Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2008, Blaðsíða 17

Ægir - 01.07.2008, Blaðsíða 17
17 Æ G I S V I Ð T A L I Ð uð og það var sannast sagna heldur lítið að gera. Ég var einnig um tíma á síldarbát frá Reykjavík, Helgu II og fór m.a. á síld og loðnu í Norður- sjóinn.“ Hippatíminn – söfnuðu hári og plötum! „Sumarið 1970 var hippa- menningin allsráðandi og þá tók ég mér frí frá sjómennsku um sumarið. Við félagarnir keyrðum um landið á átta síl- endra bíl og stunduðum sveitaböllin. Við söfnuðum hári og plötum og hlustuðum á rokk þess tíma. Við bjugg- um reyndar ekki í kommúnu eða klæddumst mussum, svo langt gengum við ekki!“ Í tæp tvö ár – 1984-1985 - var Óskar á fragtskipi – fyrst á Selnesi – skipi Nesskipa. „Á þessum tíma hafði ég áhuga á því að prófa eitthvað nýtt í sjómennskunni. Ég fór því suður á skrifstofu Nesskipa og spurðist fyrir um pláss. Þegar ég sá þykkan bunka af starfsumsóknum á borðinu taldi ég ekki mikla möguleika á plássi, en skrifstofumaður- inn spurði mig hvort ég hefði áhuga á því að vinna í happ- drætti! Ég svaraði því játandi. „Gott og vel,“ sagði hann, „þá ferðu um borð í Selnesið klukkan tólf í kvöld. Ég sló til. Þetta var áhugaverður tími og skemmtilegur. Við sigldum á hafnir í Bandaríkjunum, til Noregs, Svíþjóðar og hafna á meginlandi Evrópu. Síðar var ég um þriggja mánaða skeið á öðru fragt- skipi, Ísbergi, sem Skag- strendingur átti hlut í og flutti fyrst og fremst sjávarafurðir til Evrópu.“ Uppgripatími á Örvari Að fragtsiglingunum loknum lá leið Óskars aftur heim á Skagaströnd þar sem hann fór á frystitogarann Örvar, sem var fyrsti frystitogari Íslend- inga. „Þetta var gríðarlegur uppgripatími. Við fiskuðum um sex þúsund tonn á ári – lang mest þorsk og grálúðu. Þú getur ímyndað þér verð- mæti þessa afla í dag! Á þess- um tíma og í mörg ár á eftir voru meðaltekjurnar á Skaga- strönd einhverjar þær hæstu á Íslandi. Það hefur hins vegar breyst á síðustu árum.“ Óskar færði sig yfir á Arn- ar HU þegar hann kom, en hann var síðan seldur til Grænlands. Og þegar núver- andi Arnar HU kom til Skaga- strandar var Óskar í áhöfn hans og allar götur þar til hann hætti í apríl sl. Með öðrum orðum; Óskar hefur verið á frystiskipum á Íslandsmiðum síðan sá út- gerðarmáti hófst á níunda áratugnum. „Guðmundur Jónsson skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA sagði ein- hvern tímann að menn ættu að fá orðu fyrir að vera í tutt- ugu ár á frystingu. Ég geri hins vegar hvorki ráð fyrir að fá orðu fyrir það eða eitthvað annað,“ segir Óskar og brosir út í annað. Hann segir að frá því að útgerð frystiskipanna hófst og til dagsins í dag sé ekki hægt að segja að stórfelldar breyt- ingar hafi átt sér stað í vinnu- brögðunum um borð. „Gæða- kröfurnar eru vissulega meiri og því fer fiskurinn hægar í gegnum vinnsluna en hér á árum áður. Í sumum skipum er kominn sjálfvirkur útsláttur, þ.e.a.s. búnaður sem slær úr frystipönnunum, en í öðrum ekki. Þessi búnaður ætti að mínu mati að vera í öllum þessum skipum, því auðvitað er ekkert vit í því að menn séu að slá úr pönnum eins og „Guðmundur Jónsson skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA sagði einhvern tímann að menn ættu að fá orðu fyrir að vera í tuttugu ár á frystingu. Ég geri hins vegar hvorki ráð fyrir að fá orðu fyrir það eða eitthvað annað,“ segir Óskar m.a. í viðtalinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.