Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2012, Blaðsíða 12

Ægir - 01.06.2012, Blaðsíða 12
12 veruleg ótíðindi fyrir okkar fyrirtæki og byggðarlagið í heild. Það stendur enginn undir ofurskattlagningu af þessu tagi.“ Stefán segir alvarlegustu ógnina af þessari ofurskatt- lagningu þá, að til lengri tíma muni sjávarútvegurinn ekki verða samkeppnisfær. „End- urnýjun skipa og búnaðar mun sitja á hakanum vegna þess að útgerðin mun ekki hafa getu til þess að fjárfesta. Fjárfestingar eru einmitt grundvöllur undir aukna verðmætasköpun og meiri arðsemi fyrirtækja og þar með af þeim auðlindum sem þau nýta. Það er þess vegna afar mikilvægt að greinin búi við góð og stöðug rekstrar- skilyrði þar sem byggt er á langtímasjónarmiðum en ekki á skammtímasjónarmiðum misviturra stjórnmálamanna.“ Allir tapa á endanum Halldór segir jafnframt að veiðigjaldafrumvarpið sem varð að lögum sýni hversu langt, ráðherrar og margir stjórnarliðar, ásamt öðrum þingmönnum, séu frá raun- veruleikanum. Hann segir að á endanum muni allir tapa á þessum breytingum, ekki bara útgerðin heldur allur al- menningur. „Ég er ekki með neina há- skólagráðu, hvað þá að ég hafi komið nálægt hagfræði, en ég geri mér þó fulla grein fyrir því að það munu allir tapa á þessu. Þeir sem ætla að taka við rekstrinum af þeim sem fara á hausinn hljóta að þurfa að leysa hann til sín og það þarf fjármagn til þess og þá væntanlega lán. En það gengur bara ekki upp að taka lán eða fara í nýfjár- festingu miðað við forsendur frumvarpsins.“ Stefán tekur undir þau orð Halldórs að allir muni á end- anum tapa á ofurskattlagn- ingu. „Ég tel að aukin skatt- lagning eins og fram kemur í lögunum um veiðigjöld sé bæði vond og ranglát. Það verður að vera fyrir hendi hvati til þess að reka félögin vel áfram,“ segir hann. Hærri skattar – minni þjónusta Sigurður tekur í sama streng: „Ofurskattar í hverju sem þeir eru fólgnir munu draga úr vilja manna til að áhætta fjár- munum, atvinnu og framtíð og enn er verið að höggva í sama knérunn með skattlagn- ingu á landsbyggðina og á sama tíma er dregið verulega úr opinberri þjónustu. Flutn- ingur fjármuna af efna- minnstu svæðum landsins til efnaðasta svæðis landsins er óþolandi. Það er undravert að alþingismenn okkar skulu láta „isma“ ráða för frekar en hagsmuni umbjóðenda sinna og íbúa dreifbýlisins.“ H Æ K K U N V E I Ð I G J A L D A www.isfell.is Handfæravörur Ísfell býður fjölbreytt úrval gæðavöru fyrir handfæraveiðarnar: Demparar, girni, gúmmí, nælur með sigurnagla, krókar, sigurnaglar, sökkur og statíf Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is Sigurður Viggósson, framkvæmdastjóri Odda á Pat- reksfirði. „Ofurskattar í hverju sem þeir eru fólgnir munu draga úr vilja manna til að hætta fjármunum, atvinnu og framtíð og enn er verið að höggva í sama knérunn með skattlagningu á landsbyggðina.“ Halldór Ármannsson rær á Guðrúnu Petrínu GK-107. Hann og Ármann Halldórsson, faðir hans, reka fyrir- tæki saman. Þeir feðgar eru hér kampakátir á Hólmavík en Halldóri er ekki hlátur í hug yfir þreföld- un veiðigjaldsins. Ljósmynd: Jón Halldórsson, Hólmavík Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. „Ég geri ráð fyrir að Ísfélagið þurfi að greiða allt að 900 milljónir á næsta fiskveiðiári í veiðigjöld. Veiðigjöldin munu auðvitað hafa mikil áhrif á félagið.“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.