Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2008, Blaðsíða 36

Ægir - 01.01.2008, Blaðsíða 36
36 Skömmu fyrir jól kom Dala Rafn VE 508 til heimahafnar í Vestmannaeyjum, en skipið, sem er systurskip tveggja nýrra skipa Bergs-Hugins, Vestmannaeyjar og Bergeyjar, og Varðar EA, er í eigu hjónanna Þórðar Rafns Sig- urðssonar og Ingu Eymunds- dóttur. Dala-Rafn kemur frá Nor- ship skipasmíðastöðinni í Gdynia í Póllandi, en skrokkur skipsins var þó smíðaður í Crist Spolka í Gdansk í Póllandi. Skipið, sem er tveggja þilfara skuttogari, er 28,95 metrar á lengd og 10,40 metrar á breidd. Í lest er rými fyrir 165 660 lítra ker eða um 75 tonn af fiski. Aðalvél skipsins er Yanmar 6N21A-EV 514 kW. Frá Me- kanord kemur niðurfærslugír af gerðinni 450HS og skrúfu- búnaður frá Helset, allt frá Marási ehf. Hliðarskrúfa skipsins kem- ur frá Aflhlutum ehf. Ljósavél er Mitsubishi S6B3 MPTA með Stamford rafal. Flapsas- týri er frá Rolls Royce Marine og stýrisvél frá Tenfjord, hvorutveggja frá Héðni hf. Kælikerfi í lest er frá Frost- marki og dælur eru af gerðin- ni Azcue frá Atlasi hf. Þilfars- krani er frá Sormec Marine. N Ý T T S K I P Sjötta skipið til Eyja á einu ári! Dala Rafn VE 508 er hið glæsilegasta skip – systurskip Vestmannaeyjar og Bergeyjar VE og Varðar EA. Eyþór Þórðarson, skipstjóri á Dala Rafni.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.