Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2012, Blaðsíða 14

Ægir - 01.06.2012, Blaðsíða 14
14 S A L T F I S K M A R K A Ð I R Hafnarbryggju - 580 Siglufjörður Sími 422 2442 - GSM 899 7807 - Fax 467 1203 allar greiðslur á réttum tíma. Við erum í samskiptum við milliliði sem þurfa ef til vill að glíma við einhver vanda- mál en við höfum ekki fund- ið fyrir því ennþá að minnsta kosti.“ Gunnar segir að þegar verðið á mörkuðunum fór hækkandi fyrir nokkrum ár- um þá kom inn á markaðinn ódýrari fiskur, þar á meðal eldisfiskur. Þessi fiskur er nú aftur á undanhaldi að sögn Gunnars því þorskurinn hefur lækkað í verði með aukinni þorskveiði Rússa og Norð- manna í Barentshafi. „Um leið og framboðið eykst þá lækkar verðið, það er gömul saga og ný, hins vegar stækk- ar markaðssvæðið líka með lægra verði. Sem dæmi má nefna að hjá nokkrum útflytj- endum fer í dag meira af ferskum þorski á Frakklands- markað en til Bretlands, sem áður fyrr var stærsti markaður okkar fyrir þorskafurðir,“ seg- ir Gunnar Tómasson. Mörg öflug fyrirtæki eru hér á landi sérhæfð í saltfiskvinnslu. Íslenskur saltfiskur er borinn fram með fjölbreyttum hætti á veitingahúsum í Evr- ópu. Hér er ein útfærslan á veitingahúsi í Barcelona. Vegna efnahagsástandsins hafa neytendur í Suður Evrópu í vaxandi mæli fært sig úr stærri og dýrari saltfiski yfir í smærri saltfisk.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.