Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2013, Blaðsíða 6

Ægir - 01.01.2013, Blaðsíða 6
6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Vilji til breytinga og aðlögun að nýjum aðstæðum hefur lengi ver- ið eitt megineinkennið á íslenskum sjávarútvegi. Þetta sást til að mynda á sínum tíma þegar segja má að landið hafi verið skuttog- aravætt nánast á einu bretti með tilheyrandi breytingum á vinnsluháttum í landi. Önnur bylgja breytinga varð þegar frystitog- ararnir komu til sögunnar og ísfisktogurum var breytt í stórum stíl í frystitogara. Það er svo aftur önnur saga hvort skrefið hafi verið rétt, þ.e. að breyta eldri skipum í stað þess að byggja ný. Vissu- lega fylgdi því oft og tíðum umtalsverður kostnaður að koma frystibúnaði fyrir í gömlu skipunum og vinnuaðstaða var ekki allt- af eins og best verður á kosið. En hafa verður í huga að á upp- hafsárum frystitogaranna var þetta nýjung í útgerð og hugsun sem fáir hefðu getað spáð fyrir um hvort og þá hvernig kæmi til með að ganga upp. Ef horft er á markaðsmálin var lengi vel ekkert annað í kortun- um en frysting á Bandaríkjamarkað. Og engum datt þá í hug að fiskur yrði fluttur unninn og ferskur á Evrópumarkað með flugvél- um. En sú varð raunin, eins og við þekkjum á síðustu árum. Og nú er sú breyting augljóslega að eiga sér stað að vægi sjófrysting- ar minnkar en meira mun fara í gegnum landvinnslu, bæði fyrir ferskfiskmarkaði og í frystingu. Margt spilar þarna inn í; markaðs- aðstæður á hverjum tíma, gengismál, olíuverð, nýjar hækkanir á veiðileyfagjaldi og áfram mætti telja. Enn og aftur sést hversu hratt er brugðist við í greininni, bestu tækifærin á hverjum tíma eru gripin, jafnvel þó þau kalli á sársaukafullar aðgerðir í ein- hverjum tilvikum. Í íslenskum sjávarútvegi er rík sú hugsun að ná hámarksárangri, reka fyrirtækin með hagnaði, skapa atvinnu, skila arði til samfélagsins. Og ganga vel um auðlindina. Það er best gert með því að nýta hana með réttum hætti, bera virðingu fyrir hráefninu og skila því í hámarksgæðum til viðskiptavina úti í hinum stóra heimi. Í þessari grein eins og öðrum finnast svartir sauðir en heilt yfir ber fólk í sjávarútvegi ríka virðingu fyrir auð- lindinni og því sem miðin gefa af sér. Í Ægi er að þessu sinni fjallað nokkuð um þætti sem snúa að vinnslutækni og meðferð hráefnis. Nú þegar víða er þrengra en áður á afurðamörkuðum er vel merkjanlegt að íslenskir framleið- endur sjá tækifæri í að halda á lofti gæðum afurðanna. Þar geta legið markaðstækifæri fyrir Íslendinga. Sigurjón Arason, yfirverk- fræðingur hjá Matís, hefur lengi unnið með fiskvinnslufyrirtækj- um hér á landi og hefur haldið á lofti gildi kælingar afla og að meðhöndlun hráefnis í gegnum allan vinnsluferilinn sé rétt. Sig- urjón segir um þetta efni í viðtali hér í blaðinu: „Við erum í bullandi samkeppni við aðrar þjóðir með aðal vör- una, sem er flökin. Og ef við ætlum okkur að vinna þann markað þá snýst baráttan um gæðin - blæðingu og kælingu og meðhöndl- un aflans. ... Sterk keðja er aldrei sterkari en veikasti hlekkur hennar. Við þurfum að ná samstöðu um það að þeir sem nýta auðlindina eigi að nýta hana með því hugarfari að við fáum bestu gæðin út úr henni. Um leið og gæðin eru í lagi fáum við líka mestu verðmætin.“ Þetta eru orð að sönnu. Eða eins og Sigurjón undirstrikar í við- talinu: „Við ætlum okkur að sigra markaðinn á gæðunum - ekki magninu.“ Ýsuaflinn að setja smábátasjómenn í þrot „Það segir sig sjálft að þegar menn þurfa að leigja ýsu á 315 til 318 krónur kílóið, en verð á fiskmörkuðum getur farið niður í 245 til 250 krónur, þá endar það með því að menn komast í þrot. Út frá Sandgerði er töluverð ýsa á harða botninum í Karg- anum en ef við förum lengra út á lina botninn náum við að veiða meira af þorski enda komið fram í janúar. Þar er enginn þorskur á haustin. Vertíðin fer að bresta á og þá eykst hlutfall þorsks í aflanum. Hins vegar er staðan hjá mér þannig að ég er í mínus í ýsu en á eftir að veiða 150 tonn af þorski miðað við slægt og fiskveiðiárið er rétt hálfnað. Ljóst er að við borgum með ýsunni þegar búið er að greiða allan kostnað við veiðarnar og laun. Spurningin er hvað menn halda lengi út. Það þarf að auka ýsukvótann. Við veiðum allt of lítið af ýsu miðað við útgef- inn þorskkvóta. Eftir kvótaskerðinguna eru sumir krókaafla- marksbátar með um 5 til 10% af ýsu miðað við þorsk og sú samsetning gengur aldrei upp.“ Halldór Ármannsson, smábátaeigandi í Sandgerði, í Fiskifréttum Minni sveigjanleiki í kerfinu til að bregðast við í ýsunni „Niðurstaðan er einfaldlega sú að þetta ástand skapar veru- lega erfiðleika hjá minni bátum, krókaaflamarksbátunum fyrst og fremst, og erfitt að leysa úr því þar sem leigumarkaðurinn er eins og hann er. Það er mjög erfitt að forðast ýsu í afla á svæð- inu frá Snæfellsnesi í vestri og norður um og margir fullyrða að eiginlega sé ómögulegt að koma í veg fyrir að ýsuafli sé upp undir 20% af því sem menn sækja. Þá er auðvitað engum blöð- um um það að fletta að ef ekki er hægt að fá veiðiheimildir leigðar eða með öðrum hætti færa þær til er mikil hætta á brottkasti. Það er þar af leiðandi okkar mat að það þyrfti um 3 þús. tonn af ýsuveiðiheimildum til viðbótar til að veiðin gæti gengið eðlilega fyrir sig fyrir þennan hluta útgerðarinnar fram á vorið. Sveigjanleikinn í fiskveiðistjórnarkerfinu hefur minnkað með aukinni veiðiskyldu, takmörkunum á flutningi milli ára og teg- undatilfærslum. Fyrir því hafa staðið góð rök en það hefur hins vegar áhrif á það núna hvernig kerfið sjálft innan gildandi laga getur brugðist við.“ Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, í umræðu á Alþingi 16. janúar um ýsuveiðar U M M Æ L I Jóhann Ólafur Halldórsson ritstjóri skrifar Kæling er lausnarorðið

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.