Tímarit Máls og menningar - 01.07.1939, Qupperneq 17
ástæða til aS geta um í aðalyfirlitinu, en fróðlegt er fyrir les-
endur að vita nokkur deili á.
Aðalsjónarmiðinu i þessari bók er þegar lýst hér að framan.
Eg gæti um það að miklu leyti tekið undir orð ameriska rit-
höfundarins, James Harvey Robinsons: „Eg hef lengi verið þeirr-
ar skoðunar, að hinn eini verulegi skerfur, sem sagnfræðing-
arnir geta lagt til framfara vits og skilnings, sé að kynna sér
fortíðina með sífellt vakandi auga á samtiðinni.“ Þó að það
sé ekki tilgangur minn í þessu riti að prédika mínar skoð-
anir um það, hvernig leysa megi ýmis vandamál nútímans (það
má vera, að eg geri það seinna meir á öðrum vettvangi), þá
ættu sum af þessum vandamálum að skýrast við það, að rætur
þeirra eru raktar aflur í tímann. Einstök dæmi þessa má nefna.
Þó að miklar ytri hyltingar hafi átt sér stað í trúarsetning-
um og lífsskoðun íslendinga, svo sem kristnitakan árið 1000,
viðgangur liins kaþólska kirkjuvalds á miðöldum, siðaskiptin
á 10. öld, hinn strangi rélttrúnaður á 17. öld, skynsemishyggja
nútímans, — þá er samt órofið samhand milli lífsskoðana þeirra
nú á dögum og á elztu tímum, landnámsöldinni. Eitt af því.
sem jafnan hefur ráðið miklu í sálarlífi íslendinga og afstöðu
þeirra gagnvart öðrum þjóðum, er togstreita milli vanmeta og
ofmeta. Enn i dag eiga þeir bágt með að líta rólega og hrein-
skilnislega á aðstæður sinar, hvað þeir eru, geta og eiga og hvað
þá skortir, hvað þeim er um megn. Þeim hættir annars vegar
við sjálfbirgingsskap, hins vegar við furðulegu dómgreindar-
leysi á tízku og nýjungar. Þennan þátt i fari þjóðarinnar má
rekja mjög langt aftur i tímann, og í sambandi við liann standa
bæði sum merkustu afrek hennar og mestu skyssur. • Það
má telja höfuðnauðsyn fyrir fslendinga, bæði vegna andlegr-
ar heilhrigði þjóðlífs og einstaklinga og vegna skynsamlegrar
afstöðu til ýmissa menningarmála og þjóðmála, að stefna að
meiri einlægni og bersýni i dómum uin sjálfa sig, en hvorugt
fæst án meiri þekkingar. Hinn sögulegi arfur þeirra er bland-
inn, sagan hefur ekki einungis skilið þeim eftir afrek, fyrir-
myndir og verðmæti, lieldur ýmiss konar mein og viti, sem
siður er haldið á loft og sízt með skilningi á uppruna þeirra.
Ef ])etta rit um íslenzka menningu, sem höfundur hefur hug
á að rita af sem mestri hreinskilni, gæti vakið greinda lesend-
ur til þess að liugsa betur en áður um það, hver vandi og veg-
semd »r í því fólgin, að vera fslendingur nú á dögum, væri
aðaltilgangi þess náð.
55