Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1939, Side 7

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1939, Side 7
verður að vanda til miklu meira og gera sem allra gíæsilegast og skreyta mjög mikið með myndum og listaverkum. Hvert þess- ara 5 binda teljum við lágt reiknað á 25 krónur eða verkið allt á 125 krónur. Ritið verður, árbækur félagsins 1943 og þarf ekki að kosta félags- menn nema 25 króna aukagjald, er greiðist á 5 árum. Hvernig er þá hægt að gefa þetta rit út, án mjög tilfinnan- legs kostnaðar fyrir félagsmenn'? Það er einmitt galdurinn við Mál og menningu, hin fjölmennu samtök fólksins, að geta leyst úr svona vanda á mjög léltan hátt. Þetta rit, þó stórt sé og dýrt, svarar þó ekki til meira en 3—4 ára útgáfu Máls og menningar, eins og nú er. En nú ætlum við ritinu að koma út öllu í heild 1943, eða tilheyra að minnsta kosti því ári, og koma í stað útgáfunnar það ár. Árgjald félags- manna 1943 fer þvi til að greiða ritið. Við liöfum reiknað út kostnaðinn, eins nákvæmlega og kostur er á fyrirfram, og við treystum okkur til að óhreyttu verðlagi að gefa út verkið handa félagsmönnum fyrir 35 krónur. Þar frá dregst árgjaldið 1943, sem félagsmenn greiða hvort eð er. Það aukagjald, sem félags- menn þurfa að leggja á sig til þess að eignast verkið, eru því aðeins 25 krónur. Greiðsluna hugsum við þanníg, að hún skipt- ist niður á 5 ár, þ. e. að félagsmenn greiði 5 krónur á ári frá því í ár til 1943. Það kemur þannig í ljós, að til þess að eign- ast glæsilegasta ritverkið, sem fram að þeim tima hefur verið úlgefið á íslandi, rit, sem á venjulegu bókhlöðuverði myndi aldrei kosta minna en 125 krónur, þUrfa félagsmenn aðeins að greiða 25 króna aukagjald og mega láta gjaldið skiptast niður á 5 ár, þ. e. greiðsluskilmálarnir eru eins hentugir og hugsazt getur. Við skulum þá í Ijósi þessa lita aðeins á þau kjör, sem félags- menn í Máli og menningu njóta fimm næstu ár. Þeir greiða 15 krónur á ári, eða alls 75 krónur, það er aðeins % af bóklilöðu- verði ritsins um ísland. Félagsmenn fá ])vi allar ársbækur Máls og menningar 1939—1942 ókeypis og meira en það. Undirbúningur útgáfunnar hefst strax í ár. Fyrstu bindin eiga að koma út 1942. L’ndirbúningur ritsins þarf að hefjast strax á þessu ári. Rit- stjórinn tekur þegar til starfa og efni bindanna verður að skipa niður þegar í ár, svo að allir, sem að ritinu vinna, geti hafið starf sitt i byrjun næsta árs. Þessvegna þurfum við að fá all- mikið greitt af kostnaðinum þegar í ár. Það kemur lika lang- 45

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.