Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2008, Page 21

Ægir - 01.07.2008, Page 21
21 B Á T A S M Í Ð I Bátasmiðjan Seigla á Akureyri hefur náð góðri fótfestu á markaði í Noregi fyrir hrað- fiskibáta sína. Seigla hefur þegar afhent fimm báta til útgerða í Noregi og nú er fyrir- tækið að smíða fjóra báta til viðbótar sem fara til Noregs á næstu mánuðum, sá fyrsti verður að óbreyttu til afhend- ingar núna í september. Að sögn Sverris Bergsson- ar hjá Seiglu eru bátarnir mis- munandi að lengd – 11, 13 eða 15 metra. Í stórum drátt- um er um að ræða svipaða báta frá Seiglu og hafa verið smíðaðir fyrir útgerðir hér heima, en þeir eru þó í nokkrum atriðum útfærðir með öðrum hætti – t.d. stærri stýrishús o.fl. „Við höfum náð þessum árangri í Noregi vegna góðrar markaðssetningar. Einnig er- um við komnir lengra en Norðmenn í smíði á svona hraðfiskibátum. Sem stendur virðist vera ágætis markaður í Noregi fyrir þessa báta. Á sama tíma er lítið að gerast á heimamarkaði „Við fáum fyr- irspurnir en lítið meira. Það vantar ekki að menn hafa áhuga, en þeir fá hreinlega ekki fyrirgreiðslu í bankakerf- inu. Á meðan ástandið er svona gerist fátt hér heima. Af þeim sökum horfum við fyrst og fremst út fyrir landsstein- ana í augnablikinu,“ segir Sverrir, en nú starfa átján manns hjá Seiglu. Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað enn frekar eftir að það flutti norð- ur til Akureyrar og nýtt hús sem byggt var utanum starf- semi Seiglu á athafnasvæði Slippstöðvarinnar er nú þegar orðið of lítið. Mikilvæg viðurkenning Seigla hlaut fyrstu verðlaun fyrir tækninýjungar á sjávarút- vegssýningunni Norfish, sem fram fór í Þrándheimi í Nor- egi fyrir stuttu. Verðlaunin hlaut Seigla fyrir fellikjöl á hraðfiskibáta, sem þeir Seiglu- menn hafa þróað í gegnum tíðina og nýtur sérstöðu á markaðnum. Fellikjölur á hraðfiskibáta hefur lengi verið í þróun hjá Seiglu. Kjölurinn hefur þá eiginleika að hann er settur niður þegar báturinn er á veiðum en dreginn þegar bát- urinn er á siglingu. Með því að draga kjölinn inn á sigl- ingu eykst hraðinn og viðnám minnkar, sem þýðir minni olíueyðslu. Með því að setja kjölinn niður eykst stjórn- hæfni bátsins, beygjuradíus minnkar og rek minnkar. „Þetta er góð viðurkenning á þessari tækni sem við höf- um verið að þróa og hún mun án nokkurs vafa verða til þess að vekja athygli á okkar fram- leiðslu. Jú, þessi viðurkenning skiptir að mínu mati miklu máli,“ segir Sverrir. Bátasmiðjan Seigla á Akureyri: Verðlaunaðir fyrir fellikjölinn Frá verðlaunaafhendingunni á Norfish í Þrándheimi. Frá vinstri: Peter Gullestad, framkvæmdstjóri Norfish, Helga Pedersen, sjávarútvegsráðherra Norðmanna og Sverrir Bergsson frá Seiglu með verðlaunin – Innovation Prize 2008. Einn af Noregsbátunum sem Seigla hefur smíðað. Mynd: Ingar Sagedel Bie.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.