Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1939, Qupperneq 8

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1939, Qupperneq 8
hægast niður á félagsmenn að greiða 5 krónur á ári, og byrja greiðsluna nú. Okkur kæmi þó mjög vel, til þess að geta undir- búið ritið sem mest strax, að þeir, sem efnaðri eru, legðu fram allt gjaldið í ár eða helming þess. Því örari sem undirtektir félagsmanna verða þegar í byrjun, því betur og fljótar getur verkið gengið. Það er líka tilætlunin, þó ritið tilheyri allt árinu 1943, að láta tvö bindin a. m. k. koma út 1942 og prentun yrði þá að hefjast að liausti 1941. Félagsmenn geta gert riíið að glæsilegustu útgáfu á íslandi með því að styrkja hana með frjálsu framlagi. Auðvitað er geysilega mikið undir þvi komið, að þetta verk verði sem allra vandaðast og glæsilegast og sem minnst þurfi til þess að spara. Því meiri sómi væri það fyrir félagið í heild og því skemmtilegri eign fyrir hvern félagsmann. Hinsvegar vit- um við, að fjöldi félagsmanna hefur lítil peningaráð og munar um hverja krónuna í útgjöldum. Við höfum þvi ekki viljað gera ráð fyrir skreytingu úr hófi fram, heldur áætlað bókina hóf- samlega að frágangi. Fái nú hins vegar ritið góðar undirtektir og þyki mönnum hér um svo merkilegt stórvirki að ræða, að þeir vilji verulega leggja að sér til þess að fá ritið sem glæsi- legast i hendur, þá erum við sérstaklega þakklátir þeim félags- mönnum, sem treysta sér til að styrkja útgáfuna umfram þær lágmarksupphæðir, sem við setjum fram. Ef allmikill hluti fé- lagsmanna greiddi til dæmis 10 krónur á ári i stað 5 króna, þá yrði verulega ánægjulegt að vinna að þessu verki og gera það sem fegurst að öllu leyti. Við munum láta útbúa sérstök slcírteini lianda styrktarmönnum útgáfunnar. Verða skírteini þessi afhent 1943, en menn geta strax greilt inn á þau og fengið þar til útbúnar kvittanir. Allur útreikningur á kostnaði við útgáfuna er miðaður við, að félagsmenn verði 5000 og bækurnar prentaðar i 6000 eintök- um. Ef félagsmannatalan verður enn hærri, er það vitanlega hagnaður fyrir útgáfuna. Ritið, sem fær nafnið Arfur fsléndinga, á að geta markað tímamót í þekkingu þjóðarinnar á sjálfri sér. Þó að jafnvel svo stórt verk, sem hér er um að ræða, geti elcki tekið allt það með, sem æskilegt væri, er enginn vafi á, að það getur ekki einungis bætt úr þörf liðandi stundar, heldur markað tímamót í þekkingu þjóðarinnar á sjálfri sér. Það, sem fyrst og fremst gerir okkur kleift að leysa þetta 46

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.