Tímarit Máls og menningar - 01.07.1939, Side 3
II. árg. 3. tbl. 1939.
MÁL OG MENNING
Til félagsmanna.
Þetta hefti verður eingöngu helgað nýrri útgáfuhugmynd, sem
við ætlumst til að Mál og menning komi í framkvæmd eftir
nokkur ár. Áður en kemur að því að skýra fyrir ykkur þá hug-
mynd, verð ég samt að víkja að þeim verkefnum, sem næst eru,
þvi að hversu stórar áætlanir sem við höfum í framtiðinni, meg-
um við ekki láta þær draga úr starfi líðandi tíma, heldur lyfta
þvi enn hærra .
Tala félagsmanna hefur aukizt um 400, síðan Austanvindar
og vestan kom út.
í síðasta hefti lögðum við alla áherzlu á það að efla sem mest
féiagið og koma tölu félagsmanna upp í 5000. Frá því síðasta
hók kom út, hefur félagatalan vaxið úr 4200 upp i 4600. Við þurf-
um þvi enn að fá 400 nýja félagsmenn til þess að ná þvi tak-
marki, er við settum okkur. Við erum ekki heldur í neinum vafa
um, að það tekst. Félagið á eftir að gefa út þrjár veigamestu
bækur ársins.
Úrvalið úr Andvökum
verður að líkindum fyrst af þeim þrem bókum, sem eiga eftir
að koma út í ár. Prófessor Sigurður Nordal hefur lokið vali og
niðurskipun kvæðanna, og handritið er komið til prentunar. Bók-
in verður mjög sviþuð að stærð og víð áætluðum upphaflega,
23—25 arkir, í sania hroti og Rauðir pennar. Eftir kynni mín
af úrvalinu, er ég enn sannfærðari en áður um það, að íslenzk
alþýða mun í rauninni fyrst með þessu úrvali læra til fulls að
meta Stephan G. og þá dýrmætu eign, sem hann hefur látið
henni eftir í Ijóðum sínum. — Inngangsritgerð Sigurðar Nordals
verður mjög til að létta mönnum skilning á kvæðunum og opna
augu manna enn betur fyrir verðmæti þeirra.
Þeir, sem óska eftir Andvökum innbundnum i skinnband, eru
beðnir að panta það hjá umboðsmönnum sem allra fyrst. Verð-
ið til félagsmanna er 5 krónur. Það eru þegar komnar margar
pantanir, en nauðsynlegt er að vita sem næst tölu þeirra fyrir-
fram, sem vilja eignast bókina i skinnbandinu.
HAlOGMENNINO
■III
41