Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.01.2015, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 29.01.2015, Blaðsíða 7
www.fjardarposturinn.is 7FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2015 FISKBÚÐ HAFNARFJARÐAR - Sælkeraverslun - Helluhrauni 14-16 (á milli Bónuss og Vínbúðarinnar) Opið virka daga kl. 11-18.30 og laugardaga kl. 12-15 10% opnunartilboð © H ön nu na rh ús ið e fh . 1 50 1 Leyfum Bjarma að lýsa Leikskólinn Bjarmi hefur starfað hér í Hafnarfirðinum síðustu sjö ár. Hann hefur sinnt yngsta aldurshópnum, þar sem börn eru tekin inn á aldrinum 6­12 mánaða og eru til tveggja ára aldurs. Starfsemin hefur gengið afar vel. Mikil ánægja er meðal for eldra með aðbúnað barn anna og Bjarmi hefur ver ið eftirsóttur vinnu stað ur hjá fag­ fólki. Hlut falls lega eru flestir leik skólakenn­ arar starfandi á Bjarma borið saman við aðra leikskóla í Hafnarfirði. Sem sagt allt í góðum gangi og ætti að vera ánægjuefni fyrir alla, þar á meðal stjórn málaflokkana hér í bænum, enda lögðu þeir allir mikla áherslu á upp byggj­ andi og metnaðargjarnt leik­ skóla starf, góða þjónustu og traust, í kosningabaráttu síðast­ liðins árs. En hvernig stendur þá á því, að nýr meirihluta bæjarstjórnar, Sjálf stæðisflokkur og Björt Fram tíð, láta kalla forsvarsmenn Bjarma á fund með engum fyrir­ vara og þeim tilkynnt einhliða að segja eigi tafarlaust upp þjón­ ustu samningi bæjarins og leik­ skóla ns? Og ekki boðið upp á neinar viðræður, engin skoð ana­ skipti, heldur bara tilkynnt um að þetta muni gerast. Bæjar stjórn­ armeirihlutinn ætlar að loka leikskólanum! Punktur, basta. Eru þetta hin nýju vinnubrögð bæjaryfirvalda? Að draga úr þjónustu við bæjarbúa; yngstu kyn slóðina í bænum. Og gera það með einhliða tilkynningu sem á að taka gildi nánast nú þegar. Hvar er allt samráðið við bæj arbúa sem um var talað fyrir síðustu kosningar? Hvar er áhersl an á gæði leik­ skóla starfs og aukna þjón usta við yngstu bæj arbúana, börnin okk ar? Ég skora á bæjaryfir­ völd að víkja af þessum vegi, draga þessar fyrirætlanir til baka nú þegar og í framhaldinu eiga viðræður við for svarsmenn leik skólans Bjarma og okkur for­ eldra sem eigum mikla hagsmuni að verja – barnanna okkar vegna. Nú reynir á að standa við gefin kosningaloforð. Það er aðeins rúmt hálft ár frá kosningum. Er búið að setja loforðin í salt nú þegar? Orðrétt sagði t.d. í kosninga­ stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins síðastliðið vor: „Fjölga ung­ barna deildum við leikskóla og efla dagforeldrakerfið.“ Er þetta loforð best uppfyllt með því að loka Bjarma? Það er fullkomin öfugmælavísa. Bæjarfulltrúar: Við treystum því að þið standið við orð ykkar. Finnst nýjum meirihluta bæj­ ar stjórnar í lagi að svíkja gefin Fannar Freyr Guðmundsson fyrirheit við bæjarbúa? Því verð­ ur ekki trúað að óreyndu. Efnislegra svara er óskað. Höfundur er faðir Emblu Eyjar sem er 16 mánaða og unir sínum hag vel á Bjarma. Finndu okkur á www.fjardarposturinn.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.