Tímarit Máls og menningar - 01.07.1939, Síða 12
Arfur Isiendinga.
i.
Þegar formaður Máls og menningar, niag. art. Kristinn E. And-
résson, fór þess á leit við mig, að hafa umsjón með útgáfu rit-
verks þess, sem hann hefur skýrt frá hér að framan, og semja
nokkurn hluta þess, fannst mér vandi vel boðnu að neita. Eg
lief lengi hugsað um og viðað að mér efni í bók, er rekja skyldi
aðalþætti íslenzkrar sögu og menningar frá svipuðu sjónarmiði
og gert er ráð fyrir i þessu verki, og af því að Kristni var
nokkuð kunnugt um þetta, mun liann hafa snúið sér til min.
En vitanlega hafði eg hugsað mér þessa bók í smærri stíl, hæði
fyrirferðarminni og takmarkaðri að efni, meðan eg ætlaði að
semja liana einn mins liðs og taka ekki önnur atriði til með-
ferðar en eg væri sjálfur sæmilega kunnugur.
Það er sannfæring mín, að ril af þessu tagi muni ekki ein-
ungis geta verið til fróðleiks og skennntunar, heldur eigi það
annað og brýnna erindi til þjóðarinnar, ef svo tekst að gera
það úr garði, sem til er ætlazt. Þó að þau vegamót, sem þjóðin
stendur á í utanríkismálum sínum 1943, séu ærið tilefni þess
að knýja hana til rannsóknar á sjálfri sér og lífsskilyrðum sín-
um, stendur hún í mörgum öðrum efnum, sem í raun og veru
munu ráða engu minna um örlög hennar, á hinu mesta breyt-
ingaskeiði. Það má heita, að á síðasta aldarfjórðungi liafi orðið
byltingar í flestum greinum þjóðlífsins, og það lætur nærri, að
þeir menn, sem muna 50 ár aftur i tímann, hafi lifað jafnmikl-
ar hreyfingar á hugsunarhætti, atvinnuháttum og þjóðháttum og
áður höfðu gerzt frá þvi á söguöld. Marga hefur sundlað svo við
öll þessi umskipti, að þeir hafa borizt með straumnum án ])ess
að vita sitt rjúkandi ráð, en öðrum hefur farið svo, að þeir
hafa einblínt á allar framfarirnar og fundizt fortíðin engu máli
skipta á þessari nýju gullöld. En jafnframt þessu hefur samt
lika komið í ljós, að breytingarnar sjálfar hafa vakið ýmsa til
umhugsunar um allt það, sem var að hverfa og umskapast, ekki
sizt eftir að nýir erfiðleikar steðjuðu að í kjölfar framfaranna.
Það er greinilegt, að áhugi almennings á ýmiss konar söguleg-
um fræðum hefur farið vaxandi ’á síðustu árum og jafnframt
því ræktarsemi við þjóðleg verðmæti. Það er þvi gild ástæða
til þess að vona, að hverri þeirri tilraun, sem nú er gerð til
þess að lijálpa þjóðinni að átta sig á vandamálum samtíðarinn-
ar með því að varpa á þau Ijósi sögunnar, verði gaumur gefinn
50
i______