Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.2008, Qupperneq 21

Ægir - 01.07.2008, Qupperneq 21
21 B Á T A S M Í Ð I Bátasmiðjan Seigla á Akureyri hefur náð góðri fótfestu á markaði í Noregi fyrir hrað- fiskibáta sína. Seigla hefur þegar afhent fimm báta til útgerða í Noregi og nú er fyrir- tækið að smíða fjóra báta til viðbótar sem fara til Noregs á næstu mánuðum, sá fyrsti verður að óbreyttu til afhend- ingar núna í september. Að sögn Sverris Bergsson- ar hjá Seiglu eru bátarnir mis- munandi að lengd – 11, 13 eða 15 metra. Í stórum drátt- um er um að ræða svipaða báta frá Seiglu og hafa verið smíðaðir fyrir útgerðir hér heima, en þeir eru þó í nokkrum atriðum útfærðir með öðrum hætti – t.d. stærri stýrishús o.fl. „Við höfum náð þessum árangri í Noregi vegna góðrar markaðssetningar. Einnig er- um við komnir lengra en Norðmenn í smíði á svona hraðfiskibátum. Sem stendur virðist vera ágætis markaður í Noregi fyrir þessa báta. Á sama tíma er lítið að gerast á heimamarkaði „Við fáum fyr- irspurnir en lítið meira. Það vantar ekki að menn hafa áhuga, en þeir fá hreinlega ekki fyrirgreiðslu í bankakerf- inu. Á meðan ástandið er svona gerist fátt hér heima. Af þeim sökum horfum við fyrst og fremst út fyrir landsstein- ana í augnablikinu,“ segir Sverrir, en nú starfa átján manns hjá Seiglu. Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað enn frekar eftir að það flutti norð- ur til Akureyrar og nýtt hús sem byggt var utanum starf- semi Seiglu á athafnasvæði Slippstöðvarinnar er nú þegar orðið of lítið. Mikilvæg viðurkenning Seigla hlaut fyrstu verðlaun fyrir tækninýjungar á sjávarút- vegssýningunni Norfish, sem fram fór í Þrándheimi í Nor- egi fyrir stuttu. Verðlaunin hlaut Seigla fyrir fellikjöl á hraðfiskibáta, sem þeir Seiglu- menn hafa þróað í gegnum tíðina og nýtur sérstöðu á markaðnum. Fellikjölur á hraðfiskibáta hefur lengi verið í þróun hjá Seiglu. Kjölurinn hefur þá eiginleika að hann er settur niður þegar báturinn er á veiðum en dreginn þegar bát- urinn er á siglingu. Með því að draga kjölinn inn á sigl- ingu eykst hraðinn og viðnám minnkar, sem þýðir minni olíueyðslu. Með því að setja kjölinn niður eykst stjórn- hæfni bátsins, beygjuradíus minnkar og rek minnkar. „Þetta er góð viðurkenning á þessari tækni sem við höf- um verið að þróa og hún mun án nokkurs vafa verða til þess að vekja athygli á okkar fram- leiðslu. Jú, þessi viðurkenning skiptir að mínu mati miklu máli,“ segir Sverrir. Bátasmiðjan Seigla á Akureyri: Verðlaunaðir fyrir fellikjölinn Frá verðlaunaafhendingunni á Norfish í Þrándheimi. Frá vinstri: Peter Gullestad, framkvæmdstjóri Norfish, Helga Pedersen, sjávarútvegsráðherra Norðmanna og Sverrir Bergsson frá Seiglu með verðlaunin – Innovation Prize 2008. Einn af Noregsbátunum sem Seigla hefur smíðað. Mynd: Ingar Sagedel Bie.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.