Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2008, Blaðsíða 53

Ægir - 01.07.2008, Blaðsíða 53
53 S J Á V A R Ú T V E G S S Ý N I N G I N Sýningin nýtur virðingar - segir Marianne Rasmussen, framkvæmdastjóri Íslensku sjávarútvegssýningarinnar 2.-4. október nk. „Stærsta breytingin frá síð- ustu sýningu er að nú verður hún í þrjá daga í stað fjög- urra. Þetta gerum við vegna eindreginna óska sýnenda um að sýningin standi frá fimmtu- degi til laugardags,“ segir Marianne Rasmussen hjá breska fyrirtækinu Mercator Media, sem annast fram- kvæmd Íslensku sjávarútvegs- sýningarinnar, sem fram fer í Smáranum í Kópavogi dagana 2. til 4. október nk. Marianne segir horfur séu á að sýningin verði svipuð að stærð og sýningin í Smáran- um í september 2005. „Vissulega höfum við merkt það í aðdraganda þess- arar sýningar að það er nokk- uð hart í ári í íslenskum sjáv- arútvegi og það eru sömu- leiðis efnahagslegar þrenging- ar víða um heim. Engu að síður verður Íslenska sjávarút- vegssýningin mjög vegleg, enda er það svo að í heimi sjávarútvegsins er litið á sýn- inguna á Íslandi sem mjög mikilvæga fyrir bæði sýnend- ur og þá gesti sem hana sækja og vilja kynna sér allt það nýjasta í sjávarútveginum. Það er engin spurning að Ís- lenska sjávarútvegssýningin nýtur mikillar virðingar.“ Eins og á sýningunni fyrir þremur árum koma sýnendur víða að. Marianne nefnir að frá t.d. Noregi, Danmörku og Færeyjum verði að vanda áberandi básar á sýningunni og sýnendur komi einnig frá fjarlægum heimshlutum. Marianne segist ekki geta spáð fyrir um hversu margir komi til með að sækja sýn- inguna í ár, en vonandi verði þeir ámóta margir og á síð- ustu sýningum, en Íslensku sjávarútvegssýninguna 2005 sóttu tæplega fimmtán þús- und manns frá 50 þjóðlönd- um. Fyrri sýningar hafa allar verið fyrrihluta september- mánaðar, en sýningin í ár fer sem sagt fram í októberbyrj- un. Ein af ástæðum fyrir því er sú að mun auðveldara er að fá hótelrými þegar komið er fram í október, en þá er helsti ferðamannatíminn um garð genginn. Íslensku sjávarútvegsverðlaunin Í tengslum við Íslensku sjáv- arútvegssýninguna verða að venju veitt Íslensku sjávarút- vegsverðlaunin og einnig verða bestu básar á sýning- unni verðlaunaðir. Meðal verðlaunahafa á sýningunni 2005 voru Guðmundur Ein- arsson í Bolungarvík („fram- úrskarandi fiskimaður“), Gjögur ehf. („framúrskarandi útgerð“) og Samherji á Dalvík („framúrskarandi fiskvinnsla“). Þá var Gísli Jón Hermannsson í Ögurvík verðlaunaður fyrir framúrskarandi framlag hans til sjávarútvegsins og þau fyr- irtæki sem hlutu viðurkenn- ingar í flokknum „framleið- endur fiskvinnslutækja“ voru Marel, Skaginn, Stjörnu-Oddi og Hampiðjan. Þá þótti bás Olís besti bás Íslensku sjávar- útvegssýningarinnar 2005. Marianne Rasmussen, framkvæmdastjóri Íslensku sjávarútvegssýningarinnar. Eins og á síðustu sýningu verða Danir áberandi á sýningunni í ár. Hér eru menn að stinga saman nefjum á Íslensku sjávarútvegssýningunni 2005.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.