Ægir - 01.01.2013, Blaðsíða 10
10
N Ý T I N G A U K A A F U R Ð A
Arnar Jónsson, verkefnastjóri
og Haukur Már Gestsson,
hagfræðingur og verkefna-
stjóri hafa innan Íslenska
sjávarklasans unnið að full-
nýtingu sjávarafurða. Þeir
segja margt hafa áunnist í
þessum efnum en nú beinast
sjónir manna helst að slóginu.
Að þeirra mati eru gríðarleg
tækifæri í fullvinnslu á þorski.
Fullvinnsluumræðan á flugi
Haukur Már segir umræðu
um fullnýtingu sjávarafurða
lengi hafa átt sér stað en mik-
il gerjun sé í gangi um þessar
mundir.
„Staðan er í raun þannig
að sum fyrirtæki leggja
áherslu á að nýta allt hráefni
sem berst að landi en önnur
ekki. En það er hins vegar al-
veg ljóst að fleiri aðilar eru
farnir að beina sjónum að
betri nýtingu,“ segir Haukur
Már.
Hann flutti erindi á Sjávar-
útvegsráðstefnunni í nóvem-
ber á síðasta ári. Þar kom
fram Íslendingar standa öðr-
um þjóðum mun framar í nýt-
ingu á þorski en markmiðið
sé eftir sem áður fullnýting.
Meðan nýtingin á Íslandi er
76% er hún ekki nema 50% í
Færeyjum, 45% í Kanada og
43% á Grænlandi.
„Íslendingar, Norðmenn
og Rússar eru langstærstu
þorskveiðiþjóðirnar en það er
ekki heiglum hent að henda
reiður á tölur frá Rússlandi.
Ekki voru heldur til aðgengi-
legar tölur frá Noregi. Þeir
hafa hins vegar sjálfir reiknað
út nýtinguna og árið 2004 var
hún ekki nema 43%.“
Margföldun í magni og virði
aukaafurða
Gríðarleg aukning varð í
magni og verðmæti aukaaf-
urða í þorski upp úr síðustu
aldamótum. Samkvæmt tölum
Hagstofu Íslands bárust á
land 643 tonn árið 1992 en
árið 2000 var magnið komið
upp í 3.640 tonn. Aukningin
hefur verið mikil á síðustu ár-
um og á síðasta ári bárust á
land tæplega 10.000 tonn af
aukaafurðum í þorski, eins
og lifur, hrognum, hausum,
marningi, afskurði og fleiru.
„Árið 2011 námu útflutn-
ingstekjur af þorski 77 millj-
örðum króna og þar af 4
milljarðar af þurrkuðum
hausum sem fara á markað í
Afríku,“ segir Haukur Már.
Þurrkaðir þorskhausar eru
einungis eitt af fjölmörgum
dæmum um mikil verðmæti
sem geta verið fólgin í frekari
fullvinnslu þorsks.
Nýting á þorski hefur því
tekið stökk upp á við á síð-
ustu árum en þeir félagar
segja að gera megi enn betur
og auka verðmæti þess afla
sem berst að landi. Haukur
Már segir að nú ríði á að
menn sýni samvinnu því
Arnar Jónsson og Haukur Már Gestsson, verkefnisstjórar hjá Íslenska sjávarklasanum, sýna nokkrar af þeim vörum sem unnar eru úr aukaafurðum þorsks.
Slor er ekkert slor
Íslendingar standa öðrum þjóðum mun framar í nýtingu á þorski en markmiðið er
eftir sem áður fullnýting.