Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.01.2015, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 29.01.2015, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2015 Það urðu mikil tímamót hjá vinunum hafnfirsku, Guðjóni Geir Geirssyni (20) og Róbert Ó. Elmarssyni (21) er þeir stofnuðu fyrirtækið Inklaw í október 2013. Guðjón Geir hannar og saumar föt fyrir stráka á aldrinum 13­30 ára og Róbert sér um sölumálin. Þeir hafa komið sér fyrir í litlu húsnæði að Skúta­ hrauni 2, húsi sem verktaka­ fyrirtækið Hagvirki hafði höfuðstöðvar sínar á sínum tíma. Guðjón segist leita hugljóm­ unar m.a. í bandaríska tónlistar­ heiminn. Hann hlusti mikið á hip­hop tónlist og íhugi bæði tónlist og texta. Fötin sem þeir framleiða er seld undir vöru­ merkinu Inklaw Clothing og hafa þeir fengið einkarétt á vöru­ merkinu um allan heim. Guðjón segir að búið sé að gera allt í stelputískunni en mun minna í strákatískunni. Hann segist sækja hugmyndir þaðan en um þessar mundir sé töluvert að gerast í strákatískunni. Segir hann gaman til þess að vita að nokkuð af stelpum sé að kaupa vörur þeirra til að klæðast sjálfar. Öll sala á netinu. Öll sala fer fram á netinu ef undanskilin er sala í tveimur verslunum í Austurríki og í Englandi. Róbert segir að þeir hafi selt vörur til um 50 landa og að erlendir umboðsmenn séu farnir að sýna þeim mikinn áhuga. Þeir muni að öllum lík­ ind um semja við einn á næstunni og þá þurfi þeir að fara að setja allt á fullan snúning og fara að framleiða á lager. Hingað til hafa þeir aðeins framleitt upp í pant­ anir en þeir leggi mikla áherslu á gæði og sauma allt sjálfir á Skútahrauninu. Efni kaupi þeir af heildsala sem flytji inn eftir þeirra óskum. Sölusíðan er á www.inklaw.com en þá er einnig að finna á Facebook og á Twitter. Ný vörulína væntanleg Ný vörulína er væntanleg hjá þeim og er hún mjög stílhrein að sögn þeirra félaga. Hún á að vera nokkuð tímalaus og einkennandi fyrir þeirra framleiðslu – nokkurs konar yfirlýsing af þeirra hálfu. Hún á að endast í um 2 ár. Þá er önnur vörulína í undirbúningi til viðbótar við hana en þeir reikna með að láta eftirspurnina ráða nokkuð framleiðslunni en þeir þurfi stöðugt að hanna og þróa nýjar vörur. Meðal þess sem er væntanlegt eru handsaumaðar gallabuxur! Það er mikið lagt í þær og eiga örugglega eftir að njóta vinsælda. Án stuðnings Aðspurðir segjast þeir félagar ekki hafi fengið neinn fjárhags­ legan stuðning og reyndar hafi þeir ekki leitað eftir honum. Þeir hafi byrjað með því sem næst tvær hendur tómar og hægt og rólega náð að byggja fyrirtækið upp. Þeir fái því einnig að ráða þróuninni alveg sjálfir. Þeir hafa tekið þátt í Gullegginu og Startup Reykjavík en annars hefur allur tíminn farið í að byggja upp fyrirtækið. Guðjón og Róbert eru báðir Flensborgarar en nýja fyrirtækið tók það mikinn tíma að þeir Fjarðargötu 19 (við hliðina á Subway) Aðeins 3 verð í búðinni! 2.000,- 4.000,- 6.000,- Svart og hvítt er áberandi í hönnun Inklaw. Guðjón hannar og selur en Róbert sér um markaðsmálin. Guðjón Geir Geirsson og Róbert Ó. Elmarsson. Inklaw Clothing selt til um 50 landa Tveir ungir Hafnfirðingar láta drauminn rætast Lögð hefur verið áhersla á að kynna vörurnar á líflegan og skemmtilegan hátt. Mikil áhersla er lögð á gæði. Úrvalið er ótrúlega mikið hjá þessu litla fyrirtæki. hættu áður en þeir kláruðu stúdentsprófið. Þeir eiga mis­ mikið eftir og segjast ekki ólík­ legt að þeir ljúki því við fyrsta hentugleika. Framtíðardraumar Þeir félagar segja að draum­ urinn sé að Inklaw verði virt vörumerki á heimsvísu en þeir segjast vera meðvitaðir um að öll uppbygging þurfi að vera mark­ viss og þeir ætli t.d. ekki að fjárfesta í stórum lager. Fyrst um sinn verður bætt við fólki í saumaskap til að anna eftir­ spurninni og til að byggja upp lágmarks lager fyrir helstu vör­ urnar. Þeir búast við að sprengja utan af sér húsnæðið fljótlega og að þeir þurfi að fara að skoða stærra húsnæði í Hafnarfirði. Þeir vilji þó frekar búa þröngt í góðu hús­ næði en að fara í of stórt húsnæði sem þeim líður ekki vel í. Það er greinilegt að nóg er að gera hjá þessum hressu strákum sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.