Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2013, Blaðsíða 24

Ægir - 01.01.2013, Blaðsíða 24
24 „Það er mjög mikilvægt atriði að afl- inn sé rétt meðhöndlaður. Lykillinn að því að hægt sé að fullnýta aflann er að rétt sé staðið að blæðingu og kælingu og annarri meðhöndlun hans. Það eru að sjálfsögðu öll skip undir þeim hatti að koma með bætt hráefni að landi. Það er lítið vit í því að koma með aflann að landi ofurheitan eða illa blóðgaðan,“ segir Sigurjón. Þarna er Sigurjón að vísa í óslægðan fisk sem ekki hefur verið kældur meðan hann er fullur af innyflum. Nauðsynlegt er einnig að láta aflann blæða og geyma hann í einangruðum körum. „Plastkerin eru mjög fín hönnun. Þetta eru einangruð plastker. En núna hefur borið á því að aflinn sé geymdur í álkerum sem eru langt yfir 60 cm á hæð og því miður eru þau óeinangruð. Þetta eru himinhá álker og óslægður fiskur á botni keranna merst við þungann. Þarna liggur allt undir, ekki einungis flökin, heldur líka allt aukahráefni sem mikil verðmæti felast í,“ segir Sigurjón. Íslenski skipaflotinn samanstendur af ísfiskbátum, undir 15 tonnum, stórum ís- fiskskipum, ísfisktogurum og frystiskip- um. Sigurjón segir að sama lögmál gildi fyrir alla þessa flokka og það lögmál er kæling og enn meiri kæling á aflanum. „Það þarf að standa rétt að blæðingu og kælingu aflans og langflestir gera það, en það eru svartir sauðir innan um. Brögð eru að því að menn keppist við að koma með sem mestan afla að landi á kostnað gæðanna. Við ætlum okkur að sigra markaðinn á gæðunum, ekki magninu.“ Erum í bullandi samkeppni Hann segir þær tölur skelfilegar sem hafi heyrst, að smábátar með fáa menn í áhöfn séu að koma með allt að 1.000- 1.500 tonn að landi á ári. Afli þessara báta þarf að vera af þeim gæðum sem þarf til að vinna markaðinn. „Við erum í bullandi samkeppni við aðrar þjóðir með aðalvöruna, sem er flökin. Og ef við ætlum okkur að vinna þann markað þá snýst baráttan um gæð- in - blæðingu og kælingu og meðhöndl- un aflans. Þorskurinn er með hvítan vöðva, en ekki bleikan eða rauðan og goggastungurnar eiga að vera í hausn- um, ekki í flökunum. Skipin eiga ekki endilega að vera með fullfermi, heldur afla í hámarks gæðum. Það eru gæðin sem telja en ekki magnið.“ Sigurjón segir að mikil viðhorfsbreyt- ing hafi orðið til hins betra á undanförn- um árum og langstærsti hluti íslenskra skipstjórnarmanna og sjómanna geri eins vel og þeir geti. „En það eru svartir sauðir innan um sem þurfa að taka sig á, bæta umgengni sína um hráefnið og Æ G I S V I Ð T A L I Ð „Við erum í bullandi samkeppni við aðrar þjóðir með aðalvöruna, sem er flökin. Og ef við ætlum okkur að vinna þann markað þá snýst baráttan um gæðin - blæðingu og kælingu og meðhöndlun aflans,“ segir Sigurjón. Traust geymsla – og öruggur flutningur alla leið! Frystigámar til sölu eða leigu Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Sími 568 0100 AT H YG LI E H F. -0 2- 13 Eigum á lager 20 og 40 ft. frystigáma. Bjóðum einnig gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að þörfum hvers og eins. www.stolpiehf.is Hafðu samband!

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.