Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1939, Síða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1939, Síða 14
En eg lief orðið að beygja mig fyrir þeirri nauðsyn, sem » þvi er, að félögum Máls og menningar sé nú þegar skýrt frá þessunx aðaldráttum, svo að þeir geti áltað sig á því, livort þeir vilja styðja að því, að verkið sé unnið, eða ekki. Framkvæmd þessa fyrirtækis er undir því komin, hvort félagsmenn fallast á þá frumlegu og búmannlegu hugmynd KristinS E. Andrésson- ar, að byrja þegar á þessu ári að safna i sjóð til þess að geta á sínum tima klofið liinn mikla útgáfukostnað. Stjórn Máls og. menningar getur ekki gert þær ráðstafanir um undirbúning verks- ins, sem nauðsyntegur er, ef það á að verða tilbúið í tæka tið og vel úr garði gert, nema hún hafi vissu um stuðning félags- manna. Og félagsmönnum er það sjálfum fyrir beztu að fá að borga verkið, þó að ódýrt sé, smám saman, svo að þeir finni sem minnst til hverrar greiðslu. Af þessum ástæðum tel eg það rétt að skýra nokkrð frá grund- vallaratriðunum í áætluninni um verkið, eins og formaður fé- lagsins hefur beðið mig um. En eg mun bæði vegna félagsmanna og engu siður vegna sjálfs min og annarra þeirra, sem frám- kvæmdirnar eiga að annast, reyna að lofa ekki meiru en þvi, sem fyllstu vonir eru um, að efna megi. Að sjálfsögðu fá félags- menn siðan nánari fregnir af ýmsu, sem enn er óráðstafað, og þeim breytingum, sem á þessari fyrstu áætlun kunna að verða. III. Aðalheiti vérksins, Arfur íslendinga, bendir nógu skýrlega á etni þess og sjónarmið. Hvað eiga íslendingar nú á dögum, i föstu og lausu, í menningarlegum verðmætum? Hvaða arf hefur saga þeirra skilið þeim eftir, hvert bendir hún þeim? Hvern- ig geta þeir gert sér sem ljósasta grein fyrir því á þessum breytingatimum, úr hverju þeir hafa að spila og við livað þeir eiga að etja? 'Við höfum fyrst og fremst erft landið, og um það mun fyrsta bindi ritsins, ísland, fjalla. Saga, tilvera og framtið hverrar þjóð- ar eru mjög háðar þeim lifsskilyrðum, sem landið býr henní- En sú lýsing íslands, sem hér er tilætlunin að rita, verður með nokkuð sérstöku sniði. Aðalþættirnir verða þessir: 1) Myndunarsaga landsins, samin á þann hátt, að hún getl opnað augu manna fyrir ýmsu því, sem þeim liættir við aS ganga blindandi fram hjá: livernig lesa megi æfintýri jarð- fræðinnar, tröllauknar byltingar, hægfara breytingar, starf eyð- andi og græðandi afla, út úr athugun umhverfisins. Þar mun lika verða stuttlega skýrt frá þeim rannsóknum, sem gerðar 52

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.