Ægir - 01.06.2012, Blaðsíða 22
22
Í ástandsskýrslu stofnunarinnar segir
m.a. um lækkaða veiðidánartölu þorsks
og lækkað veiðihlutfall: „Þessi þróun
hefur haft í för með sér að árgangar end-
ast betur í stofninum og hann fer nú
vaxandi. Bæði viðmiðunarstofn og
hrygningarstofn þorsks hafa vaxið hratt á
undanförnum árum og er hrygningar-
stofninn nú meira en tvöfalt stærri en
hann var lengst af síðustu áratugina og
hefur ekki verið stærri síðan á fyrri hluta
sjöunda áratugs síðustu aldar. Hlutdeild
eldri fisks í afla hefur aukist þrátt fyrir að
frekar lélegir árgangar séu uppistaða
veiðistofns nú. Áhrif þessa gætir í veru-
lega auknum afla á sóknareiningu og
meiri hagkvæmni við að ná í úthlutaðar
aflaheimildir. Segja má að þetta séu
dæmigerð einkenni þess að stjórn veið-
anna og ástand stofnsins séu að færast í
gott horf.“
Jóhann Sigurjónsson er forstjóri Haf-
rannsóknastofnunarinnar. Hann var í
upphafi Ægisviðtalsins spurður að því
hvort ekki væri of varlega farið í ráðgjöf-
inni um veiðar á þorski á komandi fisk-
veiðiári í ljósi góðs ástands stofnsins.
Ekki of varlega farið
„Alls ekki,“ svarar Jóhann spurningunni
og leggur þunga áherslu á orð sín.
„Reynslan sýnir okkur að mat á hverjum
tíma er töluverðri óvissu háð og við
verðum að gæta þess að óvissan getur
bæði leitt til vanmats og ofmats á stofn-
inum. Við verðum líka að hafa hugfast í
þessu samhengi að í gildi er aflaregla í
þorski, yfirlýst nýtingaráætlun stjórn-
valda. Sú krafa er orðin grundvallaratriði
á alþjóðavettvangi, að fylgt sé langtíma
nýtingaráætlunum fyrir alla megin fiski-
stofna. Þessari reglu var upphaflega
komið á með þrennt að leiðarljósi; að
tryggja langtíma afrakstur af þorskstofn-
inum, stuðla að sem jöfnustum afla og
að halda jafnframt í lágmarki líkunum á
því að stofninn færi niður fyrir skilgreind
hættumörk. Reglan var sérstaklega próf-
uð af Alþjóðahafrannsóknaráðinu árið
2009 með tilliti til þessara þátta og form-
lega staðfest að sé henni beitt árlega
standist hún alþjóðleg viðmið um lang-
tíma hámarks afrakstur og alþjóðlegar
samþykktir um varúðarnálgun við stjórn
fiskveiða. Gert var ráð fyrir að reglan
gilti a.m.k. í fimm ár en yrði endurskoð-
uð með vísan til árangurs að þeim tíma
liðnum.“
– Núverandi aflaregla gerir ráð fyrir
því að veiðar séu heimilaðar á 20% af
veiðistofni hverju sinni. Er þetta ekki of
lágt hlutfall? Hefði einhver hætta verið í
því fólgin að halda sig við fara með hlut-
fallið í 22% úr 25% eins og það var fyrir
breytinguna?
„Þeir útreikningar sem gerðir voru í
tengslum við ákvörðun um breytingu á
aflareglunni á sínum tíma sýndu – og
það kom m.a. fram í skýrslu starfshóps á
vegum sjávarútvegsráðherra árið 2004 –
að hagkvæmasta veiðihlutfallið væri á
bilinu 18-23%, nærri lægri mörkum
þessa bils þegar hrygningarstofn og ný-
liðun er léleg eins og þá var. Ákveðið
var 2009 að fara nær lægri mörkunum
en þeim efri, m.a. með vísan til þess að
við höfðum ofmetið þorskstofninn nokk-
ur ár í röð og því ástæða til varfærni.“
– Er ástæða til að endurskoða afla-
regluna?
„Vitaskuld myndi stofninum ekki stafa
hætta af smávægilegri hækkun veiðihlut-
falls. En það er samt ekki skynsamlegt
að breyta aflareglu sem er hugsuð til
langs tíma þó svo að allt bendi til þess
að árangur sé að nást, að stofninn sé á
réttri leið. Þvert á móti ætti það að telja í
okkur kjark til að standa fast í lappirnar
og fylgja þessari skynsamlegu stefnu eft-
ir. Þorskur er langlíf skepna og hófleg
sókn skilar sér fyrr en síðar. Það er því
klárlega það eina rétta í stöðunni að
fylgja núgildandi aflareglu en ljúka svo á
næstu tveimur árum skoðun á skynsemi
þess að breyta henni, t.d. að ákveða
hækkun veiðihlutfalls.“
Alþjóðleg viðurkenning tímabær
– Þáverandi sjávarútvegsráðherra sendi
einmitt bréf til ICES, Alþjóðahafrann-
sóknaráðsins, árið 2009 þar sem því var
lýst yfir að aflareglunni yrði fylgt til
næstu fimm ára. Var það e.t.v. frum-
hlaup í ljósi þess að stofninn virðist nú
enn sterkari en vísbendingar gáfu þá til
kynna?
„Nei, það var afar mikilvæg ákvörðun
að gefa út þessa yfirlýsingu. Það var orð-
ið löngu tímabært fyrir okkur að fá al-
þjóðlega viðurkenningu á því að stjórn
okkar á þorskveiðum stæðist ítrustu
kröfur. Aðalatriðið var þó alvarleg staða
þorskstofnsins og nauðsyn þess að grípa
inn í svo viðsnúningur næðist. Sem bet-
ur fer erum við að sjá árangur af þessu
inngripi. Jafnvel þótt stofninn þyldi meiri
veiði nú er ávinningurinn ótvíræður af
Hafró hefur nýverið lokið fundaröð um landið. „Spurningin hvort nægilega sé tekið tillit til „fiskifræði sjómannsins“ kemur oft upp þó ég telji að almenn sátt sé um að vís-
indaleg nálgun sé farsælust við stjórn fiskveiðanna,” segir forstjórinn.
Æ G I S V I Ð T A L I Ð