Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2008, Síða 17

Ægir - 01.07.2008, Síða 17
17 Æ G I S V I Ð T A L I Ð uð og það var sannast sagna heldur lítið að gera. Ég var einnig um tíma á síldarbát frá Reykjavík, Helgu II og fór m.a. á síld og loðnu í Norður- sjóinn.“ Hippatíminn – söfnuðu hári og plötum! „Sumarið 1970 var hippa- menningin allsráðandi og þá tók ég mér frí frá sjómennsku um sumarið. Við félagarnir keyrðum um landið á átta síl- endra bíl og stunduðum sveitaböllin. Við söfnuðum hári og plötum og hlustuðum á rokk þess tíma. Við bjugg- um reyndar ekki í kommúnu eða klæddumst mussum, svo langt gengum við ekki!“ Í tæp tvö ár – 1984-1985 - var Óskar á fragtskipi – fyrst á Selnesi – skipi Nesskipa. „Á þessum tíma hafði ég áhuga á því að prófa eitthvað nýtt í sjómennskunni. Ég fór því suður á skrifstofu Nesskipa og spurðist fyrir um pláss. Þegar ég sá þykkan bunka af starfsumsóknum á borðinu taldi ég ekki mikla möguleika á plássi, en skrifstofumaður- inn spurði mig hvort ég hefði áhuga á því að vinna í happ- drætti! Ég svaraði því játandi. „Gott og vel,“ sagði hann, „þá ferðu um borð í Selnesið klukkan tólf í kvöld. Ég sló til. Þetta var áhugaverður tími og skemmtilegur. Við sigldum á hafnir í Bandaríkjunum, til Noregs, Svíþjóðar og hafna á meginlandi Evrópu. Síðar var ég um þriggja mánaða skeið á öðru fragt- skipi, Ísbergi, sem Skag- strendingur átti hlut í og flutti fyrst og fremst sjávarafurðir til Evrópu.“ Uppgripatími á Örvari Að fragtsiglingunum loknum lá leið Óskars aftur heim á Skagaströnd þar sem hann fór á frystitogarann Örvar, sem var fyrsti frystitogari Íslend- inga. „Þetta var gríðarlegur uppgripatími. Við fiskuðum um sex þúsund tonn á ári – lang mest þorsk og grálúðu. Þú getur ímyndað þér verð- mæti þessa afla í dag! Á þess- um tíma og í mörg ár á eftir voru meðaltekjurnar á Skaga- strönd einhverjar þær hæstu á Íslandi. Það hefur hins vegar breyst á síðustu árum.“ Óskar færði sig yfir á Arn- ar HU þegar hann kom, en hann var síðan seldur til Grænlands. Og þegar núver- andi Arnar HU kom til Skaga- strandar var Óskar í áhöfn hans og allar götur þar til hann hætti í apríl sl. Með öðrum orðum; Óskar hefur verið á frystiskipum á Íslandsmiðum síðan sá út- gerðarmáti hófst á níunda áratugnum. „Guðmundur Jónsson skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA sagði ein- hvern tímann að menn ættu að fá orðu fyrir að vera í tutt- ugu ár á frystingu. Ég geri hins vegar hvorki ráð fyrir að fá orðu fyrir það eða eitthvað annað,“ segir Óskar og brosir út í annað. Hann segir að frá því að útgerð frystiskipanna hófst og til dagsins í dag sé ekki hægt að segja að stórfelldar breyt- ingar hafi átt sér stað í vinnu- brögðunum um borð. „Gæða- kröfurnar eru vissulega meiri og því fer fiskurinn hægar í gegnum vinnsluna en hér á árum áður. Í sumum skipum er kominn sjálfvirkur útsláttur, þ.e.a.s. búnaður sem slær úr frystipönnunum, en í öðrum ekki. Þessi búnaður ætti að mínu mati að vera í öllum þessum skipum, því auðvitað er ekkert vit í því að menn séu að slá úr pönnum eins og „Guðmundur Jónsson skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA sagði einhvern tímann að menn ættu að fá orðu fyrir að vera í tuttugu ár á frystingu. Ég geri hins vegar hvorki ráð fyrir að fá orðu fyrir það eða eitthvað annað,“ segir Óskar m.a. í viðtalinu.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.