Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2008, Blaðsíða 18

Ægir - 01.01.2008, Blaðsíða 18
18 Hægt er að lækka fóðurverð fyrir eldisþorsk um allt að því 30% og lækka þar með fram- leiðslukostnað um 15% með því að draga úr próteinnotkun og auka fitu. Þá er hægt að lækka fóðurkostnað með því að nota ódýrara fiskimjöl og hráefni úr jurtaríkinu í fóðrið, aðallega hjá stærri fiski. Þetta eru helstu niðurstöður viða- mikils rannsóknaverkefnis um þróun sjófiskafóðurs, sem var samstarfsverkefni Matís, Fóð- urverksmiðjunnar Laxár, Háskólans á Hólum, Versins á Sauðárkróki og Háskólans á Akureyri. Verkefnið var styrkt af AVS rannsóknasjóði. Jón Árnason, deildarstjóri á eldisdeild Matís, segir mik- ilvægt að rannsaka sérstak- lega fóður fyrir fiskeldi því það sé langstærsti einstaki kostnaðarliður eldisfyrirtækja vegna framleiðslunnar, eða í kringum 55% af rekstrarkostn- aði við framleiðslu á hvert kg af þorski. „Stór hluti rann- sókna á fóðri á heimsvísu hefur hingað til verið unninn innan fóðurfyrirtækja og þess vegna eru niðurstöður oft ekki opinberar. Því skiptir miklu máli fyrir fiskeldisfyr- irtæki hér á landi að fá í hendur nýjar rannsóknir um hvernig þau geti lækkað kostnað,” segir Jón. Jón segir að þorskur bregðist við mismunandi hrá- efnum í fóðri, hann hafi þörf fyrir ýmis næringarefni en einkum mikla þörf fyrir pró- tein, sem sé nauðsynlegur þáttur til uppbyggingar á fisk- holdi. Próteinið er hins vegar dýrasta meginhráefnið í fóð- urgerð. „Það skiptir þorskinn ekki öllu máli að fá allt pró- teinið úr hágæða fiskimjöli, heldur getur hann að vissu marki nýtt sér aðrar gerðir fiskimjöls og prótein úr jurta- ríkinu,“ segir Jón. Niðurstöður tilrauna með mismikið prótein í fóðri sýna að ekki sé tölfræðilegur mun- ur á vexti ef prótein er aukið umfram 48% í 70 gramma fiski. Þá sé ekki ávinningur af því að auka prótein umfram 39-43% í fóðri fyrir 600 gramma fisk. Það er því hægt að lækka hráefniskostnað með því að lækka prótein- innihald í fóðri frá því sem er í dag án þess að það komi niður á vexti. Þá segir Jón að aukning fitu í fóðri valdi einhverri aukningu í lifrarprósentu 500- 800 gramma þorsks, en hún sé innan þess sem fundist hafi í villtum þorski við land- ið. Þó sé marktæk hærri lifr- arprósenta í smærri þorski við aukna fitu í fóðri. Þetta þýðir að hægt er að skipta út pró- teini fyrir fitu upp að vissu marki. Niðurstöður verkefnisins benda til þess að ýmsir möguleikar séu fyrir hendi til þess að lækka fóðurkostnað. Hægt sé að nota mismunandi hráefni og lækka prótein mið- að við notkun dagsins í dag. Þá er ennfremur mögulegt að nota meiri fitu, einkum í stærri fiski. Jón segir að af- rakstur rannsókna á fóðri fyrir þorskeldi hér á landi séu ótví- ræðar. „Niðurstöður benda til þess að hægt sé að lækka fóðurverð um 30% og lækka þar með framleiðslukostnað á þorski um 15%, ef tekið er mið af hráefnisverði frá því á fyrrihluta síðasta árs. Þá eru tækifæri til þess að lækka fóðurkostnað enn frekar með því að stilla nákvæmlega af hlutföll hráefna í fóðri með hliðsjón af meltanleika nær- ingarefnanna í þeim.“ Þ O R S K E L D I Viðamikil rannsókn leiðir í ljós að unnt er að lækka fóðurverð fyrir eldisþorsk um 30%: Felur í sér 15% lægri framleiðslukostnað „Niðurstöður benda til þess að hægt sé að lækka fóðurverð um 30% og lækka þar með framleiðslukostnað á þorski um 15%, ef tekið er mið af hráefnisverði frá því á fyrrihluta síðasta árs,“ segir Jón Árnason, deildarstjóri á eldisdeild Matís.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.