Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2008, Síða 53

Ægir - 01.07.2008, Síða 53
53 S J Á V A R Ú T V E G S S Ý N I N G I N Sýningin nýtur virðingar - segir Marianne Rasmussen, framkvæmdastjóri Íslensku sjávarútvegssýningarinnar 2.-4. október nk. „Stærsta breytingin frá síð- ustu sýningu er að nú verður hún í þrjá daga í stað fjög- urra. Þetta gerum við vegna eindreginna óska sýnenda um að sýningin standi frá fimmtu- degi til laugardags,“ segir Marianne Rasmussen hjá breska fyrirtækinu Mercator Media, sem annast fram- kvæmd Íslensku sjávarútvegs- sýningarinnar, sem fram fer í Smáranum í Kópavogi dagana 2. til 4. október nk. Marianne segir horfur séu á að sýningin verði svipuð að stærð og sýningin í Smáran- um í september 2005. „Vissulega höfum við merkt það í aðdraganda þess- arar sýningar að það er nokk- uð hart í ári í íslenskum sjáv- arútvegi og það eru sömu- leiðis efnahagslegar þrenging- ar víða um heim. Engu að síður verður Íslenska sjávarút- vegssýningin mjög vegleg, enda er það svo að í heimi sjávarútvegsins er litið á sýn- inguna á Íslandi sem mjög mikilvæga fyrir bæði sýnend- ur og þá gesti sem hana sækja og vilja kynna sér allt það nýjasta í sjávarútveginum. Það er engin spurning að Ís- lenska sjávarútvegssýningin nýtur mikillar virðingar.“ Eins og á sýningunni fyrir þremur árum koma sýnendur víða að. Marianne nefnir að frá t.d. Noregi, Danmörku og Færeyjum verði að vanda áberandi básar á sýningunni og sýnendur komi einnig frá fjarlægum heimshlutum. Marianne segist ekki geta spáð fyrir um hversu margir komi til með að sækja sýn- inguna í ár, en vonandi verði þeir ámóta margir og á síð- ustu sýningum, en Íslensku sjávarútvegssýninguna 2005 sóttu tæplega fimmtán þús- und manns frá 50 þjóðlönd- um. Fyrri sýningar hafa allar verið fyrrihluta september- mánaðar, en sýningin í ár fer sem sagt fram í októberbyrj- un. Ein af ástæðum fyrir því er sú að mun auðveldara er að fá hótelrými þegar komið er fram í október, en þá er helsti ferðamannatíminn um garð genginn. Íslensku sjávarútvegsverðlaunin Í tengslum við Íslensku sjáv- arútvegssýninguna verða að venju veitt Íslensku sjávarút- vegsverðlaunin og einnig verða bestu básar á sýning- unni verðlaunaðir. Meðal verðlaunahafa á sýningunni 2005 voru Guðmundur Ein- arsson í Bolungarvík („fram- úrskarandi fiskimaður“), Gjögur ehf. („framúrskarandi útgerð“) og Samherji á Dalvík („framúrskarandi fiskvinnsla“). Þá var Gísli Jón Hermannsson í Ögurvík verðlaunaður fyrir framúrskarandi framlag hans til sjávarútvegsins og þau fyr- irtæki sem hlutu viðurkenn- ingar í flokknum „framleið- endur fiskvinnslutækja“ voru Marel, Skaginn, Stjörnu-Oddi og Hampiðjan. Þá þótti bás Olís besti bás Íslensku sjávar- útvegssýningarinnar 2005. Marianne Rasmussen, framkvæmdastjóri Íslensku sjávarútvegssýningarinnar. Eins og á síðustu sýningu verða Danir áberandi á sýningunni í ár. Hér eru menn að stinga saman nefjum á Íslensku sjávarútvegssýningunni 2005.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.