Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.01.2015, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 29.01.2015, Blaðsíða 5
www.fjardarposturinn.is 5FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2015 Enn tafir á að Löður fái að opna Það ætlar að vera mikil þrauta ganga að fá að opna bíla­ þvottastöð á atvinnulóð að Reykjavíkurvegi 54 – í iðnað ar­ hverfi. Íbúar í nágrenni hafa mótmælt og framkvæmdaaðilar hafa komið á móts við kvartanir, fyrst með því að loka þeirri hlið sem snýr að íbúðarblokkunum og síðan með því að þvotta­ stöðin verði alveg lokuð. Skipulags­ og byggingarfulltrúi samþykkti byggingaráform á fundi 10.12.14 að fenginni umsögn skipulags­ og bygg­ ingar ráðs. Nú hefur komið í ljós að deiliskipulag fyrir svæðið frá 2002 hlaut aldrei lögformlega staðfestingu, og þarf því að grenndarkynna erindið skv. 44. grein skipulagslaga. Til að erindið verði grenndar­ kynnt óskar skipulags­ og bygg ingarráð nú eftir skriflegri staðfestingu á því að þvotta­ rýmin séu lokuð eins og upp­ drættir sýni! Þá er einnig óskað eftir að gerð verði grein fyrir loftræstingu úr rýmunum áður en erindið verði grenndarkynnt. Á svæðinu eru tvær bensín­ stöðvar, dekkjaverkstæði, smur stöð og veitingasala. Helgi Vilhjálmsson, kenndur við Góu, hefur lengi sóst eftir að fá að breyta deiliskipulagi á lóð sem hann hefur að Tjarnar­ völlum 13 þar sem hann hugðist opna nýjan KFC veitingastað. Á þriðjudag var á ný tekið fyrir erindi Helga um að deili­ skipulagi verði breytt þannig að leyft verði að byggja fjöl hæða­ hús með atvinnustarfsemi á jarð hæð og litlum íbúðum á efri hæðum. Skipulags­ og bygging­ ar ráð tók neikvætt í erindi Helga og vísaði í fyrri bókun frá 18. september 2012. Reyndar tók skipulags­ og byggingarráð þá jákvætt í að fyrirspyrjandi vinni breytingu að deiliskipulagi í samræmi við tillögu B í fyrirspurn inni en í þeirri fundargerð var alls enga til lögu B að finna! Þar sótti hann um að byggja fjölhæðahús með at vinnu starfsemi á jarðhæð og litlum íbúðum eða hótel­ íbúðum á efri hæðum. Ekki er að finna neina sér­ staka bókun á fundi ráðsins 18. september 2012. Lóð Helga er á milli húsnæðis sem m.a. Apótek Hafnarfjarðar er til húsa. Hlaupasería FH og Atlantsolíu eru þrjú hlaup sem hlaupin eru í janúar, febrúar og mars Hlaupalengd er 5 km Hlaupið af stað kl. 19 á göngustígunum gegnt Íþróttahúsinu v/ Strandgötu í Hafnarfirði eftirfarandi daga: 1. fimmtudaginn 29. janúar 2. fimmtudaginn 26. febrúar 3. fimmtudaginn 26. mars. Hlauparöð FH og Atlantsolíu 20 15 © H ön nu na rh ús ið e hf . 2 01 5 Skráning: Skráning klukkutíma fyrir hlaup í Íþróttahúsinu á Strandgötu Verð aðeins 500 krónur Sjá nánar á www.hhfh.is Frítt í Suðurbæjarlaug eftir hlaup Frábær golfnámskeið fyrir krakka á aldrinum 4-10 ára Nú ætlum við í Keili að bjóða upp á SNAG-golfæfingar (golfþrautabraut) fyrir krakka 4-10 ára á laugardögum í Hraunkoti, æfingasvæði Keilis í vetur. Æfingar verða á laugardögum, 18 vikur frá 22. nóvember. Þátttökugjald fyrir 4-5 ára er 7.000 kr. (ekki niðurgreitt af Hafnarfjarðarbæ). Fyrir 6-10 ára kostar 12.000 kr. (full niðurgreiðsla frá Hafnarfjarðarbæ). Kylfur á staðnum fyrir alla. Þátttakandi þarf að vera í fylgd með fullorðnum. Aldurskipting og mæting: 4-7 ára kl. 09:15 – 10:00 8-10 ára kl. 10:00 – 10:45 Skráning fer fram á heimasíðu Hafnarfjarðar www.hafnarfjordur.is/minar-sidur/ Upplýsingar í Hraunkoti síma 565 3361 eða bjorgvin@keilir.is Endilega kom ið og prófið prufutíma fyri r skráningu! Dýra vernd­ unar félag Hafn firð inga Dýraverndunarfélag Hafn­ firðinga er eins og nafnið ber með sér, félag sem hefur velferð og verndun dýra að leiðarljósi. Félagið var stofnað 1. maí 1928 og er því 75 ára gamalt félag. Á seinni árum hefur starf félagsins þó legið niðri. Nú hefur verið ákveðið að láta reyna á hvort áhugi er á með al Hafnfirðinga að endur vekja félagið og gera það að þeim öfluga málsvara um dýravernd eins og það var um árabil. Hefur því verið ákveðið að boða til aðalfundar félagsins laugar daginn 7. febrúar nk. Fundurinn verður haldinn í Safnaðarheimili Hafnarfjarðar­ kirkju og hefst kl. 15. Áhugafólk um velferð dýra er hvatt til að koma á fundinn og leggja góðu málefni lið. Fær ekki að byggja litlar íbúðir Söngkeppni félags­ miðstöðva Telma Kolbrún Elmarsdóttir og Inga Steinunn Henningsdóttir úr félagsmiðstöðinni Ásnum og Eyþór Eysteinsson úr Mosanum sigruðu í söngkeppni félagsmið­ stöðvanna í Hafnarfirði sem haldin var 21. janúar sl. í Víði­ staðaskóla en keppnin mun hafa verið mjög hörð í ár. Í öðru sæti var Sara Renee Griffin, félagsmiðstöðinni Hraun inu og í þriðja sæti voru Márus Björgvin Gunnarsson og Fanný Lísa Hevesi úr félags­ miðstöðinni Vitanum Keppnin er undankeppni Söng keppni Samfés sem haldin verður í Laugardalshöll 14. mars.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.