Ægir - 01.06.2012, Blaðsíða 25
25
hefur óneitanlega orðið mikil breyting til
batnaðar á þessum fundum frá því sem
var fyrir um áratug síðan eða svo, um-
ræður hófstilltari, hvað sem veldur. Hér
áður fyrr var stemningin stundum raf-
mögnuð, svo vægt til sé orða tekið!“
– Ég þykist nú samt vita að sjómenn
hafi haft sitt að segja um niðurskurðar-
tillögur ykkar í ýsunni?
„Jú, vitanlega fann maður fyrir von-
brigðum og áhyggjum víða um landið
vegna stöðu ýsustofnsins. Auðvitað
heyrðust raddir sem ekki töldu útlitið
geta verið svo svart sem gögnin benda
til og vísuðu til ónákvæmni mælinga á
árgangastærð. En skilningur flestra var
fyrir þeirri staðreynd að afrakstur ýsunn-
ar byggði á styrk þeirra árganga sem
væru að koma inn í veiðina og að mæl-
ingar á árgangastyrk ýsu væru til þess
fallnar að taka þær alvarlega. Eins var
samhljómur meðal fundarmanna um að
gott hefði verið að fara heldur hægar í
veiðar á þeim sterku árgöngum sem
komust á legg um og eftir aldamótin, þó
svo væntanlega ekkert hefði komið í veg
fyrir lægðina sem við nú stöndum
frammi fyrir.“
– Stundum hefur því verið fleygt að
vísindamenn séu ekki tilbúnir að hlusta
á rök sjómanna, sem vísa gjarnan til eig-
in fiskifræði sem ekki er alltaf alveg sam-
hljóða ykkar nálgun. Eruð þið ekki nógu
duglegir að nýta ykkur þekkingu sjó-
mannanna?
„Seint tel ég að nóg sé að gert í þeim
efnum. Spurningin hvort nægilega sé
tekið tillit til „fiskifræði sjómannsins“
kemur oft upp þó ég telji að almenn sátt
sé um að vísindaleg nálgun sé farsælust
við stjórn fiskveiðanna. Góður fiskifræð-
ingur notar hins vegar þekkingu sjó-
manna í nálgun sinni við viðfangsefnið
svo sem við túlkun ganga. Og það er
mikill misskilningur að við notum ekki
gögn frá fiskiskipunum. Afladagbækur
hafa um langt skeið verið nýttar og raf-
rænar afladagbækur gefa nú mikla
möguleika. Við eigum í afar áhugaverðu
samstarfi við nokkrar útgerðir um að
koma rafrænum aflaupplýsingum í not
við okkar úttektir á fiskistofnunum. En
reglubundið samstarf okkar við sjómenn
er okkur afar mikilvægt. Við starfrækjum
vinnuhópa um ýmsar tegundir eins og
þorsk, grálúðu og karfa, höfum að auki
átt frábært samstarf við útgerðir og skip-
stjóra uppsjávarskipanna um gagnaöflun
og þannig mætti áfram telja. Við erum
þannig alltaf að vinna með gögn og
upplýsingar frá sjómönnum og útgerð-
um.“
Í tæplega 30 ár hafa Íslendingar stuðst
við aflamarkskerfi við stjórn fiskveiða. Á
sama hátt og stuðningsmenn kerfisins
hafa bent á að það hafi gegnt lykilhlut-
verki við stjórnun fiskveiða hér við land
hafa andstæðingar þess haldið því fram
að kerfið hafi litlum árangri skilað. Hvað
segir forstjóri Hafrannsóknastofnunarinn-
ar um árangurinn af aflamarkskerfinu?
„Það er enginn vafi á að fiskveiðistjór-
nun hér við land hefur skilað eftirtektar-
verðum árangri. Fyrir þjóð sem er háð
árangri á þessu sviði er ljóst að árangur
verður að nást og það hefur sannarlega
gerst, en við getum gert enn betur. Fisk-
veiðiráðgjöfin snýst um að nýta eins vel
og unnt er uppvaxandi árganga, efnivið-
inn á hverjum tíma. Mælingar beinast því
ekki síst að því að meta styrk árganga.
En svo eru það umhverfisskilyrðin, nátt-
úran, sem skapa endanlegan ramma.
Hagstæð skilyrði síðustu misserin hafa
gert að þorskurinn hefur þyngst vel eftir
nokkur mögur ár og það skiptir sköpum.
Um þessar sveiflur fáum við litlu ráðið,
en veiðiálaginu getum við hins vegar
stjórnað.“
– Víkjum aðeins aftur að rannsóknar-
þættinum og þeirri náttúrlegu óvissu sem
fiskifræðin glímir við ofan á allt annað.
Er einhver leið til þess að meta til fulln-
ustu þessi áhrif á fiskistofna?
„Lítil breyting á hitastigi sjávar og haf-
straumum getur haft gríðarleg áhrif á
vöxt og viðgang stofnanna og bara fyrir
þær sakir einar verða niðurstöður reikni-
líkana sem stofnunin notar alltaf óvissu
háðar,“ segir Jóhann og víkur strax að
kald- og hlýsjávarskeiðum sem ríkt hafa
Þorskurinn sem veiðst hefur síðustu ár hefur verið mjög vel haldinn og virðist nú upplifa kjörskilyrði undan ströndum landsins.
Það er enginn vafi
á að fiskveiði-
stjórnun hér við
land hefur skilað
eftirtektarverðum
árangri.
Æ G I S V I Ð T A L I Ð