selt vélar
um borð í eru Dala Rafn VE, Þórunn Sveinsdóttir VE, Helga
RE, nýju skipin sem Skinney Þinganes er að smíða á Tævan,
Sæli BA, Kópurinn og tvö stór kerfi til Kötlu Seafood. Auk
þessa hefur talsvert verið selt til erlendra útgerðafyrirtækja.
Í landvinnslu hefur Ísfélag Vestmannaeyja haft kerfi í
notkun frá 2004 og hefur nýverið bætt við stóru gámakerfi
við móttöku á uppsjávarfiski.
Þorsteinn I. Víglundsson, framkvæmdastjóri Jarteikna, seg-
ir að stór hluti af sölu fyrirtækisins erlendis hafi verið um
borð í skip sem voru með eldri vélar og vildu skipta út ís-
krapastrokkum sínum til þess að fá fullkomnari og ending-
arbetri búnað. „Áreiðanleiki skiptir miklu máli þegar skipin
treysta á hraða kælingu til að tryggja gæði og hærra verð.
Nokkur íslensk skip hafa bæst í þennan hóp að undanförnu
og vilja tryggja áreiðanleika vélanna með því að skipta um
ísstrokka.
Það er greinlegt að markaðurinn er að átta sig á kostum
þess að kæla hratt og ná hitastigi í fiskinum niður á sem
skemmstum tíma. Það er ekki lengur þörf á að sannfæra
menn, það þekkja allir áhrif kælingar og áhuginn hefur auk-
ist umtalsvert á undanförnum árum. Það er greinilegur verð-
munur á mörkuðum erlendis ef fiskurinn er kældur rétt, verð
fyrir eldri fisk hefur hækkað vegna þess að reynsla kaupenda
sýnir þeim að þessi fiskur heldur sér lengur en áður og
“shelf-life” er lengra,“ segir Þorsteinn.
Það þekkja allir áhrif kælingar
- segir Þorsteinn I. Víglundsson, framkvæmdastjóri Jarteikna ehf.
K Æ L I N G
Atli Steinn Jónsson og Erlendur Stefán Kristjánsson, eigendur Kælingar ehf.