Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2008, Blaðsíða 27

Ægir - 01.01.2008, Blaðsíða 27
27 er mikilvægara en nokkru sinni að vinnslubúnaður fari vel með hráefnið. Fisktegund- ir eru misviðkvæmar og er þorskur og þó sérstaklega ýsa mjög viðkvæmar tegundir. Því er ýsu, sem selja skal ferska, nær undantekningalaust hand- pakkað í dag. Nákvæmni nýju línunnar er hinsvegar slík að vandræðalaust er að pakka ýsu með sjálfvirkum hætti. Slíkt getur aukið arðsemi út- flutnings á ferskri ýsu til muna. Flök og lundir – punktur og prik Þunginn í starfsemi Nýfisks í dag er vinnsla á flökum og lundum úr þorski, ýsu og steinbít sem fara á markað í löndum Mið-Evrópu. Afurð- irnar er fluttar utan í þriggja, fimm og átján kílóa frauð- plastkössum með Icelandair Cargo, en hráefnisöflun og vinnsla hvers dags ræðst al- farið af pöntunum sem eru að berast fram á miðjan dag. „Fiskurinn sem hér er unnin yfir daginn fer upp á flugvöll síðdegis. Er kominn út til Belgíu um miðnætti að þar- lendum tíma og strax í versl- anir næsta morgun. Virð- iskeðjan er mjög hröð,“segir Gunnar Bragi. Í hverja þriggja kílóa pakkningu hjá Nýfiski þarf á bilinu átta til tólf stykki. Mik- ilvægt er að í hverja pakkn- ingu flokkist saman stykki þannig að þyngdin standist upp á punkt og prik. Slíkt er tæplega gerlegt í handpökk- T Æ K N I Fyrirtækið Nýfiskur hf. í Sandgerði var stofnað árið 1993 og er að stærstum hluta í eigu Birgis Kristinssonar og fjölskyldu hans. Vöxtur fyrirtækisins síðasta áratug hefur verið býsna hraður. Þunginn í starfseminni er útflutningur ferskra afurða og þar er Nýfiskur í samvinnu við belgíska fyrirtækið Pieter´s sem aftur er eitt dótturfyrirtækja sjávarútvegsrisans Marine Harvest. „Við höfum fyrst og fremst verið í vinnslu á þorski - flök- um og lundum - sem eru flutt utan með flugi. Árið 2006 unnum við úr 5.000 tonnum af þorski og 4.300 tonnum á síðasta ári eða um 4,0% af þorskafla landsmanna. Samdrátt- ur í veiðiheimildum á þorski hefur hins vegar krafið okkur um að róa á ný mið og fara út í vinnslu á til dæmis ýsu, steinbít og karfa en heildarframleiðslugeta Nýfisks er um 7.000 tonn á ári,” segir Gunnar Bragi Guðmundsson aðstoð- arframkvæmdastjóri, sem kom til starfa hjá fyrirtækinu fyrir um fimm árum. Stutt í flug og fiskimið Gunnar Bragi segir einfalda staðreynd, að sé hráefnið gott og rétt að allri vinnslu staðið verði útkoman gæðaafurðir. „Hráefnis höfum við aðallega aflað frá fiskmörkuðum á Suð- urnesjum, Snæfellsnesi og víðar. Að undanförnu höfum við svo aukið eigin hráefnisöflun, meðal annars með kaupum á tveimur smábátum auk þess að vera með báta í föstum við- skiptum,” segir Gunnar sem telur Sandgerði henta öðrum stöðum betur fyrir fyrirtæki sem eru í beinum útflutningi ferska fiskafurða. Stutt sé á fengsæl fiskmið og alþjóðflug- völlur í næsta nágrenni. Erum þjónustufyrirtæki „Við skilgreinum okkur sem þjónustufyrirtæki, frekar en hráefnisvinnslu,“ segir Gunnar Bragi. „Hráefnisöflun okkar og framleiðsla ráðast alfarið af þörfum og kröfum markaðar- ins hverju sinni. Hér hefst vinnsla snemma á morgnana og pantanir berast okkur fram til klukkan tvö á daginn og tveimur stundum síðar sendum við bíl upp á flugvöll með framleiðslu dagsins sem er komin í verslanir ytra snemma næsta dags. Vissulega er þetta fyrirkomulag knappt, en með góðu fyrirkomulagi gengur þetta upp.“ Nýfiskur vinnur 4% af þorskafla landsmanna: Framleiðslan ræðst af kröfum markaðarins Stjórnendur Nýfisks; Gunnar Bragi Guðmundsson, aðstoðarframkvæmdastjóri, til vinstri, og Birgir Kristinsson, framkvæmdastjóri og aðaleigandi. Vélasamstæðan nýjan var þróuð með samstarfi Völku og Nýfisks, þar sem báðir aðilar kostuðu kapps að mæta kröfum hins.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.