Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.01.2015, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 29.01.2015, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2015 Eftir hrunið var farin sú leið að milda alla innheimtuferla hjá Hafnar fjarðarbæ og sýna öllum gjaldendum aukinn skilning og biðlund. Það var að mínu mati rétt og eðlileg ákvörðun sem vonandi auðveldaði ein hverjum hafn firsk um fjöl skyld­ um og fyrirtækjum að kom ast í gegnum þær erfiðu aðstæður sem fylgdu efnahagshruninu, stórauknu atvinnuleysi, falli krónunnar og til­ heyr andi verðbólgu. Við slíkar aðstæður er mikil­ vægt að opinberir aðilar fari fram með góðu for­ dæmi og leggi sitt af mörkum til að auðvelda samfélag inu að takast á við erfiðar aðstæður. Tilraunsamstarf við Motus Í ársbyrjun 2013 ákvað Hafnar­ fjarðarbær að ganga til tímabundins tilraunasamstarfs við innheimtu­ fyrirtæki. Tilgangurinn var m.a. sá að auðvelda úrlausn uppsafnaðra verk efna m.a. svokallaðra greiðslu aðlögunarmála. Bæjar­ ráðs fulltrúar voru á þeim tíma fullvissaðir um að með samstarfinu myndu innheimtuferlar bæjarins eftir sem áður vera óbreyttir, fram­ kvæmdin yrði með sama sniði og áður og án aukins kostnaðar fyrir bæjarbúa og bæjarsjóð. Ekki var um að ræða varanlegan samning heldur tilraunaverkefni til tveggja ára með gagnkvæmum rétti til uppsagnar. Ári síðar, eða í ársbyrjun 2014 mættu fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar, m.a. fjármálastjóri bæjarins, til fund ar við bæjarráð og kynnti reynsluna af tilraunaverkefninu. Þá strax komu fram sterkar vís­ bendingar um að þau loforð sem gefin höfðu verið um þjónustuna hefðu ekki staðist. Tekist hafði að greiða úr fjölda gamalla inn­ heimtumála en flest benti til þess að kostnaður við innheimtuna hefði sömuleiðis aukist umtalsvert, með tilheyrandi auknum vanda fyrir fjölda heimila, ekki síst þau tekjulægstu. Í framhaldinu sagði Hafnar­ fjarðarbær upp samstarfinu við innheimtufyrirtækið. Það var gert með viðeigandi fyrirvara þannig að nægt svigrúm yrði fyrir nýja bæjarstjórn að ákveða með hvaða hætti væri best að standa að þessum málum til framtíðar. Óvönduð vinnubrögð Þrátt fyrir að allir væru upplýstir um stöðu mála fyrir og eftir kosningar og það hefði átt að vera öllum ljóst að fylgja þyrfti málinu eftir virðist nýr meirihluti hafa sofið algjörlega á verðinum. Það rúma svigrúm sem þeim var tryggt virðist alls ekki hafa verið nýtt sem skyldi. Bæjarráð var heldur ekki upplýst um stöðu málsins fyrr en í lok október, þegar tilkynnt var um viðræður bæjar stjóra og fulltrúa innheimtu fyrir tækisins um áframhaldandi sam starf. Fulltrúar minnihlutans í bæjar­ ráði gerðu strax alvarlega athuga­ semd við þessi vinnubrögð og kölluðu eftir því að nauðsynlegar upplýsingar yrðu teknar saman og kynntar ráðinu. Þegar þær loks voru lagðar fram staðfestu þær fyrri vísbendingar um að reynsla bæjarins af tilraunaverkefninu gæfi alls ekkert tilefni til áfram­ haldandi samstarfs. Í þeim gögnum sem kynnt voru bæjarráði þann 20. nóvember sl. staðfestu tveir af lykilstarfs mönn­ um bæjarins í áliti sínu að fyrir­ komulaginu fylgdi mjög hár innheimtukostnaður sem félli að stórum hluta á tekjulægstu heim­ ilin. Þá komu sömuleiðis fram rök studdar efasemdir um að betri innheimtu mætti rekja til tilrauna­ verkefnisins, enda væri með því horft framhjá augljósum áhrifum breyttra ytri skilyrða, m.a. af batn­ andi hag heimila og fyrirtækja á umræddu tímabili. Var þar lagt til að í stað þess að semja við eitt fyrir tæki um framkvæmd inn­ heimtu mála hjá sveitarfélaginu þá ætti fremur að nýta aðrar þjón­ ustuleiðir, treysta á starfsfólk bæj­ ar ins og bjóða út einstaka verk­ þætti, m.a. lögfræðiinnheimtuna sér staklega. Þrátt fyrir að þessar upplýsingar og ábendingar væru komnar fram samþykktu fulltrúar meirihlutans tillögu bæjarstjóra um nýjan samn­ ing við innheimtufyrirtækið. Sam­ kvæmt nýjum samningi fer fyrir­ tækið með alla þjónustu tengda innheimtumálum, þ.m.t. lögfræði­ innheimtu fyrir Hafnarfjarðarbæ. Samn ingur þess efnis var lagður fram til staðfestingar í bæjarstjórn þann 21. janúar sl. og samþykktur með atkvæðum fulltrúa Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Fyrir fundinn ítrekaði ég óskir fulltrúa minnihlutans um nauð syn­ legar upplýsingar, m.a. um kostnað bæjarbúa af samningnum og marktækum samanburði við fyrri ár. Að morgni 21. janúar, sama dag og staðfesting samn ingsins var til afgreiðslu í bæjar stjórn, barst hluti af umbeðnum upplýsingum. Þær staðfesta það sem lykilstarfsmenn sveitar félags ins höfðu bent á og lá til grund vallar ákvörðunar um að segja samstarfinu upp sl. vor. 38 milljónir á einu ári Að teknu tilliti til vaxtaþróunar leiða umræddar upplýsingar í ljós að með samstarfinu hafi álagður innheimtukostnaður heimila og fyrirtækja í Hafnarfirði tvöfaldast frá því sem áður var. Á árinu 2014 greiddu heimili og fyrirtæki í Hafnarfirði a.m.k. 38 milljónir króna til fyrirtækisins fyrir svo­ kallaða frum­ og milliinnheimtu. Er þá ekki tekið tillit til kostnaðar vegna lögfræðiinnheimtu. Þær upplýsingar hafa bæjarfulltrúar ekki enn fengið að sjá þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um. Það ber að hafa í huga að ákvörð un meirihlutans um að ganga til samninga við fyrirtækið var tekin án þess að svo mikið sem leitað hafi verið eftir þessum upplýsingum. Það er því ekki að ­ eins eðlilegt að spyrja gagnrýnna spurn inga um vinnubrögð meiri­ hlutans og bæjarstjóra í þessu máli heldur einnig og ekki síður í þágu hverra þeirra eru að starfa? Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Samningur við innheimtufyrirtæki – í þágu hverra? Umræðan um innheimtuna Bæjarfulltrúum vinstri flokk­ anna í Hafnarfirði hefur að undanförnu verið tíðrætt um fyrirkomulag við innheimtu bæjarins. Málflutningur Sam­ fylkingar og Vinstri grænna vekur nokkra furðu þar sem samn­ ingar við innheimtu­ fyrirtæki bæjarins voru einmitt gerðir að þeirra frumkvæði, án þess að útboð færi fram og án þess að fyrirkomulagið væri sérstaklega borið áður undir kjörna fulltrúa íbúa bæjarins á þeim tíma, í bæjarráði eða í bæjar stjórn. Þetta var fyrir tveimur árum, en síðan hafa orðið breytingar í Hafnarfirði. Í kjölfar kosninga tók við nýr meirihluti í bæjar­ stjórn, til starfa hefur tekið nýr bæjarstjóri og fjármálastjóri, og unnið er að fjölmörgum nýjum verkefnum, auk þeirra sem fylgdu frá fyrri meirihluta – og þar á meðal er fyrirkomulag inn­ heimtumála. Þegar fyrir lá að samningur við innheimtufyrirtæki bæjarins væri að renna út var gengið í að meta reynsluna af honum undir lok sl. árs. Teknar voru saman upplýsingar um ávinning af fyrirkomulagi innheimtunnar, en þó ekki síður hvað mætti bæta enn frekar gagnvart íbúum og fyrirtækjum. Ákveðið var að gera breytingar á samningnum til þess að koma til móts við kröfur bæjarins, láta reyna á breyt­ ingarnar fram á þetta ár og taka þá ákvörðun um frekara fyrir­ komulag innheimtunnar. Fyrri samningur var verk þeirra sem finna honum flest til foráttu núna og verða þeir að eiga það við sig. Endurbættur samn ing­ ur hefur hins vegar tekið gildi um sinn og það er verk efni bæjar­ ins að fylgja honum eftir og meta á næstu mán uðum hvern ig hann gefst, áð ur en næstu skref verða tekin. Almennt er rétt að minna á að um eða yfir 80% sveitarfélaga hér­ lendis nýta sér nú þegar þjónustu innheimtufyrirtækja. Hins vegar er innheimtan gagn vart íbúum og fyrirtækjum á ábyrgð sveit­ arfélaganna og því er mikilvægt að bæjarfélagið fylgist vel með hvernig að henni er staðið og bregðist við þegar þarf. Verklag við innheimtu þarf að vera skýrt og þar er mikilvægt að gæta jafnræðis, en unnt þarf að vera að grípa tímanlega inn í þar sem fjárhagur er þröngur og þar þarf sveitarfélagið að eiga úrræði. Núverandi meirihluti í bæjar­ stjórn beitir sér fyrir að málefni bæjarins séu rædd fyrir opnum tjöldum og lykilákvarðanir séu teknar af kjörnum fulltrúum íbúanna. Það er þess vegna sem fyrirkomulag innheimtu Hafnar­ fjarðarbæjar fær núna þá umræðu sem það hefði gjarnan mátt fá fyrir tveimur árum. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Gunnar Axel Axelsson Kristinn Andersen Niðurskurður í leikskólamálum Þegar í ljós kom sl. haust að leikskólabörnum myndi fækka verulega á milli ára í Hafnarfirði sáum við í því gífurleg tækifæri. Tækifæri sem gætu falist í því að stíga skref í þá átt að lækka inntökualdur á leikskóla og hefja þann ig þá vegferð að brúa bilið milli fæð­ ingar orlofs og leik­ skóla. Það voru okkur því mikil vonbrigði þegar ljóst varð að áform meirihluta Sjálf stæðis­ flokks og Bjartrar framtíðar reyndust allt önnur. Af þeirra hálfu kom í raun aldrei annað til greina en að hagræða og loka deildum. Með því að leggja til lækkun rekstrar kostn­ aðar upp á 72 milljónir króna er ljóst að ekki verður forgangsraðað í þágu leikskólastigsins. Lokun deilda Á fundi fræðsluráðs sem haldinn var sl. mánudag skýrðist fyrst hvernig nýr meirihluti ætlar að standa að hagræðingar aðgerð­ um sínum á leikskólasviðinu. Þá lagði meirihlutinn til og sam­ þykkti að loka leikskólanum Bjarma við Smyrlahraun, eina sérhæfða ungbarnaleikskólanum í Hafnarfirði. Miðað við þær tölur sem birtar hafa verið um fækkun leikskólabarna má gera ráð fyrir að þetta sé einungis fyrsta skrefið á þeirri vegferð. Samkvæmt erindi frá forsvarsmönnum leik­ skólans sem kynnt var í fræðsluráði hefur leik­ skólinn verið leiðandi á sínu sviði og einn fárra leikskóla sem hefur frá upphafi uppfyllt lög­ bundin viðmið um lág­ marksfjölda fagmenntaðra starfsmanna. Skortur á framtíðarsýn Með þessari aðgerð teljum við að skref sé stigið afturábak og þannig vegið að grunnstoðum leikskólastigsins, þvert á vilja foreldra sem í könnunum hafa sýnt skýran vilja um að inntöku­ aldur á leikskóla verði lækkaður frá því sem nú er. Engar skýrar áætlanir eru heldur settar fram um það hvernig þjónustu við börn á þessum aldri verður háttað í framhaldinu. Adda María Jóhannsdóttir Ef Hafnarfjarðarbær ætlar að vera bær sem mætir þörfum barnafjölskyldna, bær sem stenst kröfur nútímans og samanburð við þau sveitarfélög sem hvað mesta framsýni hafa sýnt í þjónustu við börn á leikskólaaldri, þá erum við sannarlega á rangri leið. Höfundur er bæjarfulltrúi og fulltrúi í fræðsluráði. www.facebook.com/ fjardarposturinn Skoðaðu fjölmargar myndir úr bæjarlífinu Smelltu á LÍKAR VIÐ Dalshrauni 24 • 220 Hafnarfirði • 555 4855 • steinmark.is • steinmark@steinmark.is Stafræn prentun Gormun/hefting Dalshrauni 24 • 220 Hafnarfirði • 555 4855 • steinmark.is • steinmark@steinmark.is Stafræn prentu Gormun/hefting Dalshrauni 24 • 220 Hafnarfirði • 555 4855 • steinmark.is • steinmark@steinmark.is Stafræn prentun Gormun/hefting Dalshrauni 24 • 220 Hafnarfirði • 555 485 steinmark.is • st i mark@steinmark.is Stafræn rentun Go un/hefting

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.