Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2013, Blaðsíða 9

Ægir - 01.01.2013, Blaðsíða 9
9 S T E I N B Í T S S T O F N I N N sem eru aðalhrygningarsvæði steinbíts. Leiðangurinn var með neðansjávarmyndavél sem hægt var að nota í tvo daga. Vélin er afar viðkvæm fyrir veðri og nýtist ekki í miklum sjógangi. En Ásgeir var ánægður með þær mynd- ir sem náðust og voru nokkr- ir steinbítar á þeim. „Flestir voru þeir í gjótum en við notuðum myndavélina að mestu leyti að degi til. Hugsanlegt er að steinbítur- inn sé með hrognaklasa þarna ofan í gjótunum.“ Ásgeir segir að ástandið á steinbítsstofninum sé ekki gott. Stofninn sé á niðurleið og að aldrei hafi verið jafn lágt aflamark. „Veiði hefur verið 25-30% umfram ráðgjöf okkar undan- liðin sjö fiskveiðiár. Það hefur áhrif og síðan er spurningin hvaða áhrif það hefur að stunda veiðarnar á aðalhrygn- ingarslóðinni. Ég tel alveg ljóst að það stuðlar ekki að betri nýliðun,“ segir Ásgeir. Hann beinir þeim tilmæl- um til sjómanna og fiskverk- unarfólks að veita merktum steinbítum athygli og skila merkjunum heilum til Haf- rannsóknastofnunarinnar. Ás- geir færir einnig þeim þakkir sem hafa skilað stofnuninni merktum fiskum fram til þessa. Þeir steinbítar sem sáust með neðansjávarmyndavélinni voru flestir í gjótum eða holum eins og þessi steinbítur, en hellan fyr- ir ofan gjótuna er jökulberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.