Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1939, Side 13

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1939, Side 13
af almenningi. Sjálf hugmyndin að slíku yfirlitsriti, sem Arfur Islendinga á að verða, er tákn og merki þess, að nú sé sérstök þörf á þvi. Eg hef ekki einungis tekizt starf mitt að þessu ritverki á hendur fyrir Mál og menningu vegna þess, að hinn framtaks- sami formaður félagsins átti frumkvæðið að þvi að gera áætlun um efni þess, sem mér gazt vel að, heldur likn af þeirri ástæðu, að eg sé ekki annað íslenzkt útgáfufyrirtæki, sem hafi jafngóð skilyrði til þess að gera slikt rit rausnarlega úr garði og koma því í hendur mjög margra áhugasamra lesenda. Einkanlega tel eg það mikils vert, að þessi fyrirætlun mun standa eða falla með vilja og skilningi félagsmanna sjálfra. Ilér á íslandi er erf- itt að fá opinberan stuðning til bókmenntalegra fyrirtækja, sem nokkuð kveður að. Það er í mörg horn að lita, verður að gera mörgum úrlausn af litlum forða, og niðurstaðan verður einatt sú, að valdamennirnir temja sér að hugsa smátt, hafa bútana marga og nema hvern bút við neglur sér. Auk þess er ekki nægi- legt að koma bókum á prent. Það þarf líka að hafa tök á að dreifa þeim, svo að þær komist í hendur þeirra lesenda, sem þær eru ætlaðar. Mál og menning hefur þegar rutt nýja braut í islenzkri bókaútgáfu og orðið öðrum til fyrirmyndar. Þetta fé- lag hefur sýnt, hverju hægt er að áorka, ef nógu margir áhuga- samir menn taka höndum samán. Mér hefur reynzt stjórn fé- lagsins í umræðunum um þetta nýja útgáfufyrirtæki bæði víð- sýn. og stórhuga. Hún hefur eindreginn vilja á að gera það sem myndarlegast úr garði og hefur sýnt mér mikið traust i þvi, að leyfa mér að ráða öllu, sem eg hef óskað eftir, um efni þess og Snið. Eg hygg því hið bezta til samvinnu við hana um fram- kvæmd þess. II. Hitt er annað mál, að eg er þess mjög ófús að fara nú mörg- um orðum um, hvernig verkið eigi að verða og muni verða i oinstökum atriðum. Eg hefði helzt viljað fá að vinna að því i kyrrþey, þurfa engu að lofa fyrir fram, heldur láta það sýna sig og tala sínu máli, þegar því væri lokið. Það liggur líka í hlutarins eðli, að enn getur ekki verið gengið frá áætluninni til íullrar hlítar, þar sem aðeins eru liðnar fáar vikur siðan hug- myndina bar fyrst á góma. Bæði efnisval og efnisskipun verður að íhuga betur og einkum í samvinnu við ])á visindamenn og rit- höfunda, sem munu taka þátt í samningu ritsins. Það er því ein- ungis hægt að skýra frá aðaldráttunum á þessu stigi málsins. 51

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.