Tímarit Máls og menningar - 01.07.1939, Side 9
verk af hendi, er hið mikla starf prófessors Sigurðar Nordal.
Það er maður, sem starfað hefur, að miklu leyti i kyrrþey, að
rannsókn islenzkrar sögu, þjöðmenningar og bókmennta um ára-
tugi, ekki einungis leyst sjálfur glæsileg ritverk af hendi, held-
ur alið upp menn eða örvað menn til rannsókna í þessum efn-
um, svo að nú eigum við allmikið val manna, sem haldgóða og
viðtæka þekkingu eiga á lifi íslenzku þjóðarinnar. Nokkrir ís-
lenzkir rithöfundar hafa unnið þjóðinni nýja frægð út á við. Þeg-
ar færustu menn þjóðarinnar á þessu sviði leggjast á eitt, þurf-
um við ekkert að óttast um það, að þetta rit geti orðið vel sam-
boðið okkur íslendingum til þess að kóma fram með fyrir ná-
granna])jóðir okkar og geta sagt: Hér er mynd af þeim skerfi,
sem við höfum lagt fram í þúsund ára baráttu okkar við hörð-
ustu lífskjör, í fjarlægð við hinn stóra heim. En þó er fyrir okk-
ur fyrst og fremst ó það að líta, að íslenzka þjóðin sjálf, allur
aimenningur í landinu, fær hér í hendur athyglisverða mynd
af náttúru landsins, af hverri öld í 'sögu þjóðarinnar, af allri
sinni sögulegu arfleifð, sér grundvöllinn þar sem við stöndum
og verðum að byggja á framtíðina, ef okkur á vel að vegna.
Prófessor Sigurður Nordal hefur tekið að sér yfirstjórn út-
gáfunnar og ritar sjálfur meginið af tveim bindununí
Stjórn Máls og menningar hefur leitað til prófessors Sigurðar
Nordals, þess íslendings, sem hún treystir bezt til þess að velja
og skipa efninu í þetta rit og hafa ritstjórn þess á hendi. Hann
gerir sjálfur nánari grein fyrir innihaldi verksins á öðrum stað í
timaritinu. Við gerum ráð fyrir, að efnið skiftist þannig í bindi:
I. bindi. Náttúra íslands, sambúð lands og þjóðar, fegurð
landsins, valdar glæsilegustu myndir úr öllum landshlutum. Sér-
stakur þáttur verður um Þingvöll. Þetta bindi verður ritað af
náttúrufræðingum, og fegurðarlýsingarnar m. a. af skáldum.
II. —III. bindi. íslenzk listaverk, helztu bókmenntaafrek þjóð-
arinnar og önnur listaverk, t. d. i málaralist, silfursmíði o. s. frv.
Þessi hindi verða samin af íslenzkufræðingum, skáldum og rit-
höfundum.
IV.—V. hindi. íslenzk menning, líf og saga þjóðarinnar, við-
horf hennar á ýmsum tímum, siða- og trúarskoðanir, alþýðu-
menning o. s. frv. Aðalkjarni þessara binda verður saminn af
prófessor Sigurði Nordal.
Allt ritið verður skreytt af listamönnum, með sýnishornum af
litprentuðum málverkum og höggmyndum, ýmsum verklegum ger-
semum o. s. frv.
47