Ægir - 01.06.2012, Blaðsíða 17
17
H A F N I R
Hjá höfnum Fjarðabyggðar
hefur á síðustu tveimur árum
verið landað vel á sjötta
hundrað þúsund tonnum af
fiski. Hafnirnar sjö sem telj-
ast til hafna Fjarðabyggðar
taka tóku þannig á móti fjórð-
ungi alls fiskafla á þessum
árum og ber landshlutinn höf-
uð og herðar yfir aðra hvað
varðar landanir uppsjávarafla.
Undir samheitið Fjarða-
byggðarhafnir falla hafnirnar
á Neskaupstað, Eskifirði,
Reyðarfirði, Mjóafirði, Fá-
skrúðsfirði og Stöðvarfirði
auk hafnarinnar við álver Al-
coa Fjarðaáls.
Mikilvægi hafnanna
Steinþór Pétursson hafnar-
stjóri segir að mikilvægi hafn-
anna og starfsemi í kringum
þær sé mikið fyrir byggðar-
lögin í sveitarfélaginu. Sjávar-
útvegur og sjóflutningar og
alhliða þjónusta við starfsemi
tengda sjónum er lífibrauð
stórs hluta íbúa sveitarfélags-
ins. Hann bendir á að eðli
starfseminnar breytist stöðugt
í samræmi við aðra þróun á
svæðinu. Ekki aðeins hafi til-
koma álversins haft í för með
sér stóraukið umfang flutn-
inga heldur hafi einnig orðið
mikil breyting á allri umsýslu
með fiskafla. Aukin sérhæfing
fyrirtækja og einstakra
vinnslustöðva þýði einfald-
lega að aðlaga þurfi framboð
þjónustunnar til samræmis.
„Hvernig starfsemi Fjarða-
byggðahafna verður eftir tíu
ár er engin leið að segja fyrir
um. Ég hef fylgst grannt með
byggðaþróun hér eystra í 20
ár og veit að hlutirnir geta
breyst hratt. Það er auðvitað
alltaf erfitt að spá um framtíð-
ina en ég tel að við höfum
ástæðu til að vera bjartsýn,“
segir Steinþór.
Hálf milljón tonna
á tveimur árum
Horft yfir höfnina á Eskifirði.