Tímarit Máls og menningar - 01.07.1939, Síða 10
Til athugunar !
Við látum fyigja með tímaritinu tvenns konar áskrifta-
kort, annað (grœnt) handa þeim, sem fúsir eru að styðja
útgáfuna með Jjví lágmarjcsgjaldi, sem nauðsynlegt er til að
koma henni í framkvæmd, hitt (gult) handa þeim félags-
mönnum, sem vilja góðfúslega styrkja útgáfuna með hærra
framlagi og vinna þar með að þvi að gera liana enn vand-
aðri og glæsilegri.
Félagsmenn eru vinsamlega beðnir að útfylla þessi kort
og senda þau til okkar liið allra fyrsta. Það þarf aðeins
7 aura frímerki á kortin, ef þau eru send í pósti, ,en fé-
lagsmenn geta eins afhent þau umboðsmanni Máls og menn-
ingar, hver á sinum stað.
Sumt af efni þessa rits er þegar í hendurnar búið, sérstaklega
IV.—V. bindið. Sigurður Nordsíl hefur um margra ára hil unn-
ið að íslenzkri sögu og menningarsögu, bókinni um ísland, sem
honum hefur aldrei þótt fullvönduð, en er nú að miklu leyti
samin, eins og hann hyggst bezt að geta gengið frá henni. Okk-
ur var kunnugt um þetta verk Sigurðar Nordals og það gaf okk-
ur i rauninni áræðið til þess að leggja í þessa útgáfu. Við þurf-
um ekki að lýsa því, hvílíkt gildi ritið eignast með þessu verki
Sigurðar Nordals.
Mál og menning hefur hér tekið sér stórfenglegt menningar-
hlutverk. Það verður metnaður hvers félagsmanns að veita
til þess öflugt fulltingi, að útgáfan geti orðið félaginu og allri
íslenzku þjóðinni til verðugs sóma.
Er við höfum nú lýst fyrir félagsmönnum þessu verki, hug-
myndinni, sem í því er fólgin, því takmarki, sem félagið setur
sér með því, þeim ótrúlega litla kostnaði, sem leggst á hvern
félagsmann að jafnaði til þess að eignast það, erum við ekki í
mihnsta vafa um það, að félagsmenn muni allir sem einn
vilja leggja sinn skerf til þess. Og við viljum einmitt leggja
sérstaka áherzlu á það, að við óskum eindregið, að hver ein-
asti félagsmaður leggi strax hlut í þetta verk, ekki einungis fjár-
hagsins vegna, heldur til þess að sýna samhug félagsins og í
48