Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2012, Blaðsíða 27

Ægir - 01.06.2012, Blaðsíða 27
27 V E I Ð I R Á Ð G J Ö F Hafrannsóknastofnunin til- kynnti fyrir skömmu ráðgjöf sína fyrir komandi fiskveiðiár. Þótt fátt hafi komið á óvart í ráðgjöfinni voru gleðitíðindin óneitanlega að þessu sinni áframhaldandi vöxtur þorsk- stofnsins með tilheyrandi ráð- gjöf um aflaaukningu. Rætt er ítarlega við Jóhann Sigurjóns- son, forstjóra Hafrannsókna- stofnunarinnar, um þorsk- stofninn og fjölmörg önnur at- riði hér framar í blaðinu. Á sama hátt og tíðindin af þorskinum eru gleðileg er lakara ástand ýsustofnsins til- efni vonbrigða. Síðustu ár- gangar hafa verið mjög litlir eftir góða nýliðun áranna 1998-2003 og meðalárganga á árunum þar á eftir. Hér á eftir fer stutt samantekt úr veiði- ráðgjöf Hafrannsóknastofnun- arinnar en sjávarútvegsráð- herra tilkynnir aflamark kom- andi fiskveiðiárs fyrri hluta júlímánaðar ef horft er til reynslu síðustu ára. Sú reynsla sýnir jafnframt að ráð- herra hverju sinni fer að mestu eftir ráðgjöf vísinda- manna en alltaf eru einhver dæmi um frávik frá henni og þá yfirleitt til aukningar. Þorskur Í skýrslu Hafrannsóknastofn- unarinnar um nytjastofna sjávar 2011-2012 og aflahorf- ur fyrir fiskveiðiárið 2012- 2013 segir orðrétt: „Þar sem nýliðun á undangengnum áratug hefur verið slök þá er stækkun stofnsins á undan- förnum árum afleiðing af minni sókn. Samkvæmt afla- reglu sem er í gildi verður aflamark fiskveiðiárið 2012/2013 196 þús. tonn og ef aflareglunni er fylgt eru líkur á að afli vaxi í 250 þús. tonn á komandi árum. Meiri afla er ekki hægt að búast við nema nýliðun verði betri en á undanförnum árum.“ Ýsa Um ýsustofninn segir Hafró: „Framreikningar sýna að ýsu- stofninn mun halda áfram að minnka á komandi árum þeg- ar litlu árgangarnir frá 2008- 2011 koma inn í hrygningar- stofninn og líkur á að hann verði nálægt sögulegu lág- marki árin 2014–2015. Til að hættan á slíku verði lítil legg- ur Hafrannsóknastofnunin til að hámarksaflamark ýsu fisk- veiðiárið 2012/2013 verði 32 þús. tonn, sem er í samræmi við fyrirliggjandi tillögu að aflareglu.“ Ufsi „Á síðustu tveimur árum hef- ur farið fram greining á hugs- Ekki er á vísan að róa í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar fyrir komandi fiskveiðiár: Þorskur upp, ýsa niður og ufsaaflinn svipaður Stærð hrygningar- og viðmiðunarstofns þorsks frá árinu 1975 ásamt framreikningum til ársins 2016, miðað við að afli verði samkvæmt aflareglu. Smiðjuvegi 66 • 200 Kópavogi Sími 580 5800 • www.landvelar.is Bosch Rexroth þjónusta Sérhæft verkstæði fyrir vökvadælur og mótora Sala, varahlutir og viðgerðir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.