Tímarit Máls og menningar - 01.07.1939, Blaðsíða 4
Rit urn íbúðir og hýbýlaprýði.
Samningu þessa rits er ekki að fullu lokiS, svo að prentun
getur ekki byrjað fyrri en i .ágúst. Við getum þvi ekki enn gefið
félagsmönnum neina glögga hugmynd um, hvernig ritið verður,
en eitt höfum við séð, að allir aðilar leggja sig fram um að gera
það sem bezt úr garði.
Rauðir pennar, V. bindi,
eru einnig í undirbúningi og verður reynt að vanda til þeirra
sem allra bezt. Við vonumst til að geta komið öllum bókunum
út i september, október og nóvember.
Mannkynssagan.
Eins og við höfum áður tilkynnt, er farið að undirbúa útgáfu
mannkynssögunnar. Við gerum ráð fyrir henni i 6 bindum, um
25 arkir eða m. k. 350 blaðsiður hvert bindi, í sama broti og
Rauðir pennar. Tilætlunin er, að það komi eitt bindi á ári og
þá í stað tveggja bóka, þannig að útgáfa félagsins verði 5 bæk-
ur árlega þau ár, sem mannkynssagan kemur út. Við liöfum leit-
að til nokkurra sagnfræðinga um samningu á verkinu. Ásgeir
Hjartarson, ungur sagnfræðingur, hefur tekið að sér undirbúning
fyrsta bindisins, en við getum varla gert ráð fyrir, að útgáfan
hefjist fyrr en 1941.
Áætlun fyrir næsta ár
er ekki nema að litlu leyti ákveðin ennþá og nógur tími að
skýra frá henni. Við sjáum ekki fyrr en síðar i haust, livorl
möguleikar verða til að koma út fyrsta bindi mannkynssögunnar
strax að ári. Eftir því verður útgáfa annarra bóka að fara.
Mun ég svo ekki tefja lengur tímann frá því stórmáli, sem flutt
er hér á eftir. Þar er um fyrirætlun að ræða, sem hefja mun
allt starf Máls og menningar i nýtt veldi, gefur félaginu stór-
fenglegt hlutverk að leysa af liendi, sem er ekki einungis tengt
við félagið sjálft, heldur alla þjóðina.
Kr. E. A.
42